Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. mars 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
  • Olga Kristrún Ingólfsdóttir (OKI) aðalmaður
  • Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
  • Harpa Lilja Júníusdóttir (HLJ) varaformaður
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
  • Una Dögg Evudóttir fjölskyldusvið

Fundargerð ritaði

Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Regl­ur um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing-end­ur­skoð­un201912177

    Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, endurskoðun. Ákvörðun máls frestað frá síðasta fundi.

    Regl­ur um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing sam­þykkt­ar með fimm at­kvæð­um.

  • 2. Fé­lags­leg­ar leigu­íbúð­ir í Mos­fells­bæ- end­ur­skoð­un á húsa­leigu201912176

    Félagslegar leiguíbúðir í Mosfellsbæ, endurskoðun á húsaleigu, ákvörðun máls frestað frá síðasta fundi.

    Nýir út­reikn­ing­ar sem grunn­ur fyr­ir húsa­leigu í fé­lags­legu leigu­hús­næði sam­þykkt­ir með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Regl­ur um út­hlut­un leigu­íbúða201909093

    Drög að breytingum á reglum um úthlutun leiguíbúða í Mosfellsbæ, ákvörðun máls frestað frá síðasta fundi.

    Regl­ur um út­hlut­un leigu­íbúða í Mos­fells­bæ sam­þykkt­ar með fjór­um at­kvæð­um, einn full­trúi sat hjá.

  • 4. Ungt fólk októ­ber 2020202011196

    Una Dögg Evu­dótt­ir vék af fundi

    Niðurstöður könnunar meðal nemenda í 8.-10.bekk lagðar fyrir til kynningar, máli frestað frá síðasta fundi.

    Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar lagð­ar fram.

    Fjöl­skyldu­nefnd lýs­ir yfir mikl­um áhyggj­um af þró­un mála hjá ung­ling­um í Mos­fells­bæ, sér­stak­lega í ljósi auk­inn­ar vímu­efna­neyslu og verri and­legri- og lík­am­legri heilsu ung­linga. Nefnd­in ósk­ar þess að fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs sé í sam­starfi við fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs um fyr­ir­hug­að­an íbúa­fund með yf­ir­skrift­inni „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“.

  • 5. Styrk­beiðn­ir til verk­efna á sviði fé­lags­þjón­ustu 2021202009527

    Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir vék af fundi

    Styrkbeðinir fyrir árið 2021 afgreiddar, máli frestað frá síðasta fundi.

    Til­laga um út­hlut­un styrkja 2021 lögð fram. Sam­þykkt fjöl­skyldu­nefnd­ar eins og ein­stök mál nr. 6-12 bera með sér.

    • 6. Kvenna­at­hvarf - um­sókn um rekstr­ar­styrk 2021202102316

      Beiðni um styrk frá Kvennaathvarfinu.

      Fjöl­skyldu­nefnd synj­ar með fjór­um at­kvæð­um um­sókn Kvenna­at­hvarfs­ins um rekstr­ar­styrk vegna árs­ins 2021, dag­sett 10. fe­brú­ar 2021, og vill beina þeim til­mæl­um til Kvenna­at­hvarfs­ins að sækja um inn­an til­skil­ins um­sókn­ar­frests, en opn­að verð­ur fyr­ir um­sókn­ir að nýju í sept­em­ber 2021.

    • 7. Beiðni um styrk202010300

      Styrkbeiðni frá Samtökunum '78, máli frestað frá síðasta fundi.

      Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að veita Sam­tök­un­um '78 styrk að upp­hæð 200.000kr. vegna árs­ins 2021.

      • 8. Um­sókn um styrk vegna verk­efn­is­ins Sam­vera og súpa202009269

        Umsókn um styrk vegna Samvera og súpa, frestað frá síðasta fundi.

        Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að veita verk­efn­inu Sam­vera og súpa styrk að upp­hæð 100.000kr.

      • 9. Styrk­beiðni202012071

        Beiðni um styrk frá Bjarkarhlíð, máli frestað frá síðasta fundi.

        Fjöl­skyldu­nefnd synj­ar með fjór­um at­kvæð­um um­sókn Bjark­ar­hlíð­ar um rekstr­ar­styrk vegna árs­ins 2021, á þeim for­send­um að þeg­ar hef­ur ver­ið tryggt nægt fjár­magn til rekst­urs­ins til árs­ins 2022.

      • 10. Beiðni Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar um fjár­fram­lag fyr­ir rekstr­ar­ár­ið 2020202011421

        Styrkbeiðni frá Kvennaráðgjöfinni, máli frestað frá síðasta fundi.

        Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að veita Kvenna­ráð­gjöf­inni rekstr­ar­styrk vegna árs­ins 2021 að upp­hæð 200.000kr.

      • 11. Styrk­umsókn á fjöl­skyldu­sviði202010294

        Beiðni um styrk frá klúbbnum Geysi, máli frestað frá síðasta fundi.

        Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að veita Klúbbn­um Geysi styrk vegna rekst­urs árs­ins 2021 að upp­hæð 200.000kr.

      • 12. Beiðni um fram­lag til starf­semi Stíga­móta202011183

        Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta, máli frestað frá síðasta fundi.

        Fjöl­skyldu­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að veita Stíga­mót­um styrk vegna rekst­urs árs­ins 2021 að upp­hæð 100.000kr.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00