Mál númer 201509445
- 3. febrúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #664
Svar við fyrirspurn Önnu Sigríðar Guðnadóttur um forsendur að baki tölum í samningum við Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar (201509445) og við Hvíta Riddarann (201512010) lagt fram.
Afgreiðsla 1244. fundar bæjarráðs samþykkt á 664. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1244
Svar við fyrirspurn Önnu Sigríðar Guðnadóttur um forsendur að baki tölum í samningum við Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar (201509445) og við Hvíta Riddarann (201512010) lagt fram.
Lagt fram.
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Samningur við Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar lagður fram í samræmi við samþykkt 195. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar. Samningurinn rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
Afgreiðsla 196. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. desember 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #196
Samningur við Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar lagður fram í samræmi við samþykkt 195. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar. Samningurinn rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellbæjar liggur fyrir, ásamt samantekt um starfsemi félagsins. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til styrkumsóknarinnar og hún óskast rædd frekar.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa umsókn Kraflyftingafélags Mosfellsbæjar um styrk til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 sem fram fer hinn 2. desember nk.
- 12. nóvember 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #195
Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellbæjar liggur fyrir, ásamt samantekt um starfsemi félagsins. Óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til styrkumsóknarinnar og hún óskast rædd frekar.
Nefndin leggur til að umsókn Kraftlyftingafélags Mosfellsbæjar verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2016 og íþróttafulltrúa verði falið að gera við félagið styrktarsamning á sömu nótum og gerðir hafa verið við önnur íþróttafélög í Mosfellsbæ, að uppfylltum sömu skilyrðum og þar hafa verið sett.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellbæjar
Afgreiðsla 192. fundar íþrótta-og tómstundarnefndar samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. október 2015
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #192
Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellbæjar
Íþróttafulltrúa falið að fara í viðræður við félagið þó í samræmi við aðra samninga.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði tillit til þessa í fjárhagsáætlun sveitafélagsins.