Mál númer 202501589
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Fossatungu 28 og 33 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og gögn voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og húseigenda. Umsagnafrestur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025. Engar athugasemdir bárust.
- 12. mars 2025
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #91
Skipulagsnefnd samþykkti á 624. fundi sínum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Fossatungu 28 og 33 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan og gögn voru kynnt á vef Mosfellsbæjar www.mos.is, í Skipulagsgáttinni, í Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi hagaðila og húseigenda. Umsagnafrestur var frá 06.02.2025 til og með 07.03.2025. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, 5.9.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku deiliskipulagsins skv. 2. mgr. 43.gr. sömu laga.
- 5. febrúar 2025
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #865
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu einbýlishúaslóðirnar að Fossatungu 28 og 33. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreita til samræmis við ákvæði um nýtingarhlutfall deiliskipulagsins og úthlutun lóða. Einnig er lóð Fossatungu 33 stækkuð til austurs til samræmis við lóðamörk Fossatungu 30E-30F.
Afgreiðsla 624. fundar skipulagsnefndar staðfest á 865. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. janúar 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #624
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu einbýlishúaslóðirnar að Fossatungu 28 og 33. Breytingin felur í sér stækkun byggingarreita til samræmis við ákvæði um nýtingarhlutfall deiliskipulagsins og úthlutun lóða. Einnig er lóð Fossatungu 33 stækkuð til austurs til samræmis við lóðamörk Fossatungu 30E-30F.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að tillaga að breyttu deiliskipulagi verði kynnt og auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt með kynningarbréfi til aðliggjandi hagaðila, í Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins www.mos.is og gögn aðgengileg í Skipulagsgáttinni til umsagnar og athugasemda.