Mál númer 202005276
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 13. apríl 2021 til allra sveitarstjórna, þar sem kynnt er fyrirhuguð upplýsingaöflun um stöðu fjármála á yfirstandandi ári til að unnt sé að leggja mat á þróun í fjármálum sveitarfélaga.
Afgreiðsla 1486. fundar bæjarráðs samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. apríl 2021
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1486
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 13. apríl 2021 til allra sveitarstjórna, þar sem kynnt er fyrirhuguð upplýsingaöflun um stöðu fjármála á yfirstandandi ári til að unnt sé að leggja mat á þróun í fjármálum sveitarfélaga.
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra lagt fram til kynningar. Fjármálasviði falið að svara boðaðri upplýsingabeiðni þegar hún berst.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19 í tilefni af gildistöku bráðabirgðalaga sem heimila sveitarstjórnum að víkja frá skilyrðum 64. gr. sveitarstjórnarlaga við stjórn sveitarfélaga árin 2020-2022.
Afgreiðsla 1445. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarstjórna landsins.
Afgreiðsla 1446. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1446
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarstjórna landsins.
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarstjórna landsins lagt fram.
- 28. maí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1445
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga í kjölfar Covid 19 í tilefni af gildistöku bráðabirgðalaga sem heimila sveitarstjórnum að víkja frá skilyrðum 64. gr. sveitarstjórnarlaga við stjórn sveitarfélaga árin 2020-2022.
Erindið lagt fram.