Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. febrúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ-stækk­un Hamra201812038

    Óskað er eft­ir að er­indi Mið­flokks um upp­lýs­inga­öflun um öfl­un gagna um fjár­mál og rekst­ur GM. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál­ið inn á dagskrá bæj­ar­ráðs sem mál nr. 11.

    Frestað frá síðasta fundi: Tillaga heilbrigðisráðuneytsins að stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra.

    Bæj­ar­ráð fagn­ar áform­um um stækk­un Hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra um 44 rými. Mos­fells­bær er til við­ræðna um að byggja hjúkr­un­ar­heim­il­ið ef við­un­andi samn­ing­ur næst en legg­ur til að rekst­ur heim­il­is­ins verði á hendi rík­is­ins enda er það lög­bund­ið verk­efni rík­is­ins. Bæj­ar­ráð fel­ur bæj­ar­stjóra áfram­hald­andi við­ræð­ur við rík­ið.

    • 2. Þings­álykt­un um mót­un stefnu sem efl­ir fólk af er­lend­um upp­runa til þátt­töku í ís­lensku sam­fé­lagi201902002

      Frestað frá síðasta fundi: Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda fyr­ir­liggj­andi um­sögn til al­þing­is.

      • 3. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

        Frestað frá síðasta fundi: Framvinduskýrsla 16 vegna Helgafellsskóla 1.áfanga og leikskóla lögð fram til kynningar.

        Far­ið yfir fram­vindu­skýrslu núm­er 16 vegna fram­kvæmda við Helga­fells­skóla.

      • 4. Út­tekt og end­ur­bæt­ur íþróttagólfa, Íþróttamið­stöðin Varmá2018084785

        Frestað frá aíðasta fundi: Óskað er heimildar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gólfefnis í sölum 1-2 og leggja þar parket á fjaðrandi grind til samræmis við minnisblað Aftureldingar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að aug­lýsa út­boð á end­ur­nýj­un gól­f­efna á söl­um 1-2 að Varmá. Gert er ráð fyr­ir þar verði gegn­heilt par­ket á fjaðr­andi grind í sam­ræmi við minn­is­blað Aft­ur­eld­ing­ar.

      • 5. Sam­þykkt­ir nefnda Mos­fells­bæj­ar 2018-2022201809407

        Frestað frá síðasta fundi: Samþykktir fyrir Öldungaráð lagðar fram til samþykktar að teknu tilliti til athugasemda.

        Sam­þykkt fyr­ir öld­ungaráð sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

        • 6. Þorra­blóts­nefnd - Merki UMFA201810358

          Lögð er fyrir bæjarráð umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um gjöf þorrablótsnefndar

          Bæj­ar­ráð þigg­ur gjöf þorra­blóts­nefnd­ar UMFA og þakk­ar fyr­ir. Ráð­ið heim­il­ar fyr­ir sitt leyti að kosta upp­setn­ingu merk­is­ins. Um­hverf­is­sviði er fal­ið að ákvarða end­an­lega stað­setn­ingu merk­is­ins með til­liti til um­ferðarör­ygg­is. Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

          • 7. Um­sókn um stofn­fram­lag 2017201711009

            Synjun Íbúðalánasjóðs á stofnframlagi

            Frestað vegna tíma­skorts.

          • 8. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni aldr­aðra (Fram­kvæmd­ar­sjóð­ur aldr­aðra)201902001

            Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs

            Frestað vegna tíma­skorts.

            • 9. Til­löga til þings­álykt­un­ar um vel­ferð­ar­tækni - beiðni um um­sögn201902294

              Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn fyrir 14. mars

              Frestað vegna tíma­skorts.

            • 10. Frum­varp til laga um rétt barna sem að­stand­end­ur201902299

              Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur - beiðni um umsögn fyrir 14. mars

              Frestað vegna tíma­skorts.

            • 11. Öfl­un gagna vegna fjár­mála og rekst­urs Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar (GM)201902393

              Tillaga Miðflokks um öflun gagna vegna fjármála og reksturs gagna

              Frestað vegna tíma­skorts.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00