Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. maí 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
 • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
 • Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
 • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
 • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Styrkt­ar­um­sókn Specialisterne á Ís­landi201103429

  Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.

  Til máls tóku: BH og HP.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja styrkt­ar­um­sókn.

  • 2. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna Lax­nes201104089

   Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.

   Til máls tóku: BH, SÓJ, HP og KT.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska frek­ari upp­lýs­inga varð­andi um­sókn­ina.

   • 3. Til­laga að gjaldskrá árs­ins 2011 vegna leigu á beit­ar­hólf­um og vegna hand­söm­un­ar og vörslu hrossa201104098

    Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.

    Til máls tóku: HSv, KT og HBA.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð ger­ir ekki at­huga­semd við til­lögu Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar varð­andi gjald­skrár­til­lögu fé­lags­ins vegna leigu á beit­ar­hólf­um og hand­söm­un­ar- og vörslu­gjöld­um vegna lausa­göngu­hrossa.

    • 4. Um­hverf­is­stefna bæj­ar­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar 2011201104101

     Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.

     Til máls tóku: BH, HBA, HSv, HP, JJB og KT.

     Um­hverf­is­stefna bæj­ar­skrif­stofa lögð fram til kynn­ing­ar. Bæj­ar­ráð lýs­ir ánægju sinni með stefn­una.

     • 5. Árs­reikn­ing­ur skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2010201104130

      Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.

      Til máls tóku: BH, HSv, JJB og HBA.

      Árs­reikn­ing­ur­inn lagð­ur fram.

      • 6. Er­indi Al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni varð­andi or­lof201104157

       Áður á dagskrá 1026. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að senda um­sögn Mos­fells­bæj­ar.

       • 7. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

        Til máls tóku: BH, JJB, HSv og HBA.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar að bjóða út 1. áfanga, jarð­vinnu við hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ.

        • 8. Merkja­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi200909667

         Áður á dagskrá 975. fundar bæjarráð sem þá var jákvætt fyrir stækkun lóðarinnar, hér eru lögð fram drög að samkomulagi um stækkunina.

         Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að ganga frá stækk­un lóð­ar í sam­ræmi við fram­lögð drög þar um.

         • 9. Drög að regl­um um launa­laus leyfi201104226

          557. fundur bæjarstjórnar vísaði tillögu varðandi reglur um launalaust leyfi til meðferðar bæjarráðs.

          Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HBA, HP, KT og SÓJ.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs til skoð­un­ar.

          • 10. Um­sókn starfs­manns um launa­laust leyfi201103454

           Til máls tóku: BH, HBA, SÓJ, HBA, HSv og JJB.

           Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að svara er­ind­inu.

           • 11. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2011201105023

            Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

             

            Til máls tóku: HSv, PJL, JJB, SÓJ

             

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir hér með að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga ohf. að fjár­hæð 400.000.000 kr.  til 13 ára, í sam­ræmi við skil­mála lán­veit­ing­ar­inn­ar sem liggja fyr­ir fund­in­um. Til trygg­ing­ar lán­inu standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 3. mgr. 73. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 45/1998. Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármagna af­borg­an­ir á gjald­daga hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga á ár­inu 2011 (123m) og til að fjár­magna upp­bygg­ingu grunn- og fram­halds­skóla (121m), upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja (25m), upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húss (10m) ásamt því að fjár­magna eft­ir­stöðv­ar af fram­kvæmda­kostn­aði grunn­skóla frá 2008 (121m), sbr. 3. gr. laga um stofn­un hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.

             

            Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga ohf. sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari. 

            • 12. Árs­reikn­ing­ur 2010201103038

             Á fundinum fara bæjarstjóri og fjármálastjóri yfir stöðu undirbúnings að framlagningu ársreiknings 2010, en síðan er, venju samkvæmt, gert ráð fyrir að ársreikningurinn verði sendur bæjarstjórnarmönnum sem trúnaðarskjal, að kröfu Kauphallarinnar, samhliða fundarboði bæjarstjórnar sem sent verður út á föstudaginn kemur.

             Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.

              

             Til máls tóku: HSv, PJL, BH, HBA og JJB.

              

             Á fund­in­um fóru bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri yfir stöðu und­ir­bún­ings að fram­lagn­ingu árs­reikn­ings 2010, en áætlað er að hann verði lagð­ur fram á næsta fundi bæj­ar­stjórn­ar.

             • 13. Er­indi Kópa­vogs­bæj­ar til Óbyggð­ar­nefnd­ar varð­andi stað­fest­ingu á stað­ar­mörk­um Kópa­vogs­bæj­ar201104182

              Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB og HSv. 

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að ann­ast rétt­ar­gæslu fyr­ir Mos­fells­bæ vegna máls­ins fyr­ir Óbyggðanefnd.

              • 14. Er­indi Al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni vegna frum­varps til laga um grunn­skóla201104183

               Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fræðslu­sviðs.

               • 15. Er­indi Jó­hann­es­ar Jóns­son­ar varð­andi hljóð­mön við hringtorg Bo­ga­tanga og Álfa­tanga201104203

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

                • 16. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi um­sögn um rekstr­ar­leyfi Golf­klúbbs Bakka­kots201104211

                 Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki at­huga­semd við starfs­leyfi hvað varð­ar opn­un­ar­tíma eða önn­ur at­riði eins og þau eru til­greind í fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

                 • 17. Er­indi Veislugarðs varð­andi nið­ur­fell­ingu á leigu á Hlé­garði201104216

                  Til máls tóku: BH, HSv, KT, HP og HBA.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að skoða er­ind­ið.

                  • 18. Kynn­is­ferð sveit­ar­stjór­ar­manna til Brus­sel 5.-9. júní nk.201104237

                   Til máls tóku: HSv og HBA.

                   Er­ind­ið lagt fram.

                   • 19. Um­sókn um styrk til Hand­ar­inn­ar201104241

                    Til máls tóku: KT og BH.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                    • 20. Árs­fund­ur nátt­úru­vernda­nefnda sveit­ar­fé­laga og Um­hverf­is­stofn­un­ar 2011201104248

                     Erindi Umhverfisstofnunar varðandi möguleika á að Mosfellsbær haldi ársfund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar haustið 2011.

                     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að verða við mála­leit­an um að árs­fund­ur nátt­úru­vernd­ar­nefnda sveit­ar­fé­laga og Um­hverf­is­stofn­un­ar verði hald­inn í Mos­fells­bæ. 

                     • 21. Er­indi Al­þing­is, um­sagn­ar­beiðni vegna frum­varps til laga varð­andi nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili201105010

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

                      • 22. Um­ferðarör­yggi við Lága­fells­skóla201105018

                       Frestað.

                       Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30