Mál númer 202101462
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Kynning á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2021
Afgreiðsla 412. fundar fræðslunefndar samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2022
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #412
Kynning á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði 2021
Fræðslunefnd þakkar fyrir mjög áhugaverðar og upplýsandi kynningar á verkefnum sem hlutu styrk úr Klörusjóði vorið 2021. Verkefnin voru þróuð og mótuð á síðasta skólaári en hafa nú verið innleidd í skólastarfið. Markmið Klörusjóðs er að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Afgreiðsla 390. fundar fræðslunefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #390
Alls bárust 11 styrkumsóknir í Klörusjóð frá leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Fræðslunefnd þakkar umsækjendum fyrir áhugaverðar og metnaðarfullar umsóknir.
Umsóknir voru lagðar fram, ræddar og metnar. Lagt er til við bæjarstjórn að eftirfarandi umsóknir hljóti styrk úr Klörusjóði árið 2021:Snjallræði - Hönnunarstund, kr. 640.000, Málfríður Bjarnadóttir
Söng- og sögusekkir, kr. 260.000, Ása Jakobsdóttir
Til verður fræ - sjálfbærni og ræktun, kr. 570.000, Berglind Björgúlfsdóttir
Jarðarstundir, kr. 530.000, Elena Martínez Pérez - 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Umræða um áhersluatriði vegna umsókna í Klörusjóð 2021.
Afgreiðsla 387. fundar fræðslunefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. febrúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #387
Umræða um áhersluatriði vegna umsókna í Klörusjóð 2021.
Fræðslunefnd samþykkir að áhersluatriði Klörusjóðs 2021 verði Fjölbreyttir kennsluhættir. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Skilgreindir áhersluþættir 2021
Afgreiðsla 386. fundar fræðslunefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. febrúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #386
Skilgreindir áhersluþættir 2021
Klörusjóður hefur það að markmiði að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi Mosfellsbæjar. Úthlutað er úr Klörusjóði einu sinni ári og auglýst verður eftir umsóknum nú á vormánuðum. Á næsta fundi fræðslunefndar verða skilgreindir áhersluþættir sjóðsins þetta árið.