Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. mars 2016 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Aldís Stefánsdóttir


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heilsu­efl­andi sam­fé­lag201208024

    Framvinduskýrsla um verkefnið Heilsueflandi samfélag. Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin kemur og kynnir.

    Ólöf Sívertsen frá Heilsu­vin mætti á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið og kynnti fram­vindu­skýrslu um verk­efn­ið Heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Bæj­ar­ráð þakk­ar Heilsu­vin fyr­ir gott sam­st­arf síð­ustu ár og lýs­ir yfir ánægju sinni með fram­vindu verk­efn­is­ins og for­ystu Mos­fells­bæj­ar í því að inn­leiða heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Bæj­ar­ráð ósk­ar eft­ir því að fram­vindu­skýrsl­an verði lögð fyr­ir fag­nefnd­ir bæj­ar­ins.

  • 2. Um­hverf­is­verk­efna­sjóð­ur201602022

    Bæjarstjórn vísaði tillögu Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra. Umsögn þessi liggur nú fyrir og er lögð fram.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að sett­ur verði á fót starfs­hóp­ur mann­að­ur sér­fræð­ing­um á sviði nátt­úru­vernd­ar, full­trú­um íbúa og 1 kjörn­um full­trúa frá hverju fram­boði fyr­ir sig til að und­ir­búa stofn­un um­hverf­is­verk­efna­sjóðs. Einn­ig full­trú­um frá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar. Hlut­verk starfs­hóps­ins verði að leggja lín­urn­ar fyr­ir stofn­un sjóðs­ins sem síð­an yrðu rædd­ar á opn­um fundi með íbú­um. Und­ir­bún­ingi verði lok­ið í byrj­un októ­ber og þá liggi fyr­ir markmið sjóðs­ins, helstu verk­efni og til­laga að upp­hæð styrktar­fjár.

    Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar harm­ar þá af­stöðu D-, S- og V-lista í bæj­ar­ráði að slá út af borð­inu til­lögu Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að stofna um­hverf­is­verk­efna­sjóð. Til­lag­an hef­ur að mark­miði að efla nátt­úru­vernd í Mos­fells­bæ og vekja áhuga bæj­ar­búa á verk­efn­um í henn­ar þágu. Eins og svo oft drukkn­aði til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í að­drótt­un­um full­trúa D-, S- og V-lista um ranga máls­með­ferð. Íbúa­hreyf­ing­unni þyk­ir það veru­lega mið­ur og ekki þjóna hags­mun­um íbúa.
    Upp­haf­leg til­laga hljóð­aði svo:
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að stofn­að­ur verði um­hverf­is­verk­efna­sjóð­ur á borð við lista­sjóð Mos­fells­bæj­ar. Verk­efni eins og skógrækt, upp­græðsla lands, heft­ing ágengra teg­unda, end­ur­heimt líf­rík­is og um­hverf­is­fræðsla ættu skjól í þess­um sjóði. Sú til­laga var tekin fyr­ir bæði við 1. og 2. um­ræðu fjár­hags­áætl­un­ar 2016 og var henni vísað til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

    Bók­un bæj­ar­ráðs
    Mos­fells­bær hef­ur metn­að­ar­fulla stefnu í um­hverf­is­mál­um sem unn­ið er eft­ir. Vel er hald­ið utan um slík verk­efni af starfs­mönn­um á um­hverf­is­sviði og í um­hverf­is­nefnd. Bæj­ar­ráð tel­ur ekki skyn­sam­legt að mynda sér­stak­an starfs­hóp til að und­ir­búa stofn­un um­hverf­is­verk­efnassjóðs. Skyn­sam­legra er að beina fjár­mun­um í sér­stök verk­efni sem snúa að um­hverf­is­mál­um í tengsl­um við fjár­hags­áætlun ár hvert, verk­efn­um ein­stakra sviða og skv. áhersl­um um­hverf­is­nefnd­ar.

    • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um mál­efni aldr­aðra (rétt­ur til sam­búð­ar á stofn­un­um)352. mál201603157

      Óskað er umsagnar um frumvarp til laga um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum).

