Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

24. ágúst 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
 • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
 • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Hlé­garð­ur um­sagn­ar­beiðni um tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi vegna fjár­öfl­un­ar­kvölds202308360

  Frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi fyrir fjáröflunarkvöld Aftureldingar í Hlégarði þann 31. ágúst nk.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við fyr­ir­liggj­andi um­sókn um tæki­færis­leyfi fyr­ir fjár­öfl­un­ar­kvöld Aft­ur­eld­ing­ar í Hlé­garði 31. ág­úst næst­kom­andi

 • 2. Ís­lands­mót­ið í skák í Mos­fells­bæ 2024202308297

  Erindi frá Skáksambandi Íslands þar sem óskað er eftir stuðningi við að halda Íslandsmót í skák í Mosfellsbæ vorið 2024.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs og bæj­ar­stjóra.

 • 3. End­ur­nýj­un eldri lóða­leigu­samn­inga í Mos­fells­bæ202301505

  Tillaga um að veitt verði heimild til framlengingar lóðaleigusamninga í eldri hverfum til 1. júlí 2075.

  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að end­ur­nýja lóða­leigu­samn­inga í eldri hverf­um til 1. júlí 2075 í sam­ræmi við for­send­ur í fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

  Gestir
  • Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi
  • 4. Staða inn­leið­ing­ar á nýju sorp­flokk­un­ar­kerfi202308282

   Kynning frá umhverfissviði á innleiðingu nýs sorpflokkunarkerfis.

   Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs og Katrín Dóra Þor­steins­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri á um­hverf­is­sviði kynntu stöðu á inn­leið­ingu nýs sorp­flokk­un­ar­kerf­is.

   Gestir
   • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri
   • 5. Eld­hús­stofa við Reykja­kot, ný­fram­kvæmd202308506

    Óskað er eftir að bæjarráð heimili útboð á endurnýjun mötuneytiseldhús leikskólans Reykjakots.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 5 at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að bjóða út fær­an­lega kennslu­stofu sem hýs­ir mötu­neytiseld­hús leik­skól­ans Reykja­kots í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­lögu.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, deildarstjóri framkvæmda
    • 6. Hvít­bók um hús­næð­is­mál202308533

     Erindi frá innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á hvítbók um húsnæðismál í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 4. september nk.

     Lagt fram.

    • 7. Reglu­gerð um íbúa­kosn­ing­ar sveit­ar­fé­laga202308589

     Erindi frá Innviðaráðuneytinu þar sem vakin er athygli á að drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hefur verið birt í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til og með 1. september nk.

     Lagt fram.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:45