31. maí 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Michele Rebora (MR) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Litlaselshæð L226501 frístundabyggð við Selvatn - nýtt deiliskipulag202303227
Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð norðan við Selvatn. Uppdrættir og tillaga hefur verið uppfærð til samræmis við efnislegar umsagnir og athugasemdir sem kynntar voru á 593. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru drög að svörum innsendra athugasemda.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum uppfærða deiliskipulagstillögu ásamt tillögu skipulagsfulltrúa að svörun og umsögnum innsendra athugasemda, með vísan til samantektar og minnisblaðs. Deiliskipulagið skal hljóta afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. L125331 við Selmerkurveg - deiliskipulag frístundabyggðar202310327
Skipulagsnefnd samþykkti á 608. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg í samræmi við skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi landeigenda. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2024 til og með 27.05.2024. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 16.04.2024, Umhverfisstofnun, dags. 15.05.2024 og Landsneti, dags. 21.05.2024.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu máls.
3. Langitangi 11-13 - deiliskipulagsbreyting202402282
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir fjölbýlishúsalóð að Langtanga 11-13, næst miðbæ Mosfellsbæjar við Bjarkarholt. Markmið tillögunnar er að aðlaga byggingaráform betur aðstæðum lands og lóðar. Jafnframt er íbúðum fjölgað um 16, byggingarmagn ofanjarðar er minnkað og heimildir auknar í bílakjallara. Í stað tveggja fjölbýla er byggingarkroppum skipt upp í þrennt, þeir færðir fjær byggð við Hamraborg, hæð hluta bygginga lækkuð, skilmálar settir um stiga- og lyftukjarna auk nýrra ákvæða um hönnun og uppbrot húsa. Tenging lóðar við Langatanga endurskoðuð, innkeyrsla bílakjallara færð og skilmálar fyrir bílastæði uppfærðir. Breytingin er framsett á uppdrætti, með greinargerð, skuggavarpi og þrívídd. Gögn eru unnin af Undra arkitektum.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að kynna og auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Langatanga 11-13 skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og með kynningarbréfum.
4. Athugasemd Hestamannafélagsins Harðar við fyrirhugaða stækkun Hlíðavallar202405065
Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1625. fundi sínum til kynningar í skipulagsnefnd athugasemdabréfi Hestamannafélagsins Harðar vegna hugmynda um stækkun Hlíðavallar.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á mikilvægi samráðs við hagaðila og íbúa vegna nýrra tillagna um breytta legu golfvallarins. Markmið breytinga vallarins byggja á úrbótum á öryggismálum og frekari samþættingu útivistar, ólíkra íþrótta og íbúðabyggðar við fjörur Leiruvogs. Skipulagsnefnd áréttar að enn hafa ekki öll hönnunargögn skipulags verið unnin.GÍ undirbúningi eru aðal- og deiliskipulagstillögur sem munu á síðari stigum fara í lögbundið samráðs- og kynningarferli í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
5. Led auglýsingaskilti á bæjarlandi við Baugshlíð202404350
Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1625. fundi sínum til efnislegrar meðferðar skipulagsnefndar hugmyndum um nýtt LED ljósaskilti við gatnamót Vesturlandsvegar og Baugshlíðar, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að undirbúa skipulag og skipulagsbreytingu fyrir nýtt LED auglýsingaskilti við gatnamót Vesturlandsvegar og Baugshlíðar.
6. Við Krókatjörn úr landi Miðdals L125210 - deiliskipulag frístundalóðar202405259
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að L125210, með ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir frístundalóð við Krókatjörn. Hjálögð tillaga sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að nýtt deiliskipulag skuli auglýst skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt á vef sveitarfélagsins mos.is, Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Lögbirtingablaðinu og með kynningarbréfum.
7. Mosfell L193876 í Mosfellsdal - ósk um deiliskipulagsgerð202405283
Borist hefur erindi frá Karli Arnarssyni, dags. 18.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð fyrir landið L193876 við Dalsgarð í Mosfellsdal. Hjálögð skýringarmynd sýnir uppskiptingu lands í sex íbúðarhúsalóðir um 1 ha hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er frá Æsustaðavegi.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að heimila umsækjanda skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga, að vinna tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Skipulagsnefnd áréttar jafnframt að uppbygging innviða á einkalandi er á höndum landeigenda.
