5. maí 2011 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir 1. varamaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrktarumsókn Specialisterne á Íslandi201103429
Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: BH og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja styrktarumsókn.
2. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Laxnes201104089
Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: BH, SÓJ, HP og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska frekari upplýsinga varðandi umsóknina.
3. Tillaga að gjaldskrá ársins 2011 vegna leigu á beitarhólfum og vegna handsömunar og vörslu hrossa201104098
Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: HSv, KT og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki athugasemd við tillögu Hestamannafélagsins Harðar varðandi gjaldskrártillögu félagsins vegna leigu á beitarhólfum og handsömunar- og vörslugjöldum vegna lausagönguhrossa.
4. Umhverfisstefna bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar 2011201104101
Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: BH, HBA, HSv, HP, JJB og KT.
Umhverfisstefna bæjarskrifstofa lögð fram til kynningar. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með stefnuna.
5. Ársreikningur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2010201104130
Frestað á 1026. fundi bæjarráðs.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB og HBA.
Ársreikningurinn lagður fram.
6. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni varðandi orlof201104157
Áður á dagskrá 1026. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að senda umsögn Mosfellsbæjar.
7. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Til máls tóku: BH, JJB, HSv og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði Mosfellsbæjar að bjóða út 1. áfanga, jarðvinnu við hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ.
8. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi200909667
Áður á dagskrá 975. fundar bæjarráð sem þá var jákvætt fyrir stækkun lóðarinnar, hér eru lögð fram drög að samkomulagi um stækkunina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að ganga frá stækkun lóðar í samræmi við framlögð drög þar um.
9. Drög að reglum um launalaus leyfi201104226
557. fundur bæjarstjórnar vísaði tillögu varðandi reglur um launalaust leyfi til meðferðar bæjarráðs.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, HBA, HP, KT og SÓJ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs til skoðunar.
10. Umsókn starfsmanns um launalaust leyfi201103454
Til máls tóku: BH, HBA, SÓJ, HBA, HSv og JJB.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
11. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2011201105023
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HSv, PJL, JJB, SÓJ
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011 (123m) og til að fjármagna uppbyggingu grunn- og framhaldsskóla (121m), uppbyggingu íþróttamannvirkja (25m), uppbyggingu menningarhúss (10m) ásamt því að fjármagna eftirstöðvar af framkvæmdakostnaði grunnskóla frá 2008 (121m), sbr. 3. gr. laga um stofnun hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
12. Ársreikningur 2010201103038
Á fundinum fara bæjarstjóri og fjármálastjóri yfir stöðu undirbúnings að framlagningu ársreiknings 2010, en síðan er, venju samkvæmt, gert ráð fyrir að ársreikningurinn verði sendur bæjarstjórnarmönnum sem trúnaðarskjal, að kröfu Kauphallarinnar, samhliða fundarboði bæjarstjórnar sem sent verður út á föstudaginn kemur.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HSv, PJL, BH, HBA og JJB.
Á fundinum fóru bæjarstjóri og fjármálastjóri yfir stöðu undirbúnings að framlagningu ársreiknings 2010, en áætlað er að hann verði lagður fram á næsta fundi bæjarstjórnar.
13. Erindi Kópavogsbæjar til Óbyggðarnefndar varðandi staðfestingu á staðarmörkum Kópavogsbæjar201104182
Til máls tóku: BH, SÓJ, JJB og HSv.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að annast réttargæslu fyrir Mosfellsbæ vegna málsins fyrir Óbyggðanefnd.
14. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga um grunnskóla201104183
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fræðslusviðs.
15. Erindi Jóhannesar Jónssonar varðandi hljóðmön við hringtorg Bogatanga og Álfatanga201104203
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
16. Erindi Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsögn um rekstrarleyfi Golfklúbbs Bakkakots201104211
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki athugasemd við starfsleyfi hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn.
17. Erindi Veislugarðs varðandi niðurfellingu á leigu á Hlégarði201104216
Til máls tóku: BH, HSv, KT, HP og HBA.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að skoða erindið.
18. Kynnisferð sveitarstjórarmanna til Brussel 5.-9. júní nk.201104237
Til máls tóku: HSv og HBA.
Erindið lagt fram.
19. Umsókn um styrk til Handarinnar201104241
Til máls tóku: KT og BH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
20. Ársfundur náttúruverndanefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2011201104248
Erindi Umhverfisstofnunar varðandi möguleika á að Mosfellsbær haldi ársfund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar haustið 2011.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við málaleitan um að ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar verði haldinn í Mosfellsbæ.
21. Erindi Alþingis, umsagnarbeiðni vegna frumvarps til laga varðandi nálgunarbann og brottvísun af heimili201105010
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
22. Umferðaröryggi við Lágafellsskóla201105018
Frestað.