Mál númer 202503419
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Borist hefur erindi frá landeigendum L125425 í Suður-Reykjalandi, dags. 23.10.2024, með ósk um að deiliskipuleggja landið í samræmi við gögn. Hjálögð er skipulagslýsing til kynningar og afgreiðslu.
Með vísan í afgreiðslur og rökstuðning nefndarinnar á fundum 500 og 592 um samhljóða erindi, málefni og deiliskipulag lands L125425, synjar skipulagsnefnd með fimm atkvæðum ósk málsaðila um deiliskipulagsgerð á grundvelli 38. gr skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem ekki liggur fyrir áætlun um uppbyggingu eða framkvæmd nauðsynlegra innviða.