28. febrúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun Hamra201812038
Óskað er eftir að erindi Miðflokks um upplýsingaöflun um öflun gagna um fjármál og rekstur GM. Samþykkt með þremur atkvæðum að taka málið inn á dagskrá bæjarráðs sem mál nr. 11.Frestað frá síðasta fundi: Tillaga heilbrigðisráðuneytsins að stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra.
Bæjarráð fagnar áformum um stækkun Hjúkrunarheimilisins Hamra um 44 rými. Mosfellsbær er til viðræðna um að byggja hjúkrunarheimilið ef viðunandi samningur næst en leggur til að rekstur heimilisins verði á hendi ríkisins enda er það lögbundið verkefni ríkisins. Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi viðræður við ríkið.
2. Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi201902002
Frestað frá síðasta fundi: Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda fyrirliggjandi umsögn til alþingis.
3. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Frestað frá síðasta fundi: Framvinduskýrsla 16 vegna Helgafellsskóla 1.áfanga og leikskóla lögð fram til kynningar.
Farið yfir framvinduskýrslu númer 16 vegna framkvæmda við Helgafellsskóla.
4. Úttekt og endurbætur íþróttagólfa, Íþróttamiðstöðin Varmá2018084785
Frestað frá aíðasta fundi: Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að auglýsa útboð á endurnýjun gólfefna á sölum 1-2 að Varmá. Gert er ráð fyrir þar verði gegnheilt parket á fjaðrandi grind í samræmi við minnisblað Aftureldingar.
5. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Frestað frá síðasta fundi: Samþykktir fyrir Öldungaráð lagðar fram til samþykktar að teknu tilliti til athugasemda.
Samþykkt fyrir öldungaráð samþykkt með þremur atkvæðum.
6. Þorrablótsnefnd - Merki UMFA201810358
Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um gjöf þorrablótsnefndar
Bæjarráð þiggur gjöf þorrablótsnefndar UMFA og þakkar fyrir. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að kosta uppsetningu merkisins. Umhverfissviði er falið að ákvarða endanlega staðsetningu merkisins með tilliti til umferðaröryggis. Samþykkt með þremur atkvæðum.
7. Umsókn um stofnframlag 2017201711009
Synjun Íbúðalánasjóðs á stofnframlagi
Frestað vegna tímaskorts.
8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)201902001
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Frestað vegna tímaskorts.
9. Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn201902294
Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn fyrir 14. mars
Frestað vegna tímaskorts.
10. Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur201902299
Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur - beiðni um umsögn fyrir 14. mars
Frestað vegna tímaskorts.
11. Öflun gagna vegna fjármála og reksturs Golfklúbbs Mosfellsbæjar (GM)201902393
Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs gagna
Frestað vegna tímaskorts.