Mál númer 202206083
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Afgreiðsla 1538. fundar bæjarráðs samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1538
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa tillögunni til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023.
Bókun B, S og C lista:
Meirihluti B, S og C lista bendir á að í málefnasamningi flokkanna er kveðið á um að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats og hefur þegar verið samþykkt að taka skuli tillit til þess við gerð fjárhagsáætlunar.
Bókun D lista
Tillaga frá bæjarráðfulltrúum D lista var lögð fram áður en málefnasamningur nýs meirihluta í Mosfellsbæ var kynntur og því ekki vitað um áform þar um lækkun fasteignagjalda.Tillagan frá D lista gengur út á að lækka fasteignagjöld til móts við miklar hækkanir á fasteignamati á íbúðar og atvinnuhúsnæði þannig að hækkun fasteignagjalda fyrir árið 2023 verði ekki hærri en sem nemur vísitölu.
Það kemur ekki fram í málefnasamningi meirihlutans hversu mikið eða með hvaða hætti fasteignagjöld verða lækkuð og munu Bæjarfulltrúar D lista fylgja eftir tillögu sinni við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 og þrýsta á um að tillagan um lækkun fasteignagjalda nái fram að ganga.
- 15. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #807
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 9. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1537
Tillaga bæjarfulltrúa D lista um að vegna mikilla hækkana á nýútgefnu fasteignamati hækki álagning á íbúðar- og atvinnuhúsnæði í Mosfellsbæ fyrir árið 2023 ekki umfram vísitölu.
Frestað vegna tímaskorts.