7. febrúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Formaður bæjarráðs lýsir því í upphafi fundar að gestir sem eru með kynningu vegna máls 9 muni mæta kl. 7:45 og leggur til að dagskrá verði hliðrað til þannig að það mál verði tekið fyrir þegar gestirnir mæti. Tillagan sætir ekki mótmælum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)201902001
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdarsjóður aldraðra)- beiðni um umsögn fyrir 21. febrúar
Samþykkt með 3 atkvæðum 1385. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna (kosningaaldur)201902003
Frumvarp til laga um beytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur - beiðni um umsögn fyrir 21. febrúar
Lagt fram til kynningar.
3. Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi201902002
Þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi - beiðni um umsögn fyrir 21. febrúar
Samþykkt með 3 atkvæðum 1385. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
4. Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga201902023
Ný reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.
5. Stjórnsýslukæra eigenda frístundahúsa í Helgadal201804048
Úrskurður ráðuneytisins vegna kæru fimm frístundahúsa í Helgadal
Úrskurður ráðuneytisins lagður fram á 1385. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
6. Kæra vegna Leirutanga 10201812093
Úrskurður ÚUA. Kæru vísað frá
Úrskurður ÚUA lagður fram á 1385. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
7. Heimsmarkmið SÞ201901488
Heimsmarkmið SÞ - fundur 15. febrúar
Bréf forsætisráðuneytisins lagt fram til kynningar á 1385. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
8. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2019201901470
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með tveimur atkvæðum á 1385. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1902_10 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Bókun fulltrúa M- lista: Fulltrúi Miðflokksins situr hjá við afgreiðslu þessa máls. Það er í samræmi við höfnun hans á fjárhagsáætlun bæjarins sem vísað er til í meðfylgjandi minnisblaði undir þessum dagskrárlið.
9. Viðræður Kölku og Sorpu um hugsanlega sameiningu201901360
Framkvæmdastjóri Sorpu og fulltrúi Capacent mæta á fund bæjarráðs kl. 8:45
Bæjarráði kynnt staða viðræðna Kölku og Sorpu um hugsanlega sameiningu félaganna. Kynntar eru sérstaklega hugmyndir um mögulegt skipulag sameinaðs félags og hugsanlegur ábati af sameiningu.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að lýsa sig jákvætt fyrir sameiningu SORPU og Kölku enda sé það í samræmi við eigendasamkomulag eigenda SORPU frá 2013 og hefur jákvæð áhrif á meðhöndlun úrgangs jafnt út frá fjárhagslegum sem umhverfislegum sjónarmiðum.
Gestir
- Björn Halldórsson framkvæmdastjóri SORPU
- þröstur Sigurðsson ráðgjafi Capacent
- Snædís Helgadóttir ráðgjafi Capacent
Mál nr. 9 tekið fyrir milli mála nr. 4 og 5.