Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. febrúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Formað­ur bæj­ar­ráðs lýs­ir því í upp­hafi fund­ar að gest­ir sem eru með kynn­ingu vegna máls 9 muni mæta kl. 7:45 og legg­ur til að dagskrá verði hliðrað til þann­ig að það mál verði tek­ið fyr­ir þeg­ar gest­irn­ir mæti. Til­lag­an sæt­ir ekki mót­mæl­um.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um mál­efni aldr­aðra (Fram­kvæmd­ar­sjóð­ur aldr­aðra)201902001

    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)- beiðni um umsögn fyrir 21. febrúar

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1385. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

  • 2. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um kosn­ing­ar til sveita­stjórna (kosn­inga­ald­ur)201902003

    Frumvarp til laga um beytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur - beiðni um umsögn fyrir 21. febrúar

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 3. Þings­álykt­un um mót­un stefnu sem efl­ir fólk af er­lend­um upp­runa til þátt­töku í ís­lensku sam­fé­lagi201902002

    Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi - beiðni um umsögn fyrir 21. febrúar

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1385. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

  • 4. Ný reglu­gerð um hús­næð­isáætlan­ir sveit­ar­fé­laga201902023

    Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

  • 5. Stjórn­sýslukæra eig­enda frí­stunda­húsa í Helga­dal201804048

    Úrskurður ráðuneytisins vegna kæru fimm frístundahúsa í Helgadal

    Úr­skurð­ur ráðu­neyt­is­ins lagð­ur fram á 1385. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

  • 6. Kæra vegna Leiru­tanga 10201812093

    Úrskurður ÚUA. Kæru vísað frá

    Úr­skurð­ur ÚUA lagð­ur fram á 1385. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

    • 7. Heims­markmið SÞ201901488

      Heimsmarkmið SÞ - fundur 15. febrúar

      Bréf for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins lagt fram til kynn­ing­ar á 1385. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar.

    • 8. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2019201901470

      Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með tveim­ur at­kvæð­um á 1385. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 1902_10 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standi tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

      Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­mann­virki.

      Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      Bók­un full­trúa M- lista: Full­trúi Mið­flokks­ins sit­ur hjá við af­greiðslu þessa máls. Það er í sam­ræmi við höfn­un hans á fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins sem vísað er til í með­fylgj­andi minn­is­blaði und­ir þess­um dag­skrárlið.

    • 9. Við­ræð­ur Kölku og Sorpu um hugs­an­lega sam­ein­ingu201901360

      Framkvæmdastjóri Sorpu og fulltrúi Capacent mæta á fund bæjarráðs kl. 8:45

      Bæj­ar­ráði kynnt staða við­ræðna Kölku og Sorpu um hugs­an­lega sam­ein­ingu fé­lag­anna. Kynnt­ar eru sér­stak­lega hug­mynd­ir um mögu­legt skipu­lag sam­ein­aðs fé­lags og hugs­an­leg­ur ábati af sam­ein­ingu.

      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að lýsa sig já­kvætt fyr­ir sam­ein­ingu SORPU og Kölku enda sé það í sam­ræmi við eig­enda­sam­komulag eig­enda SORPU frá 2013 og hef­ur já­kvæð áhrif á með­höndl­un úr­gangs jafnt út frá fjár­hags­leg­um sem um­hverf­is­leg­um sjón­ar­mið­um.

      Gestir
      • Björn Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU
      • þröstur Sigurðsson ráðgjafi Capacent
      • Snædís Helgadóttir ráðgjafi Capacent

      Mál nr. 9 tek­ið fyr­ir milli mála nr. 4 og 5.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00