Mál númer 201707030
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123634 í atvinnusvæði.
Afgreiðsla 540. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 782. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2021
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #540
Ósk um að breyta nýtingu lands L-123634 í atvinnusvæði.
Lagt fram og kynnt.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Borist hefur erindi frá Jóni G. Bríem hrl. fyrir hönd eigenda Geitháls dags. 13. febrúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir jörðina Geitháls.
Afgreiðsla 479. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. mars 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #479
Borist hefur erindi frá Jóni G. Bríem hrl. fyrir hönd eigenda Geitháls dags. 13. febrúar 2019 varðandi breytingu á aðalskipulagi fyrir jörðina Geitháls.
Skipulagsnefnd vísar málinu til endurskoðunar aðalskipulags.
- 20. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #733
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. febrúar 2019 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði athafnasvæði.
Afgreiðsla 1386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 733. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. febrúar 2019
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #478
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 5. febrúar 2019 varðandi nýtt deiliskipulag fyrir Hólmsheiði athafnasvæði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagstillöguna.
- 23. ágúst 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #699
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 30 júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar um tillögu sama efnis
Í ljósi þess að fyrra svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins reyndist að mestu merkingarlaust plagg þar sem sveitarfélögin breyttu því að vild, tekur bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar undir sjónarmið fulltrúa M-lista í skipulagsnefnd um nauðsyn þess að Mosfellsbær vinni frekar í anda nýundirritaðs svæðisskipulags en að rýra gildi þess, svo stuttu eftir gildistökuna, með því að breyta því.
Sú staða að Síminn skuli vera hættur við að reisa gagnaver í landi Mosfellsbæjar og hafi nú samið við Reykjavíkurborg um lóð undir starfsemina gefur Mosfellsbæ færi á að hætta við fyrirhugaða útvíkkun á mörkum byggðaflekans.
Íbúahreyfingin leggur til að Mosfellsbær láti málið niður falla og athafni sig þess í stað innan marka samþykkts svæðisskipulags. Í næsta nágrenni við fyrirhugað athafnasvæði er helsta vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins og mannvirkjagerð á stórum skala því áhættusöm og til vandræða fallin.Bókun V- og D- lista
Fulltrúar V- og D- lista telja ekki ástæðu til að breyta þeirri ákvörðun sem þegar hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar um að óska eftir breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Svæðisskipulagsnefnd hefur tekið jákvætt í þá breytingu enda samhljómur um að framboð af svæðum fyrir græna orkufreka starfsemi sé takmörkuð á höfuðborgarsvæðinu og að land í Sólheimakoti geti fallið vel að slíkum áformum.Afgreiðsla 442. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 699. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #442
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 30 júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að yfirfara nánar framlögð gögn.