Mál númer 201902393
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur fram gögn og úttektir ásamt fyrirspurn um hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi frá áramótum. Óskað er eftir umræðum um málið og framtíðarsýn varðandi Golfklúbb Mosfellsbæjar og hlutverk hans, styrki og aðbúnað.
Afgreiðsla 1398. fundar bæjarráðs samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1398
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur fram gögn og úttektir ásamt fyrirspurn um hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi frá áramótum. Óskað er eftir umræðum um málið og framtíðarsýn varðandi Golfklúbb Mosfellsbæjar og hlutverk hans, styrki og aðbúnað.
Fjárhagsleg gögn lögð fram og rædd ásamt greiðslum Mosfellsbæjar til GM og stöðu viðræðna við lánadrottna GM.
- 2. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #738
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur fram gögn og úttektir ásamt fyrirspurn um hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi frá áramótum. Óskað er eftir umræðum um málið og framtíðarsýn varðandi Golfklúbb Mosfellsbæjar og hlutverk hans, styrki og aðbúnað.
Afgreiðsla 1396. fundar bæjarráðs samþykkt á 738. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1396
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ leggur fram gögn og úttektir ásamt fyrirspurn um hvaða greiðslur hafa verið inntar af hendi frá áramótum. Óskað er eftir umræðum um málið og framtíðarsýn varðandi Golfklúbb Mosfellsbæjar og hlutverk hans, styrki og aðbúnað.
Frestað vegan tímaskorts
- 20. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #735
Frestað frá síðasta fundi. Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs GM
Afgreiðsla 1389. fundar bæjarráðs samþykkt á 735. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1389
Frestað frá síðasta fundi. Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs GM
Bókun fulltrúa D- og V- lista í bæjarráði Mosfellsbjæjar:
Í 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar setti bæjarstjórn samkvæmt fyrirmælum í 2. mgr. 28. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 nánari reglur um aðgengi kjörinna fulltrúa að gögnum í vörslum bæjarins. Í 2. mgr. 20. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar kemur orðrétt fram að óski bæjarfulltrúi upplýsinga sem fela það í sér að taka þurfi saman gögn skuli hann snúa sér til bæjarstjóra með slíka ósk sem skal þá verða við beiðninni svo fljótt sem unnt er. Málshefjanda á að vera kunnugt um efni samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar og var þar fyrir utan sérstaklega leiðbeint um þetta ákvæði í aðdraganda fundar en hefur engu að síður kosið að setja málið í rangan farveg með því að leggja það fyrir bæjarráð til afgreiðslu.Tillaga fulltrúa D- og V- lista í bæjarráði Mosfellsbjæjar:
Málinu er vísað frá þar sem það er ekki bæjarráðs að fara með það. Samþykkt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði fulltrúa M- lista.***
Bókun fulltrúa M- lista í bæjarráði Mosfellsbjæjar:
Fulltrúi Miðflokksins lagði fram tillögu til afgreiðslu og öflun gagna vegna fjármála Golfklúbbs Mosfellsbæjar en meirihlutinn treystir sér engan vegin til að afgreiða slíka tillögu. Þrátt fyrir ákvæði um reglur Mosfellsbæjar um öflun gagna og aðgang að þeim er ávallt hægt að leggja fram tillögu í bæjarráði, sem fer með framkvæmda- og fjármálastjórn bæjarins, þess efnis að vinna verk og afla gagna sem þá allir geti tekið afstöðu í máli er varðar háar fjárhæðir. Lagði meirihluti bæjarráðs til málsmeðferðartillögu um að bæjarfulltrúi Miðflokksins færi aðra leið í öflun gagna en að kalla eftir þeim með samþykki á tillögu í bæjarráði Mosfellsbæjar. Það er rangt að aðeins ein leið sé fær, en meirihlutinn telur sér henta til að tefja framgang málsins, að afla gagna eða afgreiða tillögur bæjarráðsmanna. Meirihlutinn hefur hér forðast að taka afstöðu í framkvæmdastjórn bæjarins, þ.e. í bæjarráði, um öflun gagna þar sem um er að ræða áformuð útgjöld um milljóna tugi.Bókun fulltrúa D- og V- lista í bæjarráði:
Málshefjanda er kunnugt um efni samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar og var þar fyrir utan sérstaklega leiðbeint um þetta ákvæði í aðdraganda fundar en kaus engu að síður að setja málið í rangan farveg með því að leggja það fyrir bæjarráð til afgreiðslu. Málinu var því er vísað frá þar sem það er ekki bæjarráðs að fara með það. Málshefjandi væri búin að fá svör við spurningum sínum ef hann hefði farið eftir verklagsreglum samþykktum af bæjarstjórn Mosfellsbæjar. - 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs gagna
Afgreiðsla 1388. fundar bæjarráðs samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. febrúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1388
Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs gagna
Frestað vegna tímaskorts.