Mál númer 201105023
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
<DIV><DIV><DIV><DIV><DIV><DIV>Til máls tóku: JJB, BH, HP og SÓJ.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Lánasjóður sveitarfélaga fer fram á bókun á bæjarráðsfundi vegna lántöku til þess að eiga fyrir útgjöldum vegna fjárhagsáætlunar 2011. Sem fyrr er bókun Lánasjóðsins ónákvæm þar sem bæjarstjóra er alls ekki veitt fullt og ótakmarkað umboð til lántökunnar. Umboðið er takmarkað eins og kemur fram í bókuninni. Íbúahreyfingin óskar eftir að bæjarrað vandi betur til bókana.</DIV><DIV>Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar.</DIV><DIV> </DIV><DIV> </DIV><DIV>Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000.000 kr.<BR>til 13 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011 (123m) og til að fjármagna uppbyggingu grunn- og framhaldsskóla (121m), uppbyggingu íþróttamannvirkja (25m), uppbyggingu menningarhúss (10m) ásamt því að fjármagna eftirstöðvar af framkvæmdakostnaði grunnskóla frá 2008 (121m), sbr. 3. gr. laga um stofnun hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.</DIV><DIV><BR>Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Samþykkt með sjö atkvæðum.</DIV></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 5. maí 2011
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1027
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Til máls tóku: HSv, PJL, JJB, SÓJ
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er lánið tekið til endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2011 (123m) og til að fjármagna uppbyggingu grunn- og framhaldsskóla (121m), uppbyggingu íþróttamannvirkja (25m), uppbyggingu menningarhúss (10m) ásamt því að fjármagna eftirstöðvar af framkvæmdakostnaði grunnskóla frá 2008 (121m), sbr. 3. gr. laga um stofnun hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.