Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. febrúar 2023 kl. 13:00,
utan bæjarskrifstofu


Fundinn sátu

  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir (JBM) aðalmaður
  • Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
  • Guðrún K Hafsteinsdóttir (GKH) varamaður
  • Elva Hjálmarsdóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á velferðarsviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Þjón­usta til aldr­aðra íbúa Mos­fells­bæj­ar - um­ræð­ur öld­unga­ráðs202110122

    Öldungaráð heimsækir Eirhamra og félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ.

    Í upp­hafi fund­ar fór Ingi Þór Ág­ústs­son for­stöðu­mað­ur þjón­ustu á Eir vel yfir sitt verksvið og hvar áskor­an­ir hafa ver­ið í þjón­ust­unni. Um­ræð­ur voru um dagdvöl aldr­aðra í Mos­fells­bæ og þá þjón­ustu sem þar er veitt. Í takt við stækk­un sveit­ar­fé­lags þyk­ir mik­il­vægt að efla það starf sem dvöl­inni er ætlað að veita og virð­ist aug­ljós þörf á því að auka við stöðu­gildi til að gera þjón­ustu dagdval­ar­inn­ar inni­halds­rík­ari. Ljóst er að þörf er á því að fjölga enn frek­ar dagdval­ar­rým­um til að mæta þeirri þjón­ustu­þörf sem nú er, sem og til fram­tíð­ar.

    Um­ræða fund­ar­ins var einn­ig á þann veg að gott sam­st­arf sé milli Eir­ar, fé­lags­starfs eldri borg­ara og Mos­fells­bæj­ar og mik­il­vægt að sam­þætta þjón­ustu eins og best verð­ur á kos­ið.
    Með­lim­ir öld­unga­ráðs fjöll­uðu einn­ig um hversu vel fund­ur fyr­ir eldri borg­ara sl. haust hafi geng­ið og þyk­ir með­lim­um ráðs­ins mik­il­vægt að efna aft­ur til slíks fund­ar, jafn­vel með að­eins öðru sniði til að gefa eldri borg­ur­um sveit­ar­fé­lags­ins góð­ar upp­lýs­ing­ar um þá þjón­ustu sem þeim býðst hér í sveit­ar­fé­lag­inu.

    Ráð­ið legg­ur til að end­ur­skoð­að­ur verði kynn­ing­ar­bæk­ling­ur sem gerð­ur var varð­andi þjón­ustu við eldri borg­ara í sveit­ar­fé­lag­inu og hann gef­inn út að nýju.

    Að lok­um fóru með­lim­ir öld­unga­ráðs í skoð­un um stað­inn.

    Gestir
    • Elva Björg Pálsdóttir
    • Ingi Þór Ágústsson
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30