Mál númer 201104248
- 9. nóvember 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #568
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Mosfellsbæ þann 27. október.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JS, HSv, HS og BH.</DIV><DIV><DIV>Bæjarfulltrúar Íbúahreyfingarinnar og Samfylkingar tóku undir bókun nefndarmanna S og M lista undir þessum dagskrárlið á 128. fundi umhverfisnefndar.</DIV></DIV><DIV> </DIV><DIV>Erindið lagt fram á 128. fundi umhverfisnefndar. Lagt fram á 568. fundi bæjarstjórnar.</DIV></DIV></DIV>
- 26. október 2011
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #128
Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Mosfellsbæ þann 27. október.
Til máls tóku BBj, ÖJ, SiG, SHP, AMEE, TGG
Erindi Umhverfisstofnunar vegna ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga í Mosfellsbæ þann 27. október n.k. lagt fram til kynningar.
Bókun S-lista og M-lista: <P style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt" class=MsoNormal><FONT size=3 face=Calibri>Fulltrúum Samfylkingarinnar og Íbúarhreyfingarinnar í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar þykir miður að ekki var haft samráð við nefndina við gerð dagskrár fundar Umhverfisstofnunar með náttúruverndarnefndum þann 27. október 2011 en þar gegna umhverfisfulltrúi og formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar veigamiklu hlutverki í dagskrá. Þessi þáttur umhverfisnefndar í dagskránni var ekki ræddur á fundum nefndarinnar. Betur hefði farið á því að hafa samráð við umhverfisnefnd, auk þess sem það hefði verið í takt við nýja lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar en þar er hvatt til lýðræðislegra vinnubragða í nefndarstarfi bæjarins.</FONT></P>
Bókun D og V lista:
Fulltrúar D og V lista gera athugasemdir við rangtúlkun fulltrúa S og M lista varðandi Umhverfisþing 27. október. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar sem slík kemur ekki að skipulagningu þingsins og þess vegna rangt að tala um ólýðræðisleg vinnubrögð í nefndinni í þessu samhengi.
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
Erindi Umhverfisstofnunar varðandi möguleika á að Mosfellsbær haldi ársfund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar haustið 2011.
<DIV>Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að ársfundurinn verði haldinn í Mosfellsbæ, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV>
- 5. maí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1027
Erindi Umhverfisstofnunar varðandi möguleika á að Mosfellsbær haldi ársfund náttúruverndarnefnda og Umhverfisstofnunar haustið 2011.
Samþykkt með þremur atkvæðum að verða við málaleitan um að ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar verði haldinn í Mosfellsbæ.