31. ágúst 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Krafa um viðurkenningu á bótaskyldu vegna byggingarframkvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177
Bréf íbúa við Ástu-Sólliljugötu 1-7 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og lögmanni að ræða við bréfritara um mögulega lausn.
2. Lóðamál Reykjahvols 35 og réttarstaða lóðanna Reykjahvoll 37 og 39201708283
Bréf frá íbúum við Reykjhvol 37 og 39 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Beiðni um að bærinn leysi til sín lóð á Skógarbringu201708348
Umbeðin umsögn um Skógarlund 19 lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær leysi til sín lóðina Skógarlund 19 á fasteignamatsverði.
4. Samgöngur Leirvogstungu201611252
Ítrekun á tillögu um bættar samgöngur í Leirvogstunguhverfi
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar.
5. Málefni varabæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar2017081408
Mál sett á dagskrá að ósk Íbúahreyfingarinnar
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir því við bæjarráð að það leggi til við bæjarstjórn að taka til afgreiðslu afsögn Jóns Jósefs Bjarnasonar sem varabæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar, þrátt fyrir að formlegt erindi hans til bæjarstjórnar þess efnis liggi ekki fyrir. Sjá greinargerð um tillöguna í fylgiskjali.Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar lögmanns.
Bryndís Haraldsóttir víkur af fundi kl. 8:40.
6. Reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar.201602249
Íbúahreyfingin óskar eftir umræðum um verklag við vinnslu á upptökum bæjarstjórnarfunda.
Óskar Þór Þráinsson (ÓÞÞ), verkefnastjóri skjalavörslu og rafrænnar þjónustu, og Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur tímabært að Mosfellsbær fjárfesti í upptökubúnaði sem gerir mögulegt að sundurgreina mál eftir efni til að auðvelda íbúum að leita uppi mál sem þeir hafa áhuga á að kynna sér.Samþykkt með tveimur atkvæðum að vísa tillögunni til umsagnar verkefnastjóra skjalavörslu og fjármálastjóra, enda stendur nú þegar yfir vinna þeirra við skoðun á bættum upptökubúnaði.
7. Þjónusta við ung börn201611055
Uppfærðar gjaldskrár vegna ungbarnaþjónustu í samræmi við samþykktir frá fjárhagsáætlun 2017.
Frestað.
8. Okkar Mosó201701209
Gangur lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó kynntur.
Frestað.
9. Rekstur deilda janúar - júní 20172017081435
Rekstraryfirlit janúar til júní kynnt. Gögn málsins verða sett á fundargátt á þriðjudag.
Frestað.