10. desember 2015 kl. 17:15,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varaformaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015201511310
farið yfir vinnuferla vegna kjörs á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2015
íþróttafulltrúi fór yfir reglur og vinnuferla vegna kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að nefndarmenn og íbúar kjósi jafn marga í kjörinu.2. Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellsbæjar201509445
Samningur við Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar lagður fram í samræmi við samþykkt 195. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar. Samningurinn rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur.
3. Samningur Hvíta Riddarans201512010
Forsvarsmenn Hvíta Riddarans biðja um að samningur þeirra verði endurskoðaður sökum nýrra rekstraforsenda. Fram hefur komið að frá því að samningur var gerður við félagið hefur iðkendum fjölgað um 200% og sérstök áhersla hefur verið lögð á aukna þátttöku kvenna. Lagt er til að félagið verði styrkt um 300.000. á næsta fjárhagsári, enda rúmast sú fjárhæð innan fjárhagsáætlunar 2016.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að félagið verði styrkt um 300.000 á næsta fjárhagsári.
4. Ársskýrslur stofnanna frístundasviðs.201511097
Ársskýrslur félagsmiðstöðvarinnar Ból, Vinnuskólans og Íþróttamiðstöðva.
Lagt fram og kynnt.