Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
  • Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
  • Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Verk­fall starfs­manna­fé­lags Mos­fells­bæj­ar 2023202305236

    Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.

    Verk­föll fé­lags­fólks í Starfs­mann­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar sem starfa á leik­skól­um og bæj­ar­skrif­stof­um hófst 5. júní sl. og gild­ir til 5. júlí nk. Sama dag tók gildi ótíma­bund­ið verk­fall í íþrótta­mann­virkj­um og sund­laug­um Mos­fells­bæj­ar auk vinnu­stöðv­un­ar fé­lags­fólks sem starf­ar í þjón­ustu­stöð Mos­fells­bæj­ar en það gild­ir til og með 17. júní nk.

    Áhrif verk­fall­ana eru þau að íþrótta­mann­virki og sund­laug­ar eru lok­að­ar í verk­falls­að­gerð­um. Þá er þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar lokað en fylgst er með inn­komn­um er­ind­um sem berast á mos@mos.is. Skerð­ing á þjón­ustu leik­skóla er með svip­uð­um hætti og ver­ið hef­ur frá upp­hafi verk­falls­að­gerða.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar áhyggj­ur sín­ar af því að ekki hafi tek­ist samn­ing­ar milli BSRB og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem fer með samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­laga. Bæj­ar­ráð hvet­ur samn­ings­að­ila til að gera sitt ítr­asta til að samn­ing­ar ná­ist sem allra fyrst. Verk­fall­ið sem nú stend­ur yfir hef­ur nú þeg­ar haft ómæld áhrif á starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins og fjöl­skyld­ur í bæn­um og brýnt að samn­ings­að­il­ar finni lausn eins fljótt og unnt er.

    • 2. Hlé­garð­ur, Há­holti 2- um­sagn­ar­beiðni vegna tíma­bund­is áfeng­is­leyf­is 08.06.2023202306013

      Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna skemmtikvölds í Hlégarði þann 8. júní nk.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd við veit­ingu tæki­færis­leyf­is til áfeng­isveit­inga vegna skemmtikvölds í Hlé­garði þann 8. júní í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi um­sókn.

    • 3. Leir­vogstungu­hverfi - samn­ing­ar um af­notareiti lóða202305764

      Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa og lögmanns um samninga og leigugjald afnotareita í Leirvogstunguhverfi.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að heim­ila skipu­lags­full­trúa og lög­manni að út­búa og ganga frá samn­ing­um við áhuga­sama að­ila í Leir­vogstungu­hverfi sem vilja nýta sér af­notareiti í sam­ræmi við skipu­lag og skil­mála þess, sbr. fyr­ir­liggj­andi til­lögu þar á með­al um gjald­töku fyr­ir af­not­in.

      Gestir
      • Kristinn Pálsson
    • 4. Ósk Lauga ehf. um framsal lóða­rétt­inda við Lækj­ar­hlíð 1A202305248

      Erindi Lauga ehf. um samþykki fyrir framsali lóðarréttinda að Lækjarhlíð 1A til systurfélagsins Í toppformi ehf.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um er­indi Lauga ehf. og sam­þykk­ir að rétt­indi sam­kvæmt upp­bygg­ing­ar­sam­komu­lagi frá ár­inu 2017 verði framseld til Í topp­formi ehf. á þeim grund­velli að fé­lag­ið und­ir­gang­ist rétt­indi og skyld­ur sam­kvæmt sam­komu­lag­inu. Bæj­ar­stjóra er fal­ið að ganga frá sam­komu­lagi við Í topp­formi ehf. þar að lút­andi.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:07