15. júlí 2020 kl. 08:30,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sunnukriki umsókn um lóð undir dreifistöð202003500
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð að Sunnukrika 4 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa, framkvæmdaraðila. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar í skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
2. Vogatunga 58-60 - breytingar á lóð202005366
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting vegna lóðamarka í Vogatungu 58 og 60 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa og íbúa. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna, með vísan í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og afgreiðsluheimildir skipulagsfulltrúa, skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar í skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.