15. febrúar 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Harpa Lilja Júníusdóttir (HLJ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) áheyrnarfulltrúi
- Guðrún Marinósdóttir fjölskyldusvið
- Kristbjörg Hjaltadóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Kristbjörg Hjaltadóttir stjórnandi félagsþjónustu
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Lykiltölur fjölskyldusviðs202006316
Lykiltölur til og með janúar 2022 lagðar fyrir.
Lykiltölur fjölskyldusviðs til og með janúar 2022 lagðar fram til kynningar.
2. Styrkbeiðnir til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu 2022202110154
Styrkbeiðnir vegna ársins 2022 afgreiddar.
Tillaga um úthlutun styrkja ársins 2022 lögð fram. Samþykkt fjölskyldunefndar eins og einstök mál nr. 3-8 bera með sér.
3. Umsókn um styrk202110035
Umsókn Fjölskylduhjálpar Íslands um rekstrarstyrk árið 2022 lögð fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með 4 atkvæðum að synja umsókn Fjölskylduhjálpar Íslands á þeim grunni að samkvæmt ársreikningum sé nægjanlegt fé tryggt til reksturs.
4. Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2022202110150
Umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2022 lögð fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með 4 atkvæðum að veita Kvennaathvarfinu styrk að upphæð 200.000 kr. vegna ársins 2022.
5. Styrkumsókn á fjölskyldusviði - Dyngjan áfangaheimili202111452
Umsókn Dyngjunnar um rekstrarstyrk árið 2022 lögð fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með 4 atkvæðum að veita Dyngjunni áfangaheimili styrk að upphæð 200.000 kr. vegna ársins 2022.
6. Styrkumsókn 2021202110332
Umsókn klúbbsins Geysis um rekstrarstyrk árið 2022 lögð fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með 4 atkvæðum að veita Styrktarfélagi klúbbsins Geysi styrk að upphæð 200.000 kr. vegna ársins 2022.
7. Styrkumsókn á fjölskyldusviði202111230
Umsókn Hjálparstarfs kirkjunnar um rekstrarstyrk árið 2022 lögð fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með 4 atkvæðum að synja umsókn Hjálparstarfs kirkjunnar á þeim grunni að samkvæmt ársreikningum sé nægjanlegt fé tryggt til reksturs.
8. Alzheimersamtökin ósk um reglulegan styrk202110373
Umsókn Alzheimersamtakanna um rekstrarstyrk árið 2022 lögð fyrir til samþykktar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með 4 atkvæðum að veita Alzheimersamtökunum á Íslandi styrk að upphæð 200.000 kr. vegna ársins 2022.
9. Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ202202075
Ósk framkvæmda-stjóra fjölskyldusviðs um heimild til umsóknar um stækkunar dagdvalar og afgreiðsla bæjarráðs lögð fyrir til kynningar.
Beiðni um stækkun dagdvalar í Mosfellsbæ og afgreiðsla bæjarráðs lagt fram til kynningar.
10. Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn202201610
Erindi umboðsmanns barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa lagt fyrir til kynningar.
Erindi umboðsmanns barna varðandi mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa lagt fram til kynningar. Fjölskyldunefnd leggur til að erindið verði einnig lagt fram til kynningar í fræðslunefnd.