14. nóvember 2024 kl. 11:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Lena Amirsdóttir Mulamuhic aðalmaður
- Baldur Ari Hjörvarsson aðalmaður
- Margrét Ólöf Bjarkadóttir aðalmaður
- Elín Adriana Biraghi aðalmaður
- Hólmfríður Birna Hjaltested aðalmaður
- Ingibjörg Guðný Guðmundsdóttir aðalmaður
- Grettir Þór Gunnarsson aðalmaður
- Guðrún Sif Árnadóttir aðalmaður
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslu- og frístundasvið
- Emma Íren Egilsdóttir fræðslu- og frístundasvið
Fundargerð ritaði
Lenu Amirsdóttir Mulamuhic og Edda Davíðsdóttir
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk frá Mennta-og barnamálaráðuneyti um samráð við ungmennaráð um samráðsgátt barna202411157
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur óska eftir samráði við ungmennaráð á Íslandi vegna vinnu við samráðsgátt barna. Samráðsgátt barna er hluti af aðgerðaáætlun í stefnu um barnvænt Ísland - framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðgerð 1.3. Sem hluti af þessari vinnu viljum við leita eftir áliti barna og ungmenna, meðal annars á því hvernig eigi að ná til ungmenna, hvaða málefni eigi að fara í samráðsgátt barna og með hvaða hætti er best að koma þeim til skila svo tryggt sé að upplýsingarnar séu auðskiljanlegar.
Á fund ráðsins kom Gísli Ólafson. Hann kynnti hugmynd að nýrri samráðsgátt fyrir ungt fólk. Umræða var um hvaða málefni ættu að fara þar inn og hvernig væri best að kynna og vekja áhuga ungs fólks á þeim málefnum. Ungmennaráð þakkar Gísla kærlega fyrir komuna og fyrir áhugaverða kynningu.
Gestir
- Gísli Ólafsson, sérfræðingur hjá Mennta- og barnamálaráðuneyti
2. Farsæld barna 2024202403152
Áfram unnið með Elvari Jónssyni leiðtogs farsældar barna að hugmyndarvinnu vegna kynningar og fræðslu á "farsæld barna".
Rætt um þá hugmynd að halda ungmennaþing eftir áramót. Þar yrði farsæld barna kynnt og þáttakendur fengju á sama tíma tækifæri til að koma með spurningar og hugmyndir fyrir ungmennaráð til að taka áfram til bæjarstjórnar. Væri gaman ef að hópurinn væri þá búin að búa til myndbönd og litlar kynningar um farsæld barna.
Gestir
- Elvar Jónsson
3. Áherslur Ungmennaráðs 2024-25202410724
Farið yfir áherslur Ungmennaráðs 2024-25
Nýr sviðstjóri fræðslu- og frístundamála kom á fund ráðsins í spjall. Ungmennaráð þakkar kærlega fyrir heimsóknina.
ýmis önnur mál rædd.
Áherslur og vinnuskjal meðfylgjandiGestir
- Ólöf Sívertsen