8. Fellshlíð við Helgafell - ósk um skipulag og uppbyggingu202405235
Borist hefur erindi frá Erni Guðmundssyni, dags. 15.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð lóðar að Fellshlíð í Helgafelli. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn. Auk þess er óskað eftir úthlutun lands í eigu sveitarfélagsins, sunnan Fellshlíðar.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að funda með málsaðila.
9. Ný vatnslögn meðfram Skarhólabraut niður að Víðiteig - framkvæmdaleyfi202405444
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum vegna lagningu nýrrar stofnlagnar vatnsveitu meðfram Skarhólabraut til austurs í átt að Víðiteig, í samræmi við gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
10. Óskotsland - framkvæmdaleyfi202405291
Borist hefur erindi frá Orkuveitunni, dags. 16.05.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimild fyrir lagningu loftlínu, Óskotslínunu, í jörðu í landi Mosfellsbæjar Óskotsvegi 1 L191851.
Lagning Óskotslínu í jörðu má ekki hafa áhrif á vegstæði Óskotsvegar sem aðkomu frístundahúsa og landareigna á svæðinu. Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að rýna gögn og vegstæði sérstaklega. Með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu rýni samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Gangi staðsetning Óskotslínu í jörðu upp skal samningum um kvöð vísað til bæjarráðs.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 79202405023F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
11.1. Hamrabrekkur 4 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, 202401588
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 75. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform vegna nýbyggingar frístundahúss að Hamrabrekkum 4. Um er að ræða 129,9 m² einnar hæðar timburhús, í samræmi við gögn. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna, sem send voru til þinglýstra eigenda lóða að Hamrabrekkum 2, 3, 4, 5, 6 og Miðdalslandi L221372. Athugasemdafrestur var frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
11.2. Hlíðartún 2A-2B - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202401629
Skipulagsfulltrúi samþykkti á 75. fundi sínum að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi og byggingaráform fyrir íbúðarhús að Hlíðartúni 2A-2B. Um er að ræða steinsteypt einnar hæðar parhús, Hlíðartún 2A, 122,0 m² og Hlíðartún 2B, 131,9 m², í samræmi við gögn. Um er að ræða breytt áform frá grenndarkynningu sömu lóðar, dags. 19.01.2023. Tillagan var kynnt og gögn höfð aðgengileg á vef sveitarfélagsins, mos.is, og auglýst með kynningarbréfi auk gagna sem send voru til þinglýstra eigenda að Aðaltúni 6, 8, 10, 12, 14, 16, Hlíðartúni 2, 2a og 2b og Lækjartúni 1. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2024 til og með 13.05.2024. Umsögn barst frá Sighvati Elefsen, Aðaltúni 14, dags. 23.04.2024. Ekki var um efnislegar athugasemdir að ræða.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 522202405038F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
12.1. Birkiteigur 1 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1 202405091
Ólafur Gestur Arnalds Birkiteig 1 sækir um leyfi til breytinga útfærslu veggsvala á einbýlishúsi á lóðinni Birkiteigur nr. 1 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.2. Hamrabrekkur 4 - Umsókn um byggingarheimild - Flokkur 1, 202401588
Egill Þórir Einarsson Vættaborgum 38 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn.
Umsókn um byggingarheimild var grenndarkynnt, athugasemdafrestur var frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024, engar athugasemdir bárust.
Stærðir: 129,9 m², 378,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.3. Huldugata 6-8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202404339
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu þriggja hæða 30 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Huldugata nr. 6-8, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir:
1. hæð 828,2 m², 2.408,1 m³.
2. hæð 747,0 m², 2.207,2 m³.
3. hæð 747,0 m², 2.207,2 m³.Samtals: 2.322,2 m², 7.221,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.4. Litlikriki 39 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202404634
Sigurður Eggert Ingason Litlakrika 39 sækir um leyfi til breytinga innra skipulags tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Litlikriki nr. 39 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Fundargerð lögð fram til kynningar.