12. mars 2020 kl. 08:57,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum í upphafi fundar að taka mál nr. 1, málefni skíðasvæðanna- útboð á framkvæmdum, á dagskrá fundarins með afbrigðum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Málefni skíðasvæðanna - útboð á framkvæmdum202003102
Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna: Áframhaldandi umræða um útboð á skíðasvæðunum en á síðasta fundi stjórnar var ákveðið að taka til umræðu og afgreiðslu endurnýjuð útboðsgögn. Fyrir liggja drög að útboðsgögnum og uppfært minnisblað frá VSÓ ráðgjöf vegna rýni á verkefnisnálgun og útboðsgögn. Umræður Niðurstaða fundar: Stjórn samþykkir að útboð fari fram að loknum kynningum hjá þeim sveitarfélögum sem óskað hafa eftir frekari kynningu á málinu.
Kynning á máli af 484.fundi stjórnar SSH um málefni skíðasvæðanna. Útboðsgögn lögð fram. Málið kynnt og rætt.
Gestir
- Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna
- Aðalsteinn Sigurþórsson, VSÓ
- Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH
2. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Frestað frá síðasta fundi. Helgafellsskóli, framvinduskýrsla 17 lögð fram til kynningar. Um er að ræða lokaskýrslu 1.áfanga og leikskóla(4.áfangi).
Framvinduskýrsla 17 lögð fram kynnt og rædd.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs
3. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn202002283
Frestað frá síðasta fundi. Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun- beiðni um umsögn fyrir 17. apríl.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar202002323
Frestað frá síðasta fundi. Þingsályktun um um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - beiðni um umsögn fyrir 19. mars
Beiðni um umsögn fyrir um Þingsályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar lögð fram og rædd.
5. Andmæli við auglýsingu vegna verkfallsheimildar202003008
Andmæli við auglýsingu um skrá yfir þau störf sem undanþegin eru verkfallsheimild hjá Mosfellsbæ
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að leita heimildar FÍN fyrir að halda byggingarfulltrúa á listanum m.a. með vísan til þess að engar efnislegar athugasemdir.
6. Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarframkvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177
Matsgerð dómkvadds matsmanns vegna bótakröfu skv. skipulagslögum lögð fram til umræðu.
Samþykkt með 3 atkvæðum að greiða aðilum bætur í samræmi við fyrirliggjandi matsgerð og fela lögmanni Mosfellsbæjar að beina fyrirspurn til dómkvadds matsmanns um sundurliðun meints tjóns.