Mál númer 202011196
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Niðurstöður könnunar meðal nemenda í 8.-10.bekk lagðar fyrir til kynningar, máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 304. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. mars 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #778
Niðurstöður könnunar meðal nemenda í 8.-10.bekk lagðar fyrir til kynningar, máli frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 304. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #304
Una Dögg Evudóttir vék af fundiNiðurstöður könnunar meðal nemenda í 8.-10.bekk lagðar fyrir til kynningar, máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstöður könnunar lagðar fram.
Fjölskyldunefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af þróun mála hjá unglingum í Mosfellsbæ, sérstaklega í ljósi aukinnar vímuefnaneyslu og verri andlegri- og líkamlegri heilsu unglinga. Nefndin óskar þess að framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs sé í samstarfi við framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um fyrirhugaðan íbúafund með yfirskriftinni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020
Afgreiðsla 243. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Niðurstöður könnunar meðal nemenda í 8.-10. bekk lagðar fyrir til kynningar.
Afgreiðsla 303. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #777
Afgreiðsla 1477. fundar ungmennaráðs samþykkt á 777. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2021
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #303
Niðurstöður könnunar meðal nemenda í 8.-10. bekk lagðar fyrir til kynningar.
Frestað til næsta fundar.
- 16. febrúar 2021
Ungmennaráð Mosfellsbæjar #59
Lagðar voru fram niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020, 8.-10.bekkur. Um er ræða viðbótarkönnun sem lögð var fyrir til að skoða stöðu ungs fólks á COVID tímum. Niðurstöður benda til aukinnar neyslu vímuefna í elsta árganginum sem og að útivistartími er ekki virtur hjá hluta hópsins. Könnunin hefur verið kynnt öllum foreldrum í 8.-10. bekk, starfsfólki grunnskóla, félagsmiðstöðvar, ráðum og nefndum Mosfellsbæjar og forvarnahópi Mosfellsbæjar. Aðgerðaráætlun liggur fyrir og var kynnt á fundinum af tómstunda- og forvarnafulltrúa. Framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs hefur nú þegar verið falið að efna til íbúafundar með yfirskriftinni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ en meginmarkmið þess fundar verður að þétta forvarnarnetið á milli heimila, skóla og íþrótta- og tómstundafélaga. Ungmennaráð fagnar fundinum og bjóða nefndarmenn fram aðstoð sýna .
- 11. febrúar 2021
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #243
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020
Lagðar voru fram niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020, 8.-10.bekkur. Um er ræða viðbótarkönnun sem lögð var fyrir til að skoða stöðu ungs fólks á COVID tímum. Niðurstöður benda til aukinnar neyslu vímuefna í elsta árganginum sem og að útivistartími er ekki virtur hjá hluta hópsins. Könnunin hefur verið kynnt öllum foreldrum í 8.-10. bekk, starfsfólki grunnskóla, félagsmiðstöðvar, ráðum og nefndum Mosfellsbæjar og forvarnahópi Mosfellsbæjar. Aðgerðaráætlun liggur fyrir og var kynnt á fundinum af tómstunda- og forvarnafulltrúa.
Framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs hefur nú þegar verið falið að efna til íbúafundar með yfirskriftinni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ en meginmarkmið þess fundar verður að þétta forvarnarnetið á milli heimila, skóla og íþrótta- og tómstundafélaga.Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með aðgerðir og því markmiði að fá þá aðila sem koma að málum barna og unglinga til að ræða stöðuna og vinna saman að forvörnum.
- 10. febrúar 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #776
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020
Afgreiðsla 386. fundar fræðslunefndar samþykkt á 776. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. febrúar 2021
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #386
Niðurstöður Rannsóknar og greiningar meðal nemenda í 8.,9.og 10.bekk október 2020
Lagðar voru fram niðurstöður úr könnuninni Ungt fólk 2020, 8.-10.bekkur. Um er ræða viðbótarkönnun sem lögð var fyrir til að skoða stöðu ungs fólks á COVID tímum. Niðurstöður benda til að aukinnar neyslu vímuefna í elsta árganginum sem og að útivistartími er ekki virtur hjá hluta hópsins.
Könnunin hefur verið kynnt öllum foreldrum í 8.-10. bekk, starfsfólki grunnskóla, félagsmiðstöðvar, ráðum og nefndum Mosfellsbæjar og forvarnahópi Mosfellsbæjar. Aðgerðaráætlun liggur fyrir og var kynnt á á fundinum af verkefnastjóra skólaþjónustu og tómstunda- og forvarnafulltrúa.
Fræðslunefnd áréttar að samstaða samfélagsins í forvarnarmálum er mikilvæg. Framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs er falið að efna til íbúafundar með yfirskriftinni „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ en meginmarkmið þess fundar er að þétta forvanarnetið á milli heimila, íþrótta- og tómstundafélaga og skóla.