29. ágúst 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um stækkun lóðar, Kvíslartungu 32201905281
Á 1402. fundi bæjarráðs 13. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að skoða Leirvogstunguhverfið í heild sinni með deiliskipulagshöfundum hverfissins hvað lóðarstækkanir varðar.
2. Kvíslartunga 118 / Umsókn um viðbót við lóð201906050
Á 1402. fundi bæjarráðs 27. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að skoða Leirvogstunguhverfið í heild sinni með deiliskipulagshöfundum hverfissins hvað lóðarstækkanir varðar.
3. Leirvogstunga 35 - breyting á deiliskipulagi201812221
Á 1402. fundi bæjarráðs 13. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsstjóra." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að skoða Leirvogstunguhverfið í heild sinni með deiliskipulagshöfundum hverfissins hvað lóðarstækkanir varðar.
4. Tilkynning um málshöfðun - Fél. íslenskra náttúrufræðinga201908845
Tilkynning um málshöfðun - Fél. íslenskra náttúrufræðinga
Lagt fram.
5. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi201908782
Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fræðslunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
6. Súluhöfði - úthlutunarskilmálar201908999
Drög að úthlutunarskilmálum vegna lóða við Súluhöfða lögð fram ásamt minnisblaði.
Úthlutunarskilmálar vegna lóða við Súluhöfða samþykktir með þremur atkvæðum.
7. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í verkinu "1.áfangi vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum" að yfirstöðnu útboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað Umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að samið verði við lægstbjóðanda að því gefnu að öllu skilyrði útboðsgagna verið uppfyllt.
8. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2019201901470
Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1410. fundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 1909_53 sem bæjarráð hefur kynnt sér.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána og fjármögnun framkvæmda við skólamannvirki.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, bæjarstjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Gestir
- Pétur J. Lockton
9. Rekstur deilda janúar til júní 2019201908977
Rekstraryfirlit janúar til júní lagt fram.
Lagt fram.
Gestir
- Pétur J. Lockton
10. Notkun á metani - upplýsingar frá Sorpu201908648
Notkun á metani - upplýsingar frá Sorpu
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfisnefnd að fjalla um erindi Sorpu.
11. Álafosskvos - vegna Í Túninu heima 30. ágúst2019081017
Beiðni um umsögn um umsókn um tímabundið áfengisleyfi.
Bæjarráð leggst gegn því að veitt verði tímabundið áfengisleyfi í Álafosskvos föstudaginn 30. ágúst.