18. ágúst 2017 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson Byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, breyting á yfirlitstöflum.201707233
Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
2. Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum201611188
Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi, iðnaðarlóð fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells. Einnig lagðar fram umsagnir um verkefnislýsingu frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni,Minjastofnun, svæðisskipulagsstjóra og heilbrigðiseftirliti.
Nefndin samþykkir að tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði send Skipulagsstofnun til athugunar og síðan auglýst í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
- Fylgiskjal170511-aðalskipulagsbreyting_AÐALSKIPULAGSBREYTING_maí 2017.pdfFylgiskjalfrá skipulagsstofnun.pdfFylgiskjalSvar Umhverfisstofnunar.pdfFylgiskjalAðalskipulagsbreyting - vatnsgeymir í austurhlíðum Úlfarsfells sunnan Skarhólabrautar.pdfFylgiskjalUmsögn MÍ.pdfFylgiskjalBreyting á aðalskipulagi - Vatnsgeymir.pdfFylgiskjalMosfellsbær verkáætlun vatnsgeymir.pdf
3. Desjamýri athafnasvæði - breyting á deiliskipulagi201612204
Á 436. fundi skipulagsnefndar 12. maí 2017 var gerð eftirfarandi bókun: Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fram tillögu að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi en hugað skal sérstaklega að aðkomu að íbúðasvæðinu." Lögð fram lýsing/verkáætlun skipulagsáætlunar.
Verkefnislýsing samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að kynna hana og afla umsagna.
4. Hólmsheiði athafnasvæði201707030
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 30 júní 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði á Hólmsheiði.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að yfirfara nánar framlögð gögn.
5. Vogatunga 2-8, 10-16, 23-29, 99-101 og 109-113, breyting á deiliskipulagi201703401
Á 438.fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Vogatungu 2-8, 10-16, 23-29 og 99-101, þar sem jafnframt verði gerð grein fyrir hvernig breytingin fellur að heildar yfirbragði götunnar og næsta umhverfi. Nefndin synjar breytingu á deiliskipulagi fyrir Vogatungu 109-113." Lagðir fram nýir og endurbættir uppdrættir.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
6. Reykjahvoll 4 - ósk um breytingu á deiliskipulagi - fjölgun lóða að Reykjahvol 4.201702312
Á 440. fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftifarandi bókun: "Skipulagsnefnd fellst ekki á lóð c en felur skipulagsfulltrúa að ræða við hönnuð um deiliskipulagsbreytingarinnar." Lagður fram nýr og endurbættur uppdráttur.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
7. Helgafellstorfan - Deiliskipulag201704194
16. maí 2017 var skrifað undir samkomulag milli Mosfellsbæjar og landeigenda í Helgafelli um deiliskipulag fyrir svæði í norðurhluta Helgafellshverfis. Í samkomulagi þessu kemur m.a. fram að afla skuli tilboð í deiliskipulag svæðisins. Gerð var verðkönnun í júlí 2017 meðal sex arkitektastofa og urðu ASK-arkitektar hlutskarpastir í þeirri verðkönnun. Óskað er eftir samþykki skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð deiliskipulags svæðisins.
8. Tjaldanes, Umsókn um byggingarleyfi201705224
Á 438. fundi skipulagsnefndar 9. júní 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Sipulagsnefnd felur formanni, varaformanni og skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur." Lagður fram nýr uppdráttur.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að hefja feril við gerð deiliskipulags svæðisins.
9. Egilsmói 4 Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi.201708361
Borist hefur erindi frá Signýju Hafsteinsdóttur dags. 11. ágúst 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Egilsmóa 4 í Mosfellsdal.
Nefndin synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags um stærðir lóða í Mosfellsdal en þar er miðað við að þéttleiki byggðar verði um 1 íbúð per. ha.
10. Uglugata 32-38 - breyting á deiliskipulagi fjölgun íbúða201708382
Borist hefur erindi frá Hauki Ásgeirssyni dags. 11. ágúst 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi að Uglugötu 32-38.
Nefndin synjar erindinu.
11. Reykjahvoll 20-30, breytingar á aðal- og deiliskipulagi2014082083
Á 437. fundi skipulagsnefndar 25. maí 2017 var gerð eftifarandi bókun:"Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst, tvær athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að svörum við athugasemdum á næst fundi nefndarinnar.
12. Laxatunga 187-203 - breyting á deiliskipulagi - bifreiðastæði í götu.201707257
Borist hefur erindi frá íbúum Laxatungu 187 til 203 móttekið 28. júlí 2017 varðandi skipulag húsagötunnar Laxatungu.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu.
13. Háeyri - heiti á lóðir201708131
Óskað er eftir tillögu skipulagsnefndar á nafngiftum á lóðum við Háeyri.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir afstöðu húseigenda á nafngiftinni.
14. Bílastæðismál við Tröllateig201707003
Á 440 fundi skipulagsnefndar 7. júlí 2017 var gerð eftirfarandi bókun:"Skipulagsnefnd vísar í 18. gr. lögreglusamþykktar Mosfellsbæjar sem samþykkt var á 677. fundi bæjarstjórnar 31. ágúst 2016 þar sem m.a. er fjallað um bann við stöðu eftirvagna og tengivagna á götum og almennum bifreiðastæðum." Borist hefur nýtt erindi varðandi málið.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði í samvinnu við bæjarlögmann að leita leiða til úrlausnar málsins.
15. Vogatunga 94 - bílastæði og gangstéttarkantur í Vogatungu201707029
Borist hefur erindi frá Axeli Freyssyni dags. 4. júlí 2017 varðandi bílastæði og gangstéttarkant í Vogatungu.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs á málinu.
16. Bjargartangi 15 - hávaðamengun frá Álfatanga201705283
Borist hefur erindi frá Erni Sölva Halldórssyni dags. 3. ágúst 2017 varðandi hávaðamengun frá Álfatanga.
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn umhverfissviðs um málið.