17. október 2024 kl. 11:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
- Elín Adriana Biraghi aðalmaður
- Ársól Ella Hallsdóttir aðalmaður
- Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
- Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður
- Grettir Þór Gunnarsson aðalmaður
- Guðrún Sif Árnadóttir aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Lena Amirsdóttir Mulamuhic og Edda Davíðsdóttir
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áherslur ungmennaráðs 2024-25202410724
Umræður um áherslur og málefni.
Farið yfir áherslur og málefni sem áhugi er á að skoða á þessari önn.
Ungmennaráð vill einnig minna starfmenn Mosfellsbæjar, ráð og nefndir á Ungmennaráð og mikilvægi þess.
2. Fundur UNICEF og Umboðsmanns barna með börnum um Strætó202410438
UNICEF á Íslandi og Umboðsmaður barna boðuðu ungmennaráð sveitarfélaganna á fund sinn til að ræða og skoða stöðu barna þegar kemur að strætónotkun. Frá Mosfellsbæ mættu fjórir aðilar úr ungmennaráði ásamt starfsmanni Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins.
Farið var yfir efni fundarins og fundargerð. Mikil ánægja var með fundinn og vill ungmennaráð þakka fyrir góðan fund og umræður.
Meðfylgjandi er fundargerð fundarins.
3. Farsæld barna 2024202403152
Kynning á farsæld barna. Á fund ráðsins mætir ELvar Jónsson leiðtogi farsældar barna.
Elvar Jónsson kom á fundinn. Farið var yfir umræður sem fulltrúar ungmennaráðs fór í með foreldrum sínum og jafnöldrum varðandi verkefnið farsæld barna. Einnig var umræða um hvernig hægt væri að kynna "farsældina" vel fyrir börnum, ungmennum og foreldrum. Hugmyndir um að gera myndband, kynningar á samfélagsmiðlum og jafnvel opinn fund eða þing með nemendum í Mosfellsbæ.