Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. janúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Þóra Margrét Hjaltested embættismaður

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Áform um frum­varp til laga um breyt­ing­ar á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um202201137

    Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er lúta á ákvæðum um íbúakosningar lagt fram til kynningar.

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 2. Uglugata 40-46 - deili­skipu­lags­breyt­ing202103039

    Lagður er fyrir samningur við Uglugötu 40 ehf. um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða í tengslum við deiliskipulagsbreytingu á Uglugötu 40-46.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi samn­ing um gjald­töku kr. 2.500.000, vegna fjölg­un­ar á íbúð­um inn­an lóð­ar Uglu­götu 40-46.

  • 3. Um­bæt­ur á fót­bolta­velli í Reykja­hverfi202201062

    Beiðni um umbætur á fótboltavelli í Reykjahverfi.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 4. Vatns­bor­un Há­deg­is­holti202105334

    Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á borun í Hádegisholti.

    Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um að bor­un fyr­ir köldu vatni í Há­deg­is­holti verði boð­in út.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 07:58