9. ágúst 2016 kl. 08:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Þórhildur Pétursdóttir (ÞP) formaður
- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson (HÖZS) varaformaður
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Jónas Þórir Þórisson aðalmaður
- Rafn Hafberg Guðlaugsson aðalmaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður þjónustu- og samskipta
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Bæjarlistamaður 2016201604341
Kjör bæjarlistamanns Mosfellsbæjar 2016.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona verði bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2016.
Greta Salóme er fædd árið 1986 og ólst upp í Mosfellsbæ. Hún er fiðluleikari, söngkona og lagahöfundur sem hefur látið mikið að sér kveða bæði hérlendis og erlendis. Greta Salóme er með BS og MA próf í tónlist frá Listaháskóla Íslands. Hún er meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur tvisvar verið fulltrúi Íslands í evrópsku söngvakeppninni. Greta Salóme hefur gefið út sína eigin plötu, tekið þátt í stórum verkefnum eins og Frostrósum og einnig unnið mikið fyrir Disney í Bandaríkjunum. Greta Salóme er þekkt fyrir heilbrigðan lífstíl og er dugleg að koma Mosfellsbæ á framfæri á jákvæðan hátt þegar tækifæri gefst til.
Bókun M-lista: Íbúahreyfingin telur það ekki samræmast því siðferði sem ætlast er til af fulltrúum menningarmálanefndar á 21. öld að kjósa varafulltrúa nefndarinnar sem bæjarlistamann.