Mál númer 201104157
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
Áður á dagskrá 1026. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
<DIV><DIV><DIV>Til máls tók: JJB.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Íbúahreyfingin furðar sig á að þessi sjálfsögðu réttindi skuli ekki hafa komist á dagskrá stéttarfélaga og Samtökum atvinnulífsins fyrr en með tilskipun frá EES. Íbúahreyfingin telur að ASÍ og stéttarfélög þurfi að einbeita sér að réttindum launafólks fremur en að eyða tíma í að beita sér fyrir því að Ísland greiði ólögvarðar kröfur og stilla sér upp með fjármagnseigendum gegn launþegum og rýra kjör launafólks með ótal ógagnsæum sjóðum.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs, um að senda umsögn Mosfellsbæjar til Alþingis, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1026. fundar bæjarráðs, um að óska umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs, samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 5. maí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1027
Áður á dagskrá 1026. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs. Hjálögð er umsögnin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að senda umsögn Mosfellsbæjar.
- 28. apríl 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1026
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs.