Mál númer 201406243
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Lagðar fram skýrslur um hraðamælingar og skissutillaga að merkingum og öðrum aðgerðum.
Afgreiðsla 400. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #400
Lagðar fram skýrslur um hraðamælingar og skissutillaga að merkingum og öðrum aðgerðum.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs upplýsti um aðgerðir vegna hraðahindrana við Baugshlíð.
- 25. febrúar 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #644
Lagður fram tillöguuppdráttur að gönguljósum, biðstöðvum Strætós og sleppistæðum við Baugshlíð. Um er að ræða breytta útfærslu miðað við áður kynnta tillögu á 370. fundi.
Afgreiðsla 384. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 644. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #384
Lagður fram tillöguuppdráttur að gönguljósum, biðstöðvum Strætós og sleppistæðum við Baugshlíð. Um er að ræða breytta útfærslu miðað við áður kynnta tillögu á 370. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu.
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Kynntar verða tillögur að útfærslu gangbrauta og gönguleiða yfir og meðfram Baugshlíð í nágrenni skóla og sundlaugar.
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Kynntar verða tillögur að útfærslu gangbrauta og gönguleiða yfir og meðfram Baugshlíð í nágrenni skóla og sundlaugar.
Bæjarverkfræðingur kynnti tillögur að bættum umferðarmannvirkjum við Baugshlíð og í nágrenni skóla og sundlaugar.
Skipulagsnefnd leggur til að samþykkt verði gönguþverun á Baugshlíð gegnt skóla við Æðarhöfða og bæjarverkfræðingi falið að annast ferlið.