Mál númer 202503539
- 28. mars 2025
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #628
Borist hefur erindi frá Sigurbjörgu Ósk Áskelsdóttur skipulagsráðgjafa Landlínu ehf., f.h. landeigenda að jörðinni Óskoti L123738, með ósk um aðalskipulagsbreytingu landsins. Tillagan gerir ráð fyrir að breyta 62,9 ha að óbyggðu landi norðan Langavatns í frístundabyggð.
Með vísan í afgreiðslu og rökstuðning nefndarinnar á fundi 577 um sambærileg erindi, málefni og skipulag nýrra frístundabyggða, synjar skipulagsnefnd með fjórum atkvæðum ósk um aðalskipulagsbreytingu lands. Skipulagsnefnd vísar í óbreytt ákvæði og markmið gildandi aðalskipulags og frumdrög nýs aðalskipulags um frístundabyggðir. Fjöldi frístundasvæða eru enn óbyggð eða í skipulagsferli. Talið er að uppbygging mikillar og þéttrar frístundabyggðar stangist á við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, Höfuðborgarsvæðið 2040. Nálægð umræddra frístundasvæða við þéttbýlis- og vaxtarmörk höfuðborgarinnar og Mosfellsbæjar eru mikil. Vaxtamörkum er ætlað að draga skýr mörk milli þéttbýlis og dreifbýlis sem stuðlar þannig að sjálfbærri byggð innan markanna og varðveislu náttúrusvæði utan þeirra.