11. nóvember 2010 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Herdís Sigurjónsdóttir formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Mannauðsmál hjá Mosfellsbæ og launastefna201011048
Erindið að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
Stefán Ómar Jónsson framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: HS, HB, JS, ÓG, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
2. Samningar Mosfellsbæjar og Golfklúbbsins Kjalar201011049
Erindið að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
Til máls tóku: HS, JJB, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011.
3. Skoðun á möguleikum Mosfellsbæjar í orkumálum2010081792
Erindið tekið á dagskrá að beiðni bæjarráðsmanns Jóns Jósefs Bjarnasonar og var því frestað á 1003. fundi bæjarráðs. Engin gögn voru framlögð.
Til máls tóku: JJB, HS, HSv, ÓG og JS.
Umræður fóru fram um málið og útskýrði bæjarstjóri stöðu þess.
4. Erindi Gests Ólafssonar varðandi nýbyggingar við Bröttuhlíð201007201
Áður á dagskrá 989. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Umsögn er hjálögð.
Til máls tók: HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við erindinu.
5. Trjálundur Rotaryklúbbs Mosfellssveitar201010015
Áður á dagskrá 1000. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar umhverfissviðs. Umsögnin er hjálögð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra að ræða við Rótaryklúbbinn varðandi erindi þeirra um trjálundinn.
6. Fjárhagsáætlun 2011201007117
Bæjarstjóri kynnir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Engin gögn framlögð.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Til máls tóku: HSv, HS, ÓG, JJB, JS og BH
Umræður fóru fram um stöðu og undirbúning fjárhagsáætlunar fyrir árið 2011. Jafnframt var rætt um tímasetningar vegna vinnufunda bæjarráðs.
7. Endurfjármögnun 2010201011093
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Pétur J. Lockton fjármálastjóri.
Til máls tóku: HS, PJL og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fjármálastjóra að undirbúa endurfjármögnun í samræmi við minnisblað þar um.
8. Rekstraryfirlit janúar til september 2010201011086
Frestað.
9. Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi skipulag áfallahjálpar á Íslandi201011082
Frestað.