Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. október 2024 kl. 11:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
  • Júlía Rós Kristinsdóttir aðalmaður
  • Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
  • Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
  • Elín Adriana Biraghi aðalmaður
  • Ársól Ella Hallsdóttir aðalmaður
  • Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
  • Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Grettir Þór Gunnarsson aðalmaður
  • Guðrún Sif Árnadóttir aðalmaður
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
  • Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið

Fundargerð ritaði

Lena Amirsdóttir Mulamuhic og Edda Davíðsdóttir


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áhersl­ur ung­menna­ráðs 2024-25202410724

    Umræður um áherslur og málefni.

    Far­ið yfir áhersl­ur og mál­efni sem áhugi er á að skoða á þess­ari önn.

    Ung­mennaráð vill einn­ig minna starf­menn Mos­fells­bæj­ar, ráð og nefnd­ir á Ung­mennaráð og mik­il­vægi þess.

    • 2. Fund­ur UNICEF og Um­boðs­manns barna með börn­um um Strætó202410438

      UNICEF á Íslandi og Umboðsmaður barna boðuðu ungmennaráð sveitarfélaganna á fund sinn til að ræða og skoða stöðu barna þegar kemur að strætónotkun. Frá Mosfellsbæ mættu fjórir aðilar úr ungmennaráði ásamt starfsmanni Félagsmiðstöðvarinnar Bólsins.

      Far­ið var yfir efni fund­ar­ins og fund­ar­gerð. Mik­il ánægja var með fund­inn og vill ung­mennaráð þakka fyr­ir góð­an fund og um­ræð­ur.

      Með­fylgj­andi er fund­ar­gerð fund­ar­ins.

      • 3. Far­sæld barna 2024202403152

        Kynning á farsæld barna. Á fund ráðsins mætir ELvar Jónsson leiðtogi farsældar barna.

        Elv­ar Jóns­son kom á fund­inn. Far­ið var yfir um­ræð­ur sem full­trú­ar ung­menna­ráðs fór í með for­eldr­um sín­um og jafn­öldr­um varð­andi verk­efn­ið far­sæld barna. Einn­ig var um­ræða um hvern­ig hægt væri að kynna "far­sæld­ina" vel fyr­ir börn­um, ung­menn­um og for­eldr­um. Hug­mynd­ir um að gera mynd­band, kynn­ing­ar á sam­fé­lags­miðl­um og jafn­vel op­inn fund eða þing með nem­end­um í Mos­fells­bæ.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30