25. febrúar 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Merki Mosfellsbæjar - reglur um notkun201601156
Minnisblað um merki Mosfellsbæjar lagt fram.
Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að setja eftirfarandi reglur um notkun á merki Mosfellsbæjar sem skal birta á heimasíðu bæjarins:
"Notkun merkis Mosfellsbæjar er heimil til að auðkenna kynningarefni, fasteignir, verkefni og framkvæmdir sveitarfélagsins sjálfs. Auk þess er íþrótta- og tómstundafélögum og góðgerðarsamtökum sem starfa í Mosfellsbæ heimilt að nota merkið, enda sé uppruni þess sem merkja á ljós. Fyrir alla aðra notkun skal leita heimildar og leiðsagnar hjá þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar."
2. Erindi PwC um staðsetningu þrívíddar Íslandslíkans201511100
Erindi PwC um um staðsetningu þvívíddar Íslandslíkans lagt fram.
Aðstandendur verkefnisins hafa lýst áhuga á að staðsetja þrívíddar Íslandslíkan í Mosfellsbæ og í ljósi þess samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og ræða við bréfritara um framhald þess.
3. Desjamýri 3 / Umsókn um lóð201602137
Togt ehf. sækir um lóð við Desjamýri 3.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Togt ehf. lóðinni að Desjamýri 3.
4. Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu201602125
Samgöngustofa óskar eftir umsögn um starfsleyfi fyrir rekstur ökutækjaleigu að Flugumýri 2.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við rekstur ökutækjaleigu að Flugumýri 2 og telur staðsetningu hennar og aðkomu hentuga fyrir slíka starfsemi.
5. Desjamýri 8/Umsókn um lóð201602260
Víghóll ehf. sækir um lóð að Desjamýri 8.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Víghóli ehf. lóðinni að Desjamýri 8.
6. Desjamýri 9 /Umsókn um lóð201602186
Víghóll ehf. sækir um lóð við Desjamýri 9.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Víghóli ehf. lóðinni að Desjamýri 9.
7. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli201602199
Alþingi óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavelli.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
8. Umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga201602212
Alþingi óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram.
9. Leirvogstungumelar - stöðuleyfi fyrir vinnubúðir201602214
Þak byggingarfélag ehf. spyrst fyrir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir að Leirvogstungumelum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga frá bréfritara um fyrirhugaðar framkvæmdir.
10. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ201602229
Alþingi óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar þróunar- og ferðamálanefndar.
11. Reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar201602249
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram.
Frestað.
12. Umsögn um frumvarp til laga um sveitarsjórnarlög201602255
Alþingi óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarsjórnarlögum.
Lagt fram.
13. Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir201512342
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um frumvarp til laga um almennar íbúðir lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að skila umsögn um frumvarpið í samræmi við framlagt minnisblað.
14. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks-pöntunartími.201602179
Tillaga um breytingu á pöntunartíma ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Framlögð tillaga um breytingu á opnunartíma þjónustuvers vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk samþykkt með þremur atkvæðum.