21. nóvember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir201911210
Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu) - beiðni um umsögn fyrir 3. desember
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
2. Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - beiðni um umsögn201911196
Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - beiðni um umsögn
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfisviðs og lögmanns Mosfellsbæjar.
3. Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými201911107
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2019201901470
Framlenging lánasamninga við Arion banka og Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við lánssamning frá 20.01.2015 við Arion banka hf um framlengingu yfirdráttarláns að fjárhæð 500 m.kr. sem gildir til 20.11.2020.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita fyrirliggjandi viðauka við samning um yfirdráttarheimild við Íslandsbanka hf frá 21.03.2019 að fjárhæð 750 m.kr. sem gildir til 01.03.2022
5. Vatnsgjald201911195
Erindið varðar gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélagsins
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela fjármálastjóra að rita minnisblað um erindið sem lagt verði fyrir bæjarráð.
6. Áreiðanleikakönnun201910402
Í samræmi við 10. gr. laga nr. 14/2018 óskar Lánasjóður sveitarfélaga ohf eftir afriti af persónuskilríkjum kjörinna fulltrúa og þeirra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla umbeðinna gagna fyrir Lánasjóð sveitarfélaga.
7. Fyrirspurn vegna samnings um viðbótarlóð til ræktunar að Hlíðartúni 12201911218
Fyrirspurn varðandi samning um viðbótarlóð til ræktunar út árið 2023 vegna fyrirhugaðar sölu og kvaða sem á lóðarsamingi.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
8. Tómstundaskólann í Mosfellsbæ201911191
Endurvekja Tómstundaskólann - fyrirspurn
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
9. Undirbúningur að innleiðingu Barnasáttmála SÞ201910378
Minnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórum fjölskyldusviðs og fræðslusviðs að hefja undirbúning að innleiðingu Barnasáttmálans. Fyrstu skref felist í kynningu, sem óskað verði eftir að UNICEF veiti kjörnum fulltrúum og stjórnendum. Að lokinni kynningu verði samin og lögð fyrir bæjarstjórn drög að aðgerðaráætlun um innleiðingu sáttmálans.
10. Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaáætlun 2019-2023201910219
Umsögn um hvítbók
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu og samskiptadeildar að senda umsögn í samræmi við framlagt minnisblað.