18. júlí 2018 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Ölvir Karlsson (ÖK) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úr landi Hraðastaða - Niðursetning á færanlegu húsi201807115
Borist hefur erindi frá Ingu Þ. Haraldsdóttur dags. 4. júlí 2018 varðandi niðursetningu færanlegs húss á lóðinni með lnr. 123664.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið í samræmi við gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012
2. Hafravík (lóð í Úlfarsfellslandi), Umsókn um byggingarleyfi201806025
Daníel Þórarinsson kt. 0409474509, Stapaseli Borgarbyggð, sækir um leyfi til að byggja úr timbri stækkun frístundahúss á lóðinni Hafravík í landi Úlfarsfells landnr.125503, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir fyrir breytingu: 59,0m², 194,7m³. Stærðir eftir breytingu: 90,0m², 297,0m³ Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 463. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
3. Efstaland 9 /Umsókn um byggingarleyfi201806086
Tunguháls ehf kt. 4910171040, Tunguhálsi 17 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni Efstaland nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 334,6m², 938,142m³, bílskúr 28,9m², 77,805m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 463. fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir áliti lögmanns bæjarins á umbeðinni hækkun nýtingarhlutfalls.
4. Hlíðartún 2a - bygging parhúss á lóðinni að Hlíðartúni 2a201609159
Á 454. fundi skipulagsnefndar 2. febrúar 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Erindið var grenndarkynnt frá 7. júní til og með 6. júlí 2018, tvær athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gera tillögu að afgreiðslu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
5. Miðdalur II - ósk um lagningu vegar201711202
Á 450 fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að óska eftir heimild skipulagsnefndar um að deiliskipuleggja svæðið. Framkvæmdaleyfisumsóknin verður tekin til afgreiðslu þegar deiliskipulag liggur fyrir enda er deiliskipulag forsenda þess að hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi." Borist hefur nýtt erindi.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
6. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi201806286
Bjarni Össurarson kt. 1606685049 og Sigrún Þorgeirsdóttir kt. 3107705879, Suðurgötu 35 Reykjavík, sækja um leyfi til að rífa núverandi frístundahús og byggja úr steinsteypu einbýlishús á lóðinni Laut-Dælustöðvarvegur nr.4b, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 257,2m², 702m³. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 463. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að nýtt hús á landinu Laut hljóti nafnið Lindarbyggð 30
7. Framkvæmdaleyfi Laut - aðkomuvegur að húsi201807138
Borist hefur erindi frá Sigrúnu Þorgeirsdóttur dags. 10. júlí 2018 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir aðkomuveg heim að Laut.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga.
8. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi - Deiliskipulag v/tvöföldunar vegarsins201807139
Umhverfissvið óskar er eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir tvöföldun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð deiliskipulags vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi.
9. Göngustígur milli Laxatungu 80 og 82/84 - breyting á deiliskipulagi.201807140
Borist hefur erindi frá íbúum Laxatungu 72-80 og 82-84 dags. 11. júlí 2018 varðandi breytingu á deiliskipulagi göngustígs á milli Laxatungu 80 og 82/84.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til væntanlegrar samvinnu umhverfissviðs bæjarins og íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis varðandi gönguleiðir og stíga í Leirvogstunguhverfi.
10. Umsókn um stækkun lóðar - Bjartahlíð 25201805176
Á 462. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Samþykkt að vísa málinu til skoðunar hjá umhverfissviði." Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til bæjarráðs.
11. Krafa um að verja íbúðabyggð við Uglugötu 48-58 fyrir umferð Helgafellsvegar201805275
Borist hefur erindi frá íbúum Uglugötu 48-58 dags. 7. maí 2018 varðandi varnir fyrir umferð.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.
12. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd óskar eftir sambærilegri kynningu á málinu og haldin var fyrir fv. skipulagsnefnd 16. febrúar 2018."
Frestað
13. Framkvæmdaleyfi Varmá - lagfæring á bökkum Varmár201807153
Borist hefur erindi frá Umhverfisstjóra Mosfellsbæjar dags. 12. júlí 2018 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir lagfæringar á bakka Vármár.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga
- FylgiskjalUmsókn um framkvæmdaheimild vegna lagfæringa á bakkarofi.pdfFylgiskjalHU1806-YFIRLITSMYND_myndir-1000_.pdfFylgiskjalHU1806-YFIRLITSMYND_myndir-1000_.pdfFylgiskjalHU1806-Snid-rofvarnir-A og B.pdfFylgiskjalHU1806-Snid-rofvarnir-C.pdfFylgiskjal20180612_144452.pdfFylgiskjal20180612_142816.pdfFylgiskjal20180612_141957.pdfFylgiskjalálafossVarmá.pdf
14. Sumarhús landnr. 125627 - stækkun á sumarhúsi201807157
Borist hefur erindi frá G. Oddi Víðissyni fh. landeiganda dags. 12. júlí 2018 varðandi stækkun á sumarhúsi á landi með landnr. 125627 við Hafravatn.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir
15. Hraðastaðavegur 3a - niðursetning á færanlegu húsi.201807160
Borist hefur erindi frá Andrési Guðna Andréssyni dags. 12. júlí 2018 varðandi niðursetningu á færanlegu húsi á lóðinni að Hraðastaðvegi 3a.
Skipulagsnefnd samþykkir að meðhöndla erindið í samræmi við gr. 2.3.5 í byggingarreglugerð nr. 112/2012
16. Dalland í Mosfellssveit - tillaga að nýju deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi.201804237
Á 463. fundi skipulagsnefndar 6. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að skoða málið betur og leggja málið fram að nýju á næsta fundi nefndar."
Skipulagsnefnd samþykkir verkefnislýsingar og felur skipulagsfulltrúa að kynna þær og afla viðeigandi umsagna.