Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. maí 2025 kl. 10:00,
í Kjarna


Fundinn sátu

  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Grennd­ar­stöð við Vefara­stræti í Helga­fells­hverfi - fram­kvæmda­leyfi202307225

    Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra eignasjóðs Mosfellsbæjar, dags. 15.05.2025, vegna grenndarstöðvar við Vefarastræti í Helgafellshverfi. Setja á upp grenndarstöð með þremur djúpgámum auk frágangs. Framkvæmdir eru í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og staðfesta deiliskipulagsbreytingu, dags. 22.12.2023.

    Með vís­an í af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, mun hann ann­ast út­gáfu þess. Leyfi er veitt á grund­velli gild­andi skipu­lags.

    • 2. Grennd­ar­stöð við Skála­hlíð - fram­kvæmda­leyfi202404054

      Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi frá verkefnastjóra eignasjóðs Mosfellsbæjar, dags. 15.05.2025, vegna grenndarstöðvar við Skálahlíð. Setja á upp grenndarstöð með sex gámum auk nýrrar aðkomu og frágangs. Framkvæmdir eru í samræmi við fyrirliggjandi hönnunargögn og staðfesta deiliskipulagsbreytingu, dags. 27.02.2025.

      Með vís­an í af­greiðslu­heim­ild­ir skipu­lags­full­trúa, í sam­þykkt­um um stjórn Mos­fells­bæj­ar, sam­þykk­ir skipu­lags­full­trúi út­gáfu fram­kvæmda­leyf­is í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, mun hann ann­ast út­gáfu þess. Leyfi er veitt á grund­velli gild­andi skipu­lags.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15