Mál númer 202206160
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Skipulagsnefnd samþykkti á 568. fundi sínum að breyta staðföngum við norðanvert Hafravatn í samræmi við staðfangareglugerð nr. 557/2017. Samþykkt var tillaga að heiti vegar, Óskotsvegur. Í samræmi við stjórnsýslulög var hús- og landeigendum tilkynnt um áformin og þeim gefin kostur á að skila inn umsögn eða athugasemd. Umsagnir bárust frá Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, dags. 14.01.2023 og 18.01.2023, Guðrúnu Hildi Ragnarsdóttur, dags. 19.01.2023, Björg Þórhallsdóttur og Hilmari Erni Agnarssyni, dags. 19.01.2023, Birni Ragnarssyni, dags. 19.01.2023 og Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl, dags. 19.01.2023.
Afgreiðsla 583. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 27. janúar 2023
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #583
Skipulagsnefnd samþykkti á 568. fundi sínum að breyta staðföngum við norðanvert Hafravatn í samræmi við staðfangareglugerð nr. 557/2017. Samþykkt var tillaga að heiti vegar, Óskotsvegur. Í samræmi við stjórnsýslulög var hús- og landeigendum tilkynnt um áformin og þeim gefin kostur á að skila inn umsögn eða athugasemd. Umsagnir bárust frá Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, dags. 14.01.2023 og 18.01.2023, Guðrúnu Hildi Ragnarsdóttur, dags. 19.01.2023, Björg Þórhallsdóttur og Hilmari Erni Agnarssyni, dags. 19.01.2023, Birni Ragnarssyni, dags. 19.01.2023 og Daníel Þórarinssyni og Ingibjörgu Norðdahl, dags. 19.01.2023.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falin áframhaldandi vinna máls. Skipulagsnefnd telur að vegir um frístundasvæði í dreifbýli Mosfellsbæjar skuli ekki hljóta endinguna „-byggð“ þar sem byggðahverfið er að finna í þéttbýlinu norðaustan Reykjavegar. Æskilegt er að hafa nöfn vega fá og nafngift einfalda.
Samþykkt með fimm atkvæðum.- FylgiskjalÁsdís Pétursdóttir Blöndal 1401.pdfFylgiskjalÁsdís Pétursdóttir Blöndal 1801.pdfFylgiskjalGuðrún Hildur Ragnarsdóttir 1901.pdfFylgiskjalBjörg Þórhallsdóttir og Hilmar Örn Agnarsson 1901.pdfFylgiskjalBjörn Ragnarsson 1901.pdfFylgiskjalIngibjörg Norðdahl og Daníel Þórarinsson dags. 19.01.23.pdf
- 29. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #808
Lagt er fram til kynningar minnisblað vegna ábendinga um úrbætur staðfanga í dreifbýli Mosfellsbæjar. Tillaga er að vinna endurskoðun staðfanga í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 557/2017. Lögð er fram tillaga um úrbætur staðfanga frístundahúsa við norðanvert Hafravatn.
Afgreiðsla 568. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 808. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 24. júní 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #568
Lagt er fram til kynningar minnisblað vegna ábendinga um úrbætur staðfanga í dreifbýli Mosfellsbæjar. Tillaga er að vinna endurskoðun staðfanga í samræmi við reglugerð um skráningu staðfanga nr. 557/2017. Lögð er fram tillaga um úrbætur staðfanga frístundahúsa við norðanvert Hafravatn.
Skipulagsnefnd samþykkir að heiti vegarins um frístundabyggð við norðanvert Hafravatn muni hljóta nafnið Óskotsvegur. Umhverfissviði er falið að vinna að frekari útfærslu staðfanga og skráningum lóða.
Samþykkt með fimm atkvæðum.