Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. ágúst 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
 • Pétur Jens Lockton fjármálastjóri

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Ósk um stækk­un lóð­ar, Kvísl­artungu 32201905281

  Á 1402. fundi bæjarráðs 13. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að skoða Leir­vogstungu­hverf­ið í heild sinni með deili­skipu­lags­höf­und­um hverf­issins hvað lóð­ars­tækk­an­ir varð­ar.

  • 2. Kvísl­artunga 118 / Um­sókn um við­bót við lóð201906050

   Á 1402. fundi bæjarráðs 27. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsfulltrúa." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að skoða Leir­vogstungu­hverf­ið í heild sinni með deili­skipu­lags­höf­und­um hverf­issins hvað lóð­ars­tækk­an­ir varð­ar.

   • 3. Leir­vogstunga 35 - breyt­ing á deili­skipu­lagi201812221

    Á 1402. fundi bæjarráðs 13. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsstjóra." Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að skoða Leir­vogstungu­hverf­ið í heild sinni með deili­skipu­lags­höf­und­um hverf­issins hvað lóð­ars­tækk­an­ir varð­ar.

    • 4. Til­kynn­ing um máls­höfð­un - Fél. ís­lenskra nátt­úru­fræð­inga201908845

     Tilkynning um málshöfðun - Fél. íslenskra náttúrufræðinga

     Lagt fram.

     • 5. Áskor­un frá Sam­tök­um grænkera á Ís­landi201908782

      Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi til umhverfisráðherra, ríkisstjórnar og sveitarfélaga Íslands

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að senda er­ind­ið til fræðslu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

     • 6. Súlu­höfði - út­hlut­un­ar­skil­mál­ar201908999

      Drög að úthlutunarskilmálum vegna lóða við Súluhöfða lögð fram ásamt minnisblaði.

      Út­hlut­un­ar­skil­mál­ar vegna lóða við Súlu­höfða sam­þykkt­ir með þrem­ur at­kvæð­um.

     • 7. Vatnstank­ur í Úlfars­fells­hlíð­um201611188

      Lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda í verkinu "1.áfangi vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum" að yfirstöðnu útboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað Umhverfissviðs.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að sam­ið verði við lægst­bjóð­anda að því gefnu að öllu skil­yrði út­boðs­gagna ver­ið upp­fyllt.

     • 8. Fjár­mögn­un skv. fjár­hags­áætlun 2019201901470

      Undirbúningur langtímalántöku í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1410. fundi að taka lán hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 500.000.000, með loka­gjald­daga þann 5. apríl 2034, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um í láns­samn­ingi nr. 1909_53 sem bæj­ar­ráð hef­ur kynnt sér.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að til trygg­ing­ar lán­inu (höf­uð­stól, upp­greiðslu­gjaldi auk vaxta, drátt­ar­vaxta og kostn­að­ar), standa tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, nán­ar til­tek­ið út­svar­s­tekj­um sín­um og fram­lög­um til sveit­ar­fé­lags­ins úr Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

      Er lán­ið tek­ið til end­ur­fjármögn­un­ar af­borg­ana lána og fjár­mögn­un fram­kvæmda við skóla­mann­virki.

      Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, bæj­ar­stjóra, kt. 141261-7119, veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton
     • 9. Rekst­ur deilda janú­ar til júní 2019201908977

      Rekstraryfirlit janúar til júní lagt fram.

      Lagt fram.

      Gestir
      • Pétur J. Lockton
     • 10. Notk­un á met­ani - upp­lýs­ing­ar frá Sorpu201908648

      Notkun á metani - upplýsingar frá Sorpu

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­nefnd að fjalla um er­indi Sorpu.

     • 11. Ála­fosskvos - vegna Í Tún­inu heima 30. ág­úst2019081017

      Beiðni um umsögn um umsókn um tímabundið áfengisleyfi.

      Bæj­ar­ráð leggst gegn því að veitt verði tíma­bund­ið áfeng­is­leyfi í Ála­fosskvos föstu­dag­inn 30. ág­úst.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:57