30. nóvember 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Pálmi Steingrímsson aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Vilborg Sveinsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Róbert Ásgeirsson (RÁ) áheyrnarfulltrúi
- Ragnheiður Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Ásmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Freyja Leópoldsdóttir (FL) áheyrnarfulltrúi
- Þóranna Rósa Ólafsdóttir (ÞRÓ) vara áheyrnarfulltrúi
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
- Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
- Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið
Fundargerð ritaði
Gunnhildur María Sæmundsdóttir Skólafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Helgafellsskóli - breyting á deiliskipulagi201610254
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð Helgafellsskóla. Bæjastjórn vísaði tillögunni til kynningar í fræðslunefnd á fundi 8. nóvember sl.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar kynnti tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Helgafellsskóla.
Bókun M lista.
Ekki fylgdi rétt deiliskipulagstillaga í máli 201610254. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar vill leggja áherslu á að gögn skuli berast nefndarmönnum fyrir fund. Engin leið er að undirbúa sig fyrir umræðu eða taka upplýsta afstöðu til mála ef rétt gögn fylgja ekki fundarboðum.Bókun D og V lista.
Málið hefur þegar farið fyrir skipulagsnefnd og var það afgreitt í auglýsingu af fulltrúum allra flokka. Mannleg mistök voru þess valdandi að rangt skjal var sett undir mál á dagskrá fræðslunefndar.
Almenn erindi
2. Ársskýrsla Skólaskrifstofu 2015-2016201609254
Lagt fram til upplýsinga
Fræðslunefnd þakkar góða kynningu á starfi er tengist leik- og grunnskóla síðasta skólaárs.
3. Ársskýrsla sálfræðiþjónustu 2015-2016201609255
Lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd þakkar góða og gagnlega kynningu.
4. Ungt fólk 2016-Lýðheilsa ungs fólks í Mosfellsbæ (8., 9. og 10. bekkur árið 2016)201606053
Til kynningar: Tillögur um aðgerðir í kjölfar niðurstaðna rannsókna á lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ, meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2016.
Fræðslunenfd fagnar áformum um úrvinnslu á niðurstöðum rannsókna á lýðheilsu ungs fólks í Mosfellsbæ.