Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. maí 2024 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Sævar Birgisson (SB) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Michele Rebora (MR) vara áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen sviðsstjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Litla­sels­hæð L226501 frí­stunda­byggð við Selvatn - nýtt deili­skipu­lag202303227

    Lögð er fram til afgreiðslu uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir frístundabyggð norðan við Selvatn. Uppdrættir og tillaga hefur verið uppfærð til samræmis við efnislegar umsagnir og athugasemdir sem kynntar voru á 593. fundi nefndarinnar. Hjálögð eru drög að svörum innsendra athugasemda.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um upp­færða deili­skipu­lagstil­lögu ásamt til­lögu skipu­lags­full­trúa að svörun og um­sögn­um inn­sendra at­huga­semda, með vís­an til sam­an­tekt­ar og minn­is­blaðs. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    • 2. L125331 við Sel­merk­ur­veg - deili­skipu­lag frí­stunda­byggð­ar202310327

      Skipulagsnefnd samþykkti á 608. fundi sínum að kynna nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Selmerkurveg í samræmi við skv. 40. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst og gögn gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar, mos.is, Skipulagsgáttinni, Lögbirtingablaðinu, Mosfellingi og með kynningarbréfum til aðliggjandi landeigenda. Athugasemdafrestur var frá 11.04.2024 til og með 27.05.2024. Umsagnir bárust frá Veitum ohf., dags. 16.04.2024, Umhverfisstofnun, dags. 15.05.2024 og Landsneti, dags. 21.05.2024.

      Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa áfram­hald­andi vinnu máls.

      • 3. Langi­tangi 11-13 - deili­skipu­lags­breyt­ing202402282

        Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir fjölbýlishúsalóð að Langtanga 11-13, næst miðbæ Mosfellsbæjar við Bjarkarholt. Markmið tillögunnar er að aðlaga byggingaráform betur aðstæðum lands og lóðar. Jafnframt er íbúðum fjölgað um 16, byggingarmagn ofanjarðar er minnkað og heimildir auknar í bílakjallara. Í stað tveggja fjölbýla er byggingarkroppum skipt upp í þrennt, þeir færðir fjær byggð við Hamraborg, hæð hluta bygginga lækkuð, skilmálar settir um stiga- og lyftukjarna auk nýrra ákvæða um hönnun og uppbrot húsa. Tenging lóðar við Langatanga endurskoðuð, innkeyrsla bílakjallara færð og skilmálar fyrir bílastæði uppfærðir. Breytingin er framsett á uppdrætti, með greinargerð, skuggavarpi og þrívídd. Gögn eru unnin af Undra arkitektum.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að kynna og aug­lýsa deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Langa­tanga 11-13 skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi, Lög­birt­inga­blað­inu og með kynn­ing­ar­bréf­um.

        • 4. At­huga­semd Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar við fyr­ir­hug­aða stækk­un Hlíða­vall­ar202405065

          Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1625. fundi sínum til kynningar í skipulagsnefnd athugasemdabréfi Hestamannafélagsins Harðar vegna hugmynda um stækkun Hlíðavallar.

          Skipu­lags­nefnd legg­ur áherslu á mik­il­vægi sam­ráðs við hag­að­ila og íbúa vegna nýrra til­lagna um breytta legu golf­vall­ar­ins. Markmið breyt­inga vall­ar­ins byggja á úr­bót­um á ör­ygg­is­mál­um og frek­ari sam­þætt­ingu úti­vist­ar, ólíkra íþrótta og íbúða­byggð­ar við fjör­ur Leiru­vogs. Skipu­lags­nefnd árétt­ar að enn hafa ekki öll hönn­un­ar­gögn skipu­lags ver­ið unn­in.GÍ und­ir­bún­ingi eru aðal- og deili­skipu­lagstil­lög­ur sem munu á síð­ari stig­um fara í lög­bund­ið sam­ráðs- og kynn­ing­ar­ferli í sam­ræmi við skipu­lagslög nr. 123/2010.

          • 5. Led aug­lýs­inga­skilti á bæj­ar­landi við Baugs­hlíð202404350

            Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1625. fundi sínum til efnislegrar meðferðar skipulagsnefndar hugmyndum um nýtt LED ljósaskilti við gatnamót Vesturlandsvegar og Baugshlíðar, í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

            Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að und­ir­búa skipu­lag og skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir nýtt LED aug­lýs­inga­skilti við gatna­mót Vest­ur­lands­veg­ar og Baugs­hlíð­ar.

            • 6. Við Króka­tjörn úr landi Mið­dals L125210 - deili­skipu­lag frí­stunda­lóð­ar202405259

              Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að L125210, með ósk um heimild til deiliskipulagsgerðar fyrir frístundalóð við Krókatjörn. Hjálögð tillaga sýnir uppskiptingu lands í fjórar frístundahúsalóðir um 0,6 ha. hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er um einkavegi frá Nesjavallavegi.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að nýtt deili­skipu­lag skuli aug­lýst skv. 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an skal kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins mos.is, Skipu­lags­gátt­inni, Mos­fell­ingi, Lög­birt­inga­blað­inu og með kynn­ing­ar­bréf­um.

              • 7. Mos­fell L193876 í Mos­fells­dal - ósk um deili­skipu­lags­gerð202405283

                Borist hefur erindi frá Karli Arnarssyni, dags. 18.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð fyrir landið L193876 við Dalsgarð í Mosfellsdal. Hjálögð skýringarmynd sýnir uppskiptingu lands í sex íbúðarhúsalóðir um 1 ha hver, í samræmi við ákvæði gildandi aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030. Aðkoma er frá Æsustaðavegi.

                Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila um­sækj­anda skv. 2. mgr. 38. gr. skipu­lagslaga, að vinna til­lögu að deili­skipu­lagi í sam­ræmi við 40. og 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.Skipu­lags­nefnd árétt­ar jafn­framt að upp­bygg­ing inn­viða á einkalandi er á hönd­um land­eig­enda.

                • 8. Fells­hlíð við Helga­fell - ósk um skipu­lag og upp­bygg­ingu202405235

                  Borist hefur erindi frá Erni Guðmundssyni, dags. 15.05.2024, með ósk um deiliskipulagsgerð lóðar að Fellshlíð í Helgafelli. Óskað er eftir heimild til að fjölga byggingarreitum, byggingum og auka byggingarmagn. Auk þess er óskað eftir úthlutun lands í eigu sveitarfélagsins, sunnan Fellshlíðar.

                  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að funda með máls­að­ila.

                  • 9. Ný vatns­lögn með­fram Skar­hóla­braut nið­ur að Víði­teig - fram­kvæmda­leyfi202405444

                    Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá MosVeitum vegna lagningu nýrrar stofnlagnar vatnsveitu meðfram Skarhólabraut til austurs í átt að Víðiteig, í samræmi við gögn.

                    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.

                    • 10. Óskots­land - fram­kvæmda­leyfi202405291

                      Borist hefur erindi frá Orkuveitunni, dags. 16.05.2024, með ósk um framkvæmdaleyfi og heimild fyrir lagningu loftlínu, Óskotslínunu, í jörðu í landi Mosfellsbæjar Óskotsvegi 1 L191851.

                      Lagn­ing Óskots­línu í jörðu má ekki hafa áhrif á veg­stæði Óskots­veg­ar sem að­komu frí­stunda­húsa og land­ar­eigna á svæð­inu. Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að rýna gögn og veg­stæði sér­stak­lega. Með fyr­ir­vara um já­kvæða nið­ur­stöðu rýni sam­þykk­ir skipu­lags­nefnd með 5 at­kvæð­um að fela skipu­lags­full­trúa að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012. Gangi stað­setn­ing Óskots­línu í jörðu upp skal samn­ing­um um kvöð vísað til bæj­ar­ráðs.

                      Fundargerðir til kynningar

                      • 11. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 79202405023F

                        Fundargerð lögð fram til kynningar.

                        Lagt fram.

                        • 11.1. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202401588

                          Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 75. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform vegna ný­bygg­ing­ar frí­stunda­húss að Hamra­brekk­um 4. Um er að ræða 129,9 m² einn­ar hæð­ar timb­ur­hús, í sam­ræmi við gögn. Til­lag­an var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna, sem send voru til þing­lýstra eig­enda lóða að Hamra­brekk­um 2, 3, 4, 5, 6 og Mið­dalslandi L221372. At­huga­semda­frest­ur var frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Lagt fram.

                        • 11.2. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202401629

                          Skipu­lags­full­trúi sam­þykkti á 75. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir íbúð­ar­hús að Hlíð­ar­túni 2A-2B. Um er að ræða stein­steypt einn­ar hæð­ar par­hús, Hlíð­ar­tún 2A, 122,0 m² og Hlíð­ar­tún 2B, 131,9 m², í sam­ræmi við gögn. Um er að ræða breytt áform frá grennd­arkynn­ingu sömu lóð­ar, dags. 19.01.2023. Til­lag­an var kynnt og gögn höfð að­gengi­leg á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, og aug­lýst með kynn­ing­ar­bréfi auk gagna sem send voru til þing­lýstra eig­enda að Að­al­túni 6, 8, 10, 12, 14, 16, Hlíð­ar­túni 2, 2a og 2b og Lækj­ar­túni 1. At­huga­semda­frest­ur var frá 11.04.2024 til og með 13.05.2024. Um­sögn barst frá Sig­hvati Elef­sen, Að­al­túni 14, dags. 23.04.2024. Ekki var um efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir að ræða.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Lagt fram.

                        • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 522202405038F

                          Fundargerð lögð fram til kynningar.

                          Lagt fram.

                          • 12.1. Birki­teig­ur 1 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1 202405091

                            Ólaf­ur Gest­ur Arn­alds Birki­teig 1 sæk­ir um leyfi til breyt­inga út­færslu vegg­svala á ein­býl­is­húsi á lóð­inni Birki­teig­ur nr. 1 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.2. Hamra­brekk­ur 4 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild - Flokk­ur 1, 202401588

                            Eg­ill Þór­ir Ein­ars­son Vætta­borg­um 38 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                            Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild var grennd­arkynnt, at­huga­semda­frest­ur var frá 27.03.2024 til og með 30.04.2024, eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.
                            Stærð­ir: 129,9 m², 378,0 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.3. Huldugata 6-8 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202404339

                            Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu þriggja hæða 30 íbúða fjöl­býl­is­hús á lóð­inni Huldugata nr. 6-8, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                            Stærð­ir:
                            1. hæð 828,2 m², 2.408,1 m³.
                            2. hæð 747,0 m², 2.207,2 m³.
                            3. hæð 747,0 m², 2.207,2 m³.

                            Sam­tals: 2.322,2 m², 7.221,0 m³.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                          • 12.4. Litlikriki 39 - Um­sókn um bygg­ing­ar­heim­ild eða -leyfi - Flokk­ur 2, 202404634

                            Sig­urð­ur Eggert Inga­son Litlakrika 39 sæk­ir um leyfi til breyt­inga innra skipu­lags tveggja hæða ein­býl­is­húss á lóð­inni Litlikriki nr. 39 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                            Niðurstaða þessa fundar:

                            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45