Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. nóvember 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Örvar Jóhannsson (ÖJ) formaður
 • Þorbjörg Sólbjartsdóttir (ÞS) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson (RBH) aðalmaður
 • Reynir Matthíasson (RM) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varamaður
 • Haukur Örn Harðarson (HÖH) vara áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Heiða Ágústsdóttir umhverfissvið
 • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Heiða Ágústsdóttir Fagstjóri Garðyrkju


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2024 til 2027202303627

  Fjárhagsáætlun málaflokka umhverfismála kynnt fyrir umhverfisnefnd.

  Drög að fjár­hags­áætlun mála­flokka 08 og 11 lögð fyr­ir um­hverf­is­nefnd til kynn­ing­ar.

  Bók­un full­trúa L lista:
  Í mál­efna­samn­ingi nú­ver­andi meiri­hluta er lögð áhersla á að fag­nefnd­ir komi að gerð og und­ir­bún­ingi fjár­hags­áætl­un­ar. Það eru fag­leg og góð vinnu­brögð.
  Full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar þyk­ir það mið­ur að fjár­hags­áætlun kom­andi árs komi fyrst inn á borð Um­hverf­is­nefnd­ar að lok­inni fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn og þá ein­ung­is til kynn­ing­ar.

  Bók­un B, C og S lista:
  Í bók­un full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar gæt­ir þess mis­skiln­ings að Um­hverf­is­nefnd hafi ekki kom­ið að und­ir­bún­ingi fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir árið 2024 eins og að­r­ar nefnd­ir sveit­ar­fé­lags­ins. Hið rétta er að á 239. fundi Um­hverf­is­nefnd­ar þann 27. júní 2023 var tekin um­ræða um lið­inn
  "Fjár­hags- og fjár­fest­ingaráætlun 2024 - um­hverf­is­svið" þar sem far­ið var yfir und­ir­bún­ing fjár­hags- og fjár­fest­ingaráætl­un­ar. Á þeim fundi ræddi um­hverf­is­nefnd­in þau verk­efni sem nefnd­in vildi leggja áherslu á fyr­ir árið 2024 og sjá má í fyr­ir­liggj­andi drög­um að fjár­hags­áætlun sem nú eru til um­ræðu.

  • 2. Gjaldskrá sorp­hirðu 2024202310073

   Fyrstu drög að nýrri gjaldskrá sorphirðu og meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2024 kynnt.

   Drög að nýrri gjaldskrá sorp­hirðu og með­höndl­un úr­gangs fyr­ir árið 2024 kynnt og mál­ið rætt.

   • 3. Ála­nes­skóg­ur svar frá UST um leyfi til fram­kvæmda202310620

    Lagt fram til kynningar svarbréf umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álanesskógi ásamt tillögum um næstu skref.

    Lagt fram til kynn­ing­ar svar­bréf um­hverf­is­stofn­un­ar vegna fyr­ir­hug­aðra fram­kvæmda í Ála­nes­skógi ásamt til­lög­um um næstu skref.
    Um­hverf­is­nefnd er já­kvæð fyr­ir því að far­ið sé í vinnu við skipu­lags­áætlun ásamt við­auka á stjórn­un­ar- og verndaráætlun.

   • 4. Sunda­braut - matsáætlun202309521

    Umsögn Mosfellsbæjar vegna matsáætlunar fyrir Sundabraut lögð fram til kynningar.

    Um­sögn Mos­fells­bæj­ar um matsáætlun vegna áforma um Sunda­braut lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 5. Drög að sam­þykkt SSH um með­höndl­un úr­gangs202311062

     Drög að nýrri sameiginlegri samþykkt um meðhöndlun úrgangs fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

     Drög að nýrri sam­eig­in­legri sam­þykkt um með­höndl­un úr­gangs fyr­ir sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar.

     • 6. Kynn­ing OR og ON á hug­mynd­um tengt vindorku202305818

      Ás­geir Sveins­son fulltrú D lista vék af fundi kl 08:00

      Fulltrúar frá Orkuveitu Reykjavíkur og Orku Náttúrunnar koma og kynna fyrir umhverfisnefnd og skipulagsnefnd Mosfellsbæjar tækifæri í orkuöflun tengt vindorku.

      Full­trú­ar OR og ON mættu til fund­ar­ins og kynntu tæki­færi í vindorku. Full­trú­ar skipu­lags­nefnd­ar Sæv­ar Birg­is­son, Valdi­mar Birg­is­son og Hjört­ur Arn­ar­son, ásamt Kristni Páls­syni skipu­lags­full­trúa, sátu þenn­an dag­skrárlið.
      Um­hverf­is­nefnd þakk­ar góða kynn­ingu frá OR og ON.

      Gestir
      • Vala Hjörleifsdóttir
      • Harpa Pétursdóttir
      • Hildur Kristjánsdóttir
     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45