8. júní 2023 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Dagný Kristinsdóttir (DK) áheyrnarfulltrúi
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeild
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Verkfall starfsmannafélags Mosfellsbæjar 2023202305236
Staða kjarasamningsviðræðna við Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.
Verkföll félagsfólks í Starfsmannfélagi Mosfellsbæjar sem starfa á leikskólum og bæjarskrifstofum hófst 5. júní sl. og gildir til 5. júlí nk. Sama dag tók gildi ótímabundið verkfall í íþróttamannvirkjum og sundlaugum Mosfellsbæjar auk vinnustöðvunar félagsfólks sem starfar í þjónustustöð Mosfellsbæjar en það gildir til og með 17. júní nk.
Áhrif verkfallana eru þau að íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokaðar í verkfallsaðgerðum. Þá er þjónustuver Mosfellsbæjar lokað en fylgst er með innkomnum erindum sem berast á mos@mos.is. Skerðing á þjónustu leikskóla er með svipuðum hætti og verið hefur frá upphafi verkfallsaðgerða.
Bæjarráð Mosfellsbæjar ítrekar áhyggjur sínar af því að ekki hafi tekist samningar milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fer með samningsumboð sveitarfélaga. Bæjarráð hvetur samningsaðila til að gera sitt ítrasta til að samningar náist sem allra fyrst. Verkfallið sem nú stendur yfir hefur nú þegar haft ómæld áhrif á starfsemi sveitarfélagsins og fjölskyldur í bænum og brýnt að samningsaðilar finni lausn eins fljótt og unnt er.
2. Hlégarður, Háholti 2- umsagnarbeiðni vegna tímabundis áfengisleyfis 08.06.2023202306013
Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu varðandi tímabundið áfengisleyfi vegna skemmtikvölds í Hlégarði þann 8. júní nk.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gera ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis til áfengisveitinga vegna skemmtikvölds í Hlégarði þann 8. júní í samræmi við fyrirliggjandi umsókn.
3. Leirvogstunguhverfi - samningar um afnotareiti lóða202305764
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga skipulagsfulltrúa og lögmanns um samninga og leigugjald afnotareita í Leirvogstunguhverfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila skipulagsfulltrúa og lögmanni að útbúa og ganga frá samningum við áhugasama aðila í Leirvogstunguhverfi sem vilja nýta sér afnotareiti í samræmi við skipulag og skilmála þess, sbr. fyrirliggjandi tillögu þar á meðal um gjaldtöku fyrir afnotin.
Gestir
- Kristinn Pálsson
4. Ósk Lauga ehf. um framsal lóðaréttinda við Lækjarhlíð 1A202305248
Erindi Lauga ehf. um samþykki fyrir framsali lóðarréttinda að Lækjarhlíð 1A til systurfélagsins Í toppformi ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum erindi Lauga ehf. og samþykkir að réttindi samkvæmt uppbyggingarsamkomulagi frá árinu 2017 verði framseld til Í toppformi ehf. á þeim grundvelli að félagið undirgangist réttindi og skyldur samkvæmt samkomulaginu. Bæjarstjóra er falið að ganga frá samkomulagi við Í toppformi ehf. þar að lútandi.