28. febrúar 2023 kl. 13:00,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Guðrún K Hafsteinsdóttir (GKH) varamaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á velferðarsviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs202110122
Öldungaráð heimsækir Eirhamra og félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ.
Í upphafi fundar fór Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður þjónustu á Eir vel yfir sitt verksvið og hvar áskoranir hafa verið í þjónustunni. Umræður voru um dagdvöl aldraðra í Mosfellsbæ og þá þjónustu sem þar er veitt. Í takt við stækkun sveitarfélags þykir mikilvægt að efla það starf sem dvölinni er ætlað að veita og virðist augljós þörf á því að auka við stöðugildi til að gera þjónustu dagdvalarinnar innihaldsríkari. Ljóst er að þörf er á því að fjölga enn frekar dagdvalarrýmum til að mæta þeirri þjónustuþörf sem nú er, sem og til framtíðar.
Umræða fundarins var einnig á þann veg að gott samstarf sé milli Eirar, félagsstarfs eldri borgara og Mosfellsbæjar og mikilvægt að samþætta þjónustu eins og best verður á kosið.
Meðlimir öldungaráðs fjölluðu einnig um hversu vel fundur fyrir eldri borgara sl. haust hafi gengið og þykir meðlimum ráðsins mikilvægt að efna aftur til slíks fundar, jafnvel með aðeins öðru sniði til að gefa eldri borgurum sveitarfélagsins góðar upplýsingar um þá þjónustu sem þeim býðst hér í sveitarfélaginu.Ráðið leggur til að endurskoðaður verði kynningarbæklingur sem gerður var varðandi þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu og hann gefinn út að nýju.
Að lokum fóru meðlimir öldungaráðs í skoðun um staðinn.Gestir
- Elva Björg Pálsdóttir
- Ingi Þór Ágústsson