Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

12. mars 2020 kl. 08:57,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) vara áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um í upp­hafi fund­ar að taka mál nr. 1, mál­efni skíða­svæð­anna- út­boð á fram­kvæmd­um, á dagskrá fund­ar­ins með af­brigð­um.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Mál­efni skíða­svæð­anna - út­boð á fram­kvæmd­um202003102

  Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna: Áframhaldandi umræða um útboð á skíðasvæðunum en á síðasta fundi stjórnar var ákveðið að taka til umræðu og afgreiðslu endurnýjuð útboðsgögn. Fyrir liggja drög að útboðsgögnum og uppfært minnisblað frá VSÓ ráðgjöf vegna rýni á verkefnisnálgun og útboðsgögn. Umræður Niðurstaða fundar: Stjórn samþykkir að útboð fari fram að loknum kynningum hjá þeim sveitarfélögum sem óskað hafa eftir frekari kynningu á málinu.

  Kynn­ing á máli af 484.fundi stjórn­ar SSH um mál­efni skíða­svæð­anna. Út­boðs­gögn lögð fram. Mál­ið kynnt og rætt.

  Gestir
  • Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna
  • Aðalsteinn Sigurþórsson, VSÓ
  • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
  • 2. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

   Frestað frá síðasta fundi. Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. Um er að ræða lokaskýrslu 1.áfanga og leikskóla(4.áfangi).

   Fram­vindu­skýrsla 17 lögð fram kynnt og rædd.

   Gestir
   • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • 3. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stöðu barna tíu árum eft­ir hrun- beiðni um um­sögn202002283

   Frestað frá síðasta fundi. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn fyrir 17. apríl.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 4. Þings­álykt­un um um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar202002323

   Frestað frá síðasta fundi. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. mars

   Beiðni um um­sögn fyr­ir um Þings­álykt­un um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar lögð fram og rædd.

  • 5. And­mæli við aug­lýs­ingu vegna verk­falls­heim­ild­ar202003008

   Andmæli við auglýsingu um skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild hjá Mosfellsbæ

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að leita heim­ild­ar FÍN fyr­ir að halda bygg­ing­ar­full­trúa á list­an­um m.a. með vís­an til þess að eng­ar efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir.

  • 6. Krafa um við­ur­kenn­ingu á bóta­skyldu vegna bygg­ing­ar­fram­kvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177

   Matsgerð dómkvadds matsmanns vegna bótakröfu skv. skipulagslögum lögð fram til umræðu.

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að greiða að­il­um bæt­ur í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi mats­gerð og fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að beina fyr­ir­spurn til dóm­kvadds mats­manns um sund­urlið­un meints tjóns.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30