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar fjöl­skyldu­sviðs.

    • 4. Átak í við­haldi og end­ur­nýj­un gatna­kerf­is­ins201603173

      Erindi SSH um átak í viðhaldi og endurnýjun gatnakerfisins ásamt tillögu að verklagi og framkvæmdaáætlun.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs.

    • 5. Regl­ur um upp­tök­ur á fund­um bæj­ar­stjórn­ar.201602249

      Drög að breyttum reglum um upptökur af fundum bæjarstjórnar lagðar fram. 5. gr. reglnanna hefur sérstaklega verið endurskoðuð frá framlagningu síðustu draga.

      Breyt­inga­til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að 5. gr. reglna um upp­tök­ur á fund­um bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar hljóði fram­veg­is svona:
      Upp­tök­ur af fund­um bæj­ar­stjórn­ar eru eign Mos­fells­bæj­ar og skulu þær ein­göngu not­að­ar í mál­efna­leg­um og lög­mæt­um til­gangi.

      Breyt­ing­ar­til­laga er felld með tveim­ur at­kvæð­um gegn einu.

      End­ur­skoð­að­ar regl­ur um upp­tök­ur á fund­um bæj­ar­stjórn­ar sam­þykkt­ar með tveim­ur at­kvæð­um.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fagn­aði upp­haf­lega end­ur­skoð­un á 5. gr. reglna um upp­tök­ur á bæj­ar­stjórn­ar­fund­um en get­ur eng­an veg­inn tek­ið und­ir þá til­lögu sem fylgdi fund­ar­boði bæj­ar­ráðs. Það tíðkast ekki að sitj­andi bæj­ar­stjórn beini vin­sam­leg­um til­mæl­um til fólks í regl­um sem eiga að gilda um til­tekin at­riði í rekstri sveit­ar­fé­laga. Í text­an­um er líka ver­ið að ætla fólki og fjöl­miðl­um að af­baka og gefa vís­vit­andi ranga mynd af um­ræð­um á fund­um bæj­ar­stjórn­ar. Það er lít­il reisn yfir því að til­taka svona hluti í regl­um og næg­ir full­komn­lega að minna fólk á að nota upp­tök­urn­ar í mál­efna­leg­um og lög­mæt­um til­gangi.

    • 6. Um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um skil­yrð­is­lausa grunn­fram­færslu (borg­ara­laun)354. mál201603180

      Óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun).

      Lagt fram.

    • 7. Flug­lest­in - til­laga að sam­starfs­samn­ingi við SSH og að­ild­ar­sveit­ar­fé­lög201603181

      Fluglestin - tillaga að samstarfssamningi við SSH og aðildarsveitarfélög SSH.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær geri ekki at­huga­semd við fram­komn­ar til­lög­ur enda er Mos­fells­bær ekki að­ild­ar­sveit­ar­fé­lag í um­rædd­um sam­starfs­samn­ingi.

    • 8. Vatns­veita Mos­fells­bæj­ar - þró­un og end­ur­bæt­ur 2014-2019201405143

      Lögð er fram ósk um heimild til að semja við lægstbjóðanda í 1. áfanga framkvæmda við endurnýun stofnlagnar vatnsveitu úr Mosfellsdal.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga til samn­inga við Línu­bor­un ehf. á grund­velli fram­kom­ins til­boðs í end­ur­nýj­un á 1. áfanga stofn­lagn­ar vatns­veitu í Mos­fells­dal.

    • 9. Sund­kort fyr­ir starfs­menn Mos­fells­bæj­ar201603248

      Lögð fram tillaga að því að starfsmenn Mosfellsbæjar njóti þeirra kjara að geta farið í sundlaugar Mosfellsbæjar án endurgjalds.

      Til­laga um að starfs­menn Mos­fells­bæj­ar fái að­g­ang að sund­laug­um Mos­fells­bæj­ar án end­ur­gjalds í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15