Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202503539

  • 28. mars 2025

    Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar #628

    Borist hef­ur er­indi frá Sig­ur­björgu Ósk Áskels­dótt­ur skipu­lags­ráð­gjafa Land­línu ehf., f.h. land­eig­enda að jörð­inni Óskoti L123738, með ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu lands­ins. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að breyta 62,9 ha að óbyggðu landi norð­an Langa­vatns í frí­stunda­byggð.

    Með vís­an í af­greiðslu og rök­stuðn­ing nefnd­ar­inn­ar á fundi 577 um sam­bæri­leg er­indi, mál­efni og skipu­lag nýrra frí­stunda­byggða, synj­ar skipu­lags­nefnd með fjór­um at­kvæð­um ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu lands. Skipu­lags­nefnd vís­ar í óbreytt ákvæði og markmið gild­andi að­al­skipu­lags og frumdrög nýs að­al­skipu­lags um frí­stunda­byggð­ir. Fjöldi frí­stunda­svæða eru enn óbyggð eða í skipu­lags­ferli. Tal­ið er að upp­bygg­ing mik­ill­ar og þéttr­ar frí­stunda­byggð­ar stang­ist á við svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Höf­uð­borg­ar­svæð­ið 2040. Ná­lægð um­ræddra frí­stunda­svæða við þétt­býl­is- og vaxt­ar­mörk höf­uð­borg­ar­inn­ar og Mos­fells­bæj­ar eru mik­il. Vaxta­mörk­um er ætlað að draga skýr mörk milli þétt­býl­is og dreif­býl­is sem stuðl­ar þann­ig að sjálf­bærri byggð inn­an mark­anna og varð­veislu nátt­úru­svæði utan þeirra.