Mál númer 202503489
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Borist hefur erindi frá Hlyni Axelssyni, f.h. landeigenda, dags. 18.03.2025, með ósk um deiliskipulagsgerð L123662 við Helgadalsveg. Markmið deiliskipulagsins er uppbygging íveruhúss á lóðinni í samræmi við heimildir aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 fyrir á landnotkunarreit ÍB/L214 í þéttbýli Mosfellsdals.
Helga Jóhannesdóttir fulltrúi D-lista sjálfstæðisflokks víkur af fundi kl. 8:11.Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að unnin verði deiliskipulagsbreyting skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við 1. gr. 43. gr. sömu laga. Með vísan í 3. gr. reglugerðar um merki fasteigna nr. 160/2024 gerir Mosfellsbær kröfu um að gerður sé fullnægjandi hnitsettur uppdráttur og merkjalýsing af landamerkjum fyrir landeignaskrá.