19. maí 2025 kl. 10:00,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Grenndarstöð við Vefarastræti í Helgafellshverfi - framkvæmdaleyfi202307225
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra eignasjóðs Mosfellsbæjar, dags. 15.05.2025, vegna grenndarstöðvar við Vefarastræti í Helgafellshverfi. Setja á upp grenndarstöð með þremur djúpgámum auk frágangs. Framkvæmdir eru í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og staðfesta deiliskipulagsbreytingu, dags. 22.12.2023.
Með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, mun hann annast útgáfu þess. Leyfi er veitt á grundvelli gildandi skipulags.
2. Grenndarstöð við Skálahlíð - framkvæmdaleyfi202404054
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra eignasjóðs Mosfellsbæjar, dags. 15.05.2025, vegna grenndarstöðvar við Skálahlíð. Setja á upp grenndarstöð með sex gámum auk nýrrar aðkomu og frágangs. Framkvæmdir eru í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og staðfesta deiliskipulagsbreytingu, dags. 27.02.2025.
Með vísan í afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, í samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir skipulagsfulltrúi útgáfu framkvæmdaleyfis í samræmi við 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, mun hann annast útgáfu þess. Leyfi er veitt á grundvelli gildandi skipulags.