Mál númer 201103038
- 25. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #559
Ársreikningur Mosfellsbæjar og stofnana hans var vísað til síðari umræðu á 558. fundi bæjarstjórnar.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Forseti gaf bæjarstjóra orðið og vísaði bæjarstjóri til umræðna og útskýringa frá fyrri umræðu um ársreikning 2010, en fór aftur yfir helstu lykiltölur ársreikningsins og þakkaði að lokum starfsmönnum og endurskoðenda bæjarins fyrir vel unnin störf.</DIV><DIV>Forseti ítrekaði þakkir til bæjarstjóra, starfsmanna og endurskoðenda bæjarins fyrir vel gerðan og vel framlagðan ársreikning.</DIV><DIV>Til máls tóku: KT, HSv, JJB, HBA, HP, HS og BH.</DIV><DIV><BR>Bókun Íbúahreyfingarinnar varðandi ársreikning Mosfellsbæjar 2010.</DIV><DIV>Íbúahreyfingin getur ekki samþykkt ársreikninga nema með fyrirvara þar sem endurskoðun þeirra er ábótavant. <BR>Við fyrri umræðu og í tölvupóstsamskiptum við endurskoðanda var bent á eftirfarandi:<BR>1. lóðirnar eru skráð eign Mosfellsbæjar og voru það fyrir útgáfu víxlanna.<BR>2. Fasteignir á að vera fasteign (ein fasteign)<BR>3. Fasteignin er eftir því sem við best vitum skráð eign Mosfellsbæjar<BR>4. Verðmat lóðanna og fasteignanna stórlega ofmetið þó það skipti litlu máli þar sem þær eru í eigu Mosfellsbæjar.<BR>5. Sjálfskuldarábyrgðin er ólöglegur gjörningur skv. sveitarstjórnarlögum og lögfræðingi Mosfellsbæjar sem gerði skýrslu um málið. Bann við sjálfskuldarábyrgð er sett til að verja íbúa sveitarfélagsins og því ber að hlýta undanbragðalaust. Þessi gjörningur er í skoðun hjá sveitarstjórnarráðuneytinu.<BR>6. Því hefur verið haldið fram að gjörningurinn sé hluti af daglegum rekstri, m.a. af endurskoðendum KPMG sem þýðir þá að sambærilegar færslur ættu að finnast í bókhaldi Mosfellsbæjar, svo er ekki eða mér hefur ekki verið sýnt fram á að svo sé, auk þess kom málið fyrir bæjarráð og bæjarstjórn sem ekki er venjan fyrir mál sem tengjast daglegum rekstri.</DIV><DIV><BR>Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.</DIV><DIV>Samfylkingin lýsir áhyggjum af skuldastöðu Mosfellsbæjar. Skuldir bæjarins við lánastofnanir námu rúmum 6 milljörðum króna um síðustu áramót. Í endurskoðunarskýrslu ársins 2010 kemur fram að afborganir af langtímalánum næstu ára eru nokkru hærri fjárhæð en áætlað veltufé frá rekstri viðkomandi ára. Þar segir einnig að til lengri tíma litið þurfi veltufé frá rekstri að standa undir afborgunum langtímalána. Í því ljósi sé mikilvægt að ná meiri framlegð frá rekstri sveitarfélagsins til að standa undir afborgunum næstu ára. Að öðrum kosti sé fyrirséð að brúa þurfi bilið með nýrri lántöku nema til komi skuldbreytingar eða lengri afborgunartími. <BR>Fjárhagslega er Mosfellsbæ þröngur stakkur skorinn. Samfylkingin óttast að til að laga fjárhagslega stöðu bæjarins verði gripið til niðurskurðar á útgjöldum þar sem síst skyldi. Mjög margar fjölskyldur í bæjarfélaginu búa við þröngan kost vegna tekjuskerðingar á síðustu árum og atvinnuleysis. Á sama tíma hefur þjónusta við bæjarbúa verið skert, t.d með niðurskurði á framlögum til leik- og grunnskóla bæjarins og minni stuðningi við íþrótta- og tómstundastarf barna og unglinga. Að mati Samfylkingarinnar er ekki hægt að ganga lengra í niðurskurði á þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Það er skylda þeirra sem fara með stjórn bæjarfélagsins að standa vörð um velferð fjölskyldanna og þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.</DIV><DIV><BR>Bókun bæjarfulltrúa V- og D lista.</DIV><DIV>Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2010 gekk vel ef tekið er tillit til erfiðs efnahagsumhverfis. Rekstrarniðurstaða er í samræmi við áætlanir. Rekstrarafgangur af samstæðunni að undanskildum fjármagnsgjöldum var 206 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru um 415 milljónir og er því er rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði neikvæð sem nemur 205 milljónum á árinu 2010. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 182 milljónir króna. Framlegð er 453 milljónir sem nemur 13,2% af skatttekjum sem er mjög ásættanleg niðurstaða.</DIV><DIV>Bæjarstjórn ákvað í kjölfar efnahagshrunsins að milda áhrif efnahagsþrenginganna á íbúa sveitarfélagsins og dreifa þeim á þriggja ára tímabil. Traustur rekstur og lækkun skulda á árunum í aðdraganda hrunsins gerðu þetta m.a. kleift. Ekki voru umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám og útsvar var 9 punktum undir leyfilegu hámarki. Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að halli ársins 2010 verði unninn upp og í áætlun ársins 2011 er gert ráð fyrir rekstrarafgangi.<BR>Gott jafnvægi er á öllum almennum rekstri bæjarins en hagræðingaraðgerðir hafa skilað umtalsverðum árangri til að vega á móti tekjufalli vegna almenns samdráttar, verðlagshækkana og atvinnuleysis. Starfsfólk Mosfellsbæjar hefur sýnt mikla ráðdeild í rekstri stofnana en hefur um leið staðið vörð eins og kostur er um velferð fjölskyldna í þeim áætlunum sem unnið hefur verið eftir. <BR>Uppbyggingu í sveitarfélaginu var fram haldið á árinu 2010 þrátt fyrir krefjandi umhverfi. Nýr skóli var tekinn í notkun og gerðir voru samningar við ríkisvaldið um byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2011. Fjármögnun þeirra verkefna er tryggð á hagstæðum kjörum og einnig hefur Mosfellsbær unnið markvisst að því að lækka fjármagnskostnað með endurfjármögnum lána á hagstæðari kjörum.<BR>Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins nema samtals um 8,1 milljörðum en bókfært verðmæti eigna er 11,7 milljarðar og er eigið fé því 3,6 milljarðar. <BR>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar færir starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins við mjög svo erfiðar aðstæður. Bæjarbúum er þakkað fyrir auðsýndan skilning.</DIV><DIV><BR>Forseti bar upp ársreikninga bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningurinn staðfestur með sjö atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur úr samanteknum reikningi fyrir A og B hluta eru þessar í millj. kr. :</DIV><DIV>Rekstrarreikningur 1. 1. - 31. 12. 2010</DIV><DIV>Rekstrartekjur: 4.507,6 mkr.<BR>Rekstrargjöld: 4.301,6 mkr.<BR>Fjármagnsliðir: (-414,8) mkr.<BR>Tekjuskattur: 0</DIV><DIV>Rekstrarniðurstaða: (-204,7) mkr.</DIV><DIV><BR>Efnahagsreikningur 31. 12. 2010</DIV><DIV>Eignir: 11.672,2 mkr.<BR>Eigið fé: 3.597,2 mkr.<BR>Skuldir og skuldbindingar: 8.075,0 mkr.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
Á fundinum fara bæjarstjóri og fjármálastjóri yfir stöðu undirbúnings að framlagningu ársreiknings 2010, en síðan er, venju samkvæmt, gert ráð fyrir að ársreikningurinn verði sendur bæjarstjórnarmönnum sem trúnaðarskjal, að kröfu Kauphallarinnar, samhliða fundarboði bæjarstjórnar sem sent verður út á föstudaginn kemur.
<DIV><DIV>Afgreiðsla 1027. fundar bæjarráðs lögð fram, en umfjöllun um erindið hefur þegar farið fram undir fyrsta dagskrárlið þessa 558. fundar bæjarstjórnar.</DIV></DIV>
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
Ársreikningur Mosfellsbæjar og fyrirtækja fyrir árið 2010 veður lagður fram - fyrri umræða.
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Hlynur Sigurðsson (HLS) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri, Jóhanna B. Hansen (JBH) framkæmdastjóri umhverfissviðs og Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Forseti gaf Hlyni Sigurðssyni endurskoðanda Mosfellsbæjar orðið og fór hann yfir ársreikninginn bæði A hluta aðalsjóðs og B hluta stofnana Mosfellsbæjar vegna ársins 2010. Einnig fór hann yfir endurskoðunarskýrslu sína. Endurskoðandi þakkaði að lokum fyrir gott samstarf við starfsmenn við undirbúning að gerð ársreikningsins.<BR>Forseti þakkaði endurskoðanda fyrir hans tölu og útskýringar og færði að lokum öllum starfsmönnum bæjarins þakkir fyrir þeirra framlag við hve vel gekk á árinu að halda fjárhagsáætlun vegna hefðbundins reksturs. Hann þakkaði einnig skoðunarmönnum reikninga og endurskoðendum fyrir vel unnin störf við að undirbúa og ganga frá þessum ársreikningi.<BR> <BR>Þeir bæjarfulltrúar sem tóku til máls tóku undir þakkir til starfsmanna bæjarins fyrir vel unnin störf.<BR> <BR>Til máls tóku: KT, KLS, BH, HP, HBA, PJL, JJB og KGÞ.<BR> <BR>Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningnum til annarrar umræðu.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 5. maí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1027
Á fundinum fara bæjarstjóri og fjármálastjóri yfir stöðu undirbúnings að framlagningu ársreiknings 2010, en síðan er, venju samkvæmt, gert ráð fyrir að ársreikningurinn verði sendur bæjarstjórnarmönnum sem trúnaðarskjal, að kröfu Kauphallarinnar, samhliða fundarboði bæjarstjórnar sem sent verður út á föstudaginn kemur.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HSv, PJL, BH, HBA og JJB.
Á fundinum fóru bæjarstjóri og fjármálastjóri yfir stöðu undirbúnings að framlagningu ársreiknings 2010, en áætlað er að hann verði lagður fram á næsta fundi bæjarstjórnar.