17. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Aldís Stefánsdóttir
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heilsueflandi samfélag201208024
Framvinduskýrsla um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin kemur og kynnir.
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti framvinduskýrslu um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Bæjarráð þakkar Heilsuvin fyrir gott samstarf síðustu ár og lýsir yfir ánægju sinni með framvindu verkefnisins og forystu Mosfellsbæjar í því að innleiða heilsueflandi samfélag. Bæjarráð óskar eftir því að framvinduskýrslan verði lögð fyrir fagnefndir bæjarins.
2. Umhverfisverkefnasjóður201602022
Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra. Umsögn þessi liggur nú fyrir og er lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að settur verði á fót starfshópur mannaður sérfræðingum á sviði náttúruverndar, fulltrúum íbúa og 1 kjörnum fulltrúa frá hverju framboði fyrir sig til að undirbúa stofnun umhverfisverkefnasjóðs. Einnig fulltrúum frá umhverfissviði Mosfellsbæjar. Hlutverk starfshópsins verði að leggja línurnar fyrir stofnun sjóðsins sem síðan yrðu ræddar á opnum fundi með íbúum. Undirbúningi verði lokið í byrjun október og þá liggi fyrir markmið sjóðsins, helstu verkefni og tillaga að upphæð styrktarfjár.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þá afstöðu D-, S- og V-lista í bæjarráði að slá út af borðinu tillögu Íbúahreyfingarinnar um að stofna umhverfisverkefnasjóð. Tillagan hefur að markmiði að efla náttúruvernd í Mosfellsbæ og vekja áhuga bæjarbúa á verkefnum í hennar þágu. Eins og svo oft drukknaði tillaga Íbúahreyfingarinnar í aðdróttunum fulltrúa D-, S- og V-lista um ranga málsmeðferð. Íbúahreyfingunni þykir það verulega miður og ekki þjóna hagsmunum íbúa.
Upphafleg tillaga hljóðaði svo:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að stofnaður verði umhverfisverkefnasjóður á borð við listasjóð Mosfellsbæjar. Verkefni eins og skógrækt, uppgræðsla lands, hefting ágengra tegunda, endurheimt lífríkis og umhverfisfræðsla ættu skjól í þessum sjóði. Sú tillaga var tekin fyrir bæði við 1. og 2. umræðu fjárhagsáætlunar 2016 og var henni vísað til umsagnar umhverfissviðs.Bókun bæjarráðs
Mosfellsbær hefur metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum sem unnið er eftir. Vel er haldið utan um slík verkefni af starfsmönnum á umhverfissviði og í umhverfisnefnd. Bæjarráð telur ekki skynsamlegt að mynda sérstakan starfshóp til að undirbúa stofnun umhverfisverkefnassjóðs. Skynsamlegra er að beina fjármunum í sérstök verkefni sem snúa að umhverfismálum í tengslum við fjárhagsáætlun ár hvert, verkefnum einstakra sviða og skv. áherslum umhverfisnefndar.3. Umsögn um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)352. mál201603157
Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum).
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar fjölskyldusviðs.
4. Átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfisins201603173
Erindi SSH um átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfisins ásamt tillögu að verklagi og framkvæmdaáætlun.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs.
5. Reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar.201602249
Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. 5. gr. reglnanna hefur sérstaklega verið endurskoðuð frá framlagningu síðustu draga.
Breytingatillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að 5. gr. reglna um upptökur á fundum bæjarstjórnar Mosfellsbæjar hljóði framvegis svona:
Upptökur af fundum bæjarstjórnar eru eign Mosfellsbæjar og skulu þær eingöngu notaðar í málefnalegum og lögmætum tilgangi.Breytingartillaga er felld með tveimur atkvæðum gegn einu.
Endurskoðaðar reglur um upptökur á fundum bæjarstjórnar samþykktar með tveimur atkvæðum.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fagnaði upphaflega endurskoðun á 5. gr. reglna um upptökur á bæjarstjórnarfundum en getur engan veginn tekið undir þá tillögu sem fylgdi fundarboði bæjarráðs. Það tíðkast ekki að sitjandi bæjarstjórn beini vinsamlegum tilmælum til fólks í reglum sem eiga að gilda um tiltekin atriði í rekstri sveitarfélaga. Í textanum er líka verið að ætla fólki og fjölmiðlum að afbaka og gefa vísvitandi ranga mynd af umræðum á fundum bæjarstjórnar. Það er lítil reisn yfir því að tiltaka svona hluti í reglum og nægir fullkomnlega að minna fólk á að nota upptökurnar í málefnalegum og lögmætum tilgangi.6. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)354. mál201603180
Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun).
Lagt fram.
7. Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög201603181
Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög SSH.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Mosfellsbær geri ekki athugasemd við framkomnar tillögur enda er Mosfellsbær ekki aðildarsveitarfélag í umræddum samstarfssamningi.
8. Vatnsveita Mosfellsbæjar - þróun og endurbætur 2014-2019201405143
Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda í 1. áfanga framkvæmda við endurnýun stofnlagnar vatnsveitu úr Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga til samninga við Línuborun ehf. á grundvelli framkomins tilboðs í endurnýjun á 1. áfanga stofnlagnar vatnsveitu í Mosfellsdal.
9. Sundkort fyrir starfsmenn Mosfellsbæjar201603248
Lögð fram tillaga að því að starfsmenn Mosfellsbæjar njóti þeirra kjara að geta farið í sundlaugar Mosfellsbæjar án endurgjalds.
Tillaga um að starfsmenn Mosfellsbæjar fái aðgang að sundlaugum Mosfellsbæjar án endurgjalds í samræmi við framlagt minnisblað er samþykkt með þremur atkvæðum.