14. nóvember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
- Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
- Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Heiða Ágústsdóttir Fagstjóri Garðyrkju
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2024 til 2027202303627
Fjárhagsáætlun málaflokka umhverfismála kynnt fyrir umhverfisnefnd.
Drög að fjárhagsáætlun málaflokka 08 og 11 lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.
Bókun fulltrúa L lista:
Í málefnasamningi núverandi meirihluta er lögð áhersla á að fagnefndir komi að gerð og undirbúningi fjárhagsáætlunar. Það eru fagleg og góð vinnubrögð.
Fulltrúa Vina Mosfellsbæjar þykir það miður að fjárhagsáætlun komandi árs komi fyrst inn á borð Umhverfisnefndar að lokinni fyrri umræðu í bæjarstjórn og þá einungis til kynningar.Bókun B, C og S lista:
Í bókun fulltrúa Vina Mosfellsbæjar gætir þess misskilnings að Umhverfisnefnd hafi ekki komið að undirbúningi fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 eins og aðrar nefndir sveitarfélagsins. Hið rétta er að á 239. fundi Umhverfisnefndar þann 27. júní 2023 var tekin umræða um liðinn
"Fjárhags- og fjárfestingaráætlun 2024 - umhverfissvið" þar sem farið var yfir undirbúning fjárhags- og fjárfestingaráætlunar. Á þeim fundi ræddi umhverfisnefndin þau verkefni sem nefndin vildi leggja áherslu á fyrir árið 2024 og sjá má í fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun sem nú eru til umræðu.2. Gjaldskrá sorphirðu 2024202310073
Fyrstu drög að nýrri gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2024 kynnt.
Drög að nýrri gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2024 kynnt og málið rætt.
3. Álanesskógur svar frá UST um leyfi til framkvæmda202310620
Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álanesskógi ásamt tillögum um næstu skref.
Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álanesskógi ásamt tillögum um næstu skref.
Umhverfisnefnd er jákvæð fyrir því að farið sé í vinnu við skipulagsáætlun ásamt viðauka á stjórnunar- og verndaráætlun.4. Sundabraut - matsáætlun202309521
Umsögn Mosfellsbæjar vegna matsáætlunar fyrir Sundabraut lögð fram til kynningar.
Umsögn Mosfellsbæjar um matsáætlun vegna áforma um Sundabraut lögð fram til kynningar.
5. Drög að samþykkt SSH um meðhöndlun úrgangs202311062
Drög að nýrri sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Drög að nýrri sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
6. Kynning OR og ON á hugmyndum tengt vindorku202305818
Ásgeir Sveinsson fulltrú D lista vék af fundi kl 08:00Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar koma og kynna fyrir umhverfisnefnd og skipulagsnefnd Mosfellsbæjar tækifæri í orkuöflun tengt vindorku.
Fulltrúar OR og ON mættu til fundarins og kynntu tækifæri í vindorku. Fulltrúar skipulagsnefndar Sævar Birgisson, Valdimar Birgisson og Hjörtur Arnarson, ásamt Kristni Pálssyni skipulagsfulltrúa, sátu þennan dagskrárlið.
Umhverfisnefnd þakkar góða kynningu frá OR og ON.Gestir
- Vala Hjörleifsdóttir
- Harpa Pétursdóttir
- Hildur Kristjánsdóttir