Mál númer 201406297
- 10. júlí 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1172
Guðmundur Örn Kjærnested Flesjakór 1 Kópavogi spyr hvort heimilt sé að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að bygg verði tveggja hæða hús. Jafnframt spyr hann hvort leyft verði að húsið byggist smávægilega út fyrir byggingarreit í suð- austurhluta lóðarinnar.
Afgreiðsla 370. fundar skipulagsnefndar staðfest á 1172. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 1. júlí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #370
Guðmundur Örn Kjærnested Flesjakór 1 Kópavogi spyr hvort heimilt sé að byggja einnar hæðar einbýlishús á lóðinni nr. 20 við Snæfríðargötu samkvæmt framlögðum gögnum en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að bygg verði tveggja hæða hús. Jafnframt spyr hann hvort leyft verði að húsið byggist smávægilega út fyrir byggingarreit í suð- austurhluta lóðarinnar.
Nefndin lítur svo á að frávikin séu svo óveruleg að þau geti fallið undir 3. mgr 43. gr skipulagslaga.