Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. ágúst 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Krafa um við­ur­kenn­ingu á bóta­skyldu vegna bygg­ing­ar­fram­kvæmda við Gerplustræti 1-5.2017081177

    Bréf íbúa við Ástu-Sólliljugötu 1-7 lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og lög­manni að ræða við bréf­rit­ara um mögu­lega lausn.

  • 2. Lóða­mál Reykja­hvols 35 og rétt­ar­staða lóð­anna Reykja­hvoll 37 og 39201708283

    Bréf frá íbúum við Reykjhvol 37 og 39 lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

  • 3. Beiðni um að bær­inn leysi til sín lóð á Skóg­ar­bringu201708348

    Umbeðin umsögn um Skógarlund 19 lögð fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær leysi til sín lóð­ina Skóg­ar­lund 19 á fast­eigna­mats­verði.

  • 4. Sam­göng­ur Leir­vogstungu201611252

    Ítrekun á tillögu um bættar samgöngur í Leirvogstunguhverfi

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu skipu­lags­nefnd­ar.

  • 5. Mál­efni vara­bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar2017081408

    Mál sett á dagskrá að ósk Íbúahreyfingarinnar

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ósk­ar eft­ir því við bæj­ar­ráð að það leggi til við bæj­ar­stjórn að taka til af­greiðslu af­sögn Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar sem vara­bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar, þrátt fyr­ir að form­legt er­indi hans til bæj­ar­stjórn­ar þess efn­is liggi ekki fyr­ir. Sjá grein­ar­gerð um til­lög­una í fylgiskjali.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar lög­manns.

    Bryndís Har­ald­sótt­ir vík­ur af fundi kl. 8:40.

  • 6. Regl­ur um upp­tök­ur á fund­um bæj­ar­stjórn­ar.201602249

    Íbúahreyfingin óskar eftir umræðum um verklag við vinnslu á upptökum bæjarstjórnarfunda.

    Ósk­ar Þór Þrá­ins­son (ÓÞÞ), verk­efna­stjóri skjala­vörslu og ra­f­rænn­ar þjón­ustu, og Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur tíma­bært að Mos­fells­bær fjár­festi í upp­töku­bún­aði sem ger­ir mögu­legt að sund­ur­greina mál eft­ir efni til að auð­velda íbú­um að leita uppi mál sem þeir hafa áhuga á að kynna sér.

    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar verk­efna­stjóra skjala­vörslu og fjár­mála­stjóra, enda stend­ur nú þeg­ar yfir vinna þeirra við skoð­un á bætt­um upp­töku­bún­aði.

  • 7. Þjón­usta við ung börn201611055

    Uppfærðar gjaldskrár vegna ungbarnaþjónustu í samræmi við samþykktir frá fjárhagsáætlun 2017.

    Frestað.

    • 8. Okk­ar Mosó201701209

      Gangur lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó kynntur.

      Frestað.

      • 9. Rekst­ur deilda janú­ar - júní 20172017081435

        Rekstraryfirlit janúar til júní kynnt. Gögn málsins verða sett á fundargátt á þriðjudag.

        Frestað.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:11