Mál númer 201710167
- 1. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #704
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1327. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. október 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1327
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Hildur Margrétardóttir (HMa), varabæjarfulltrúi M-lista, mætti á fundinn undir þessum lið. Jafnframt var viðstödd Hanna Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri. Hildur vék af fundi kl. 7:39.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að fenginn verði vinnusálfræðingur sem hlotið hefur viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins til að gera úttekt á samskiptum fulltrúa í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Honum verði einnig falið að gera áætlun um úrbætur.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun V-, D og S- lista
Átölur Íbúahreyfingarinnar vegna þess að formaður bæjarráðs veitti fundarmanni ekki áminningu á bæjarráðsfundi 12. október sl.eru innistæðulausar og er þeim vísað á bug. Við áréttum einnig á að ásakanir um einelti eru grafalvarlegar en því miður er oft illa farið með þetta mikilvæga hugtak í íslensku samfélagi.Bókun M - lista Íbúahreyfingarinnar
Ástæðan fyrir tillögu Íbúahreyfingarinnar er að framkoma meirihlutans í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa lengi borið öll einkenni eineltis en í reglugerð er það skilgreint svo:
“Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta.“