13. janúar 2022 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Áform um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum202201137
Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er lúta á ákvæðum um íbúakosningar lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2. Uglugata 40-46 - deiliskipulagsbreyting202103039
Lagður er fyrir samningur við Uglugötu 40 ehf. um gjaldtöku vegna fjölgunar íbúða í tengslum við deiliskipulagsbreytingu á Uglugötu 40-46.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi samning um gjaldtöku kr. 2.500.000, vegna fjölgunar á íbúðum innan lóðar Uglugötu 40-46.
3. Umbætur á fótboltavelli í Reykjahverfi202201062
Beiðni um umbætur á fótboltavelli í Reykjahverfi.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
4. Vatnsborun Hádegisholti202105334
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til útboðs á borun í Hádegisholti.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að borun fyrir köldu vatni í Hádegisholti verði boðin út.