Mál númer 202409562
- 5. mars 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #867
Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðast fundi nefndarinnar.
Afgreiðsla 626. fundar skipulagsnefndar staðfest á 867. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 28. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #626
Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðast fundi nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd þakkar skipulagsfulltrúa, starfsfólki umhverfissviðs og ráðgjöfum ýtarlega rýni og vinnu. Skipulagsnefnd telur samlegðaráhrif lausnar og tillögu ráðgjafa geta leyst ýmis atriði gatnamótanna með tilliti til uppbyggingar og framtíðar umferðar almenningssamgangna. Nefndin áréttar þó að breytingar sem þessar þarfnast frekara samráðs við íbúa. Aðgerðir við Langatanga eru ekki hluti af umferðaröryggisframkvæmdum ársins 2025 né aðgerðarlista umferðaröryggisáætlunar frá 2024. Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari úrvinnslu á umhverfissviði m,a. í tengslum við almenningssamgöngur.
- 19. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #866
Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar.
Afgreiðsla 625. fundar skipulagsnefndar staðfest á 866. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 14. febrúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #625
Lögð er fram til kynningar umferðarflæði og öryggisrýni fyrir Langatanga. Hjálagt er minnisblað um erindi og fyrirspurn Kára Sigurðssonar, íbúa götunnar.
Frestað vegna tímaskorts