Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. október 2015 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
 • Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) varaformaður
 • Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
 • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
 • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
 • Björn Þráinn Þórðarson framkvæmdastjóri menningarsviðs
 • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
 • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Op­inn fund­ur Íþrótta -og tóm­stunda­nefnd­ar2015082226

  Umræða um opinn fund íþrótta- og tómstundanefndar 2015.

  íþrótta- og tóm­stunda­nefnd sam­þykk­ir að fund­ir íþrótta og tóm­stunda­nefnd­ar með fé­lög­um bæj­arn­ins dag­ana 14. og 15. októ­ber verði aug­lýst­ir sem opn­ir fund­ir.

 • 2. Regl­ur um frí­stunda­greiðsl­ur í Mos­fells­bæ200909840

  Lagðar fram tillögur að uppfærðum reglum um frístundagreiðslur.

  Sam­þykkt að leggja til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja breyt­ing­ar á regl­um um frí­stunda­á­vís­an­ir, eins og þær koma fram í með­fylgj­andi minn­is­blaði.

  bók­un frá full­trúa íbúa­hreyf­ing­ar varð­andi regl­ur um frí­stunda­á­vís­un.
  Í ljósi þess að fjöldi styttri nám­skeiða eru í boði sem gæti höfð­að til barna og ung­linga, legg­ur full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar til að regl­ur um frí­stundarávís­un verði ekki með tak­mörk­un­um á notk­un­ar­tíma og lengd nám­skeiða.

  íþrótta- og tóm­stunda­nefnd er sam­þykk því ræða til­lög­una og rann­saka mál­ið enn frek­ar á næsta miss­eri.

 • 3. Íþrótta- og tóm­stunda­stefna Mos­fells­bæj­ar201509037

  Farið yfir þá þætti sem að nefndarmen telja að leggja beri áherslu á, á næstu misserum

  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd mun í vet­ur leggja áherslu á 1. og 4. kafla stefn­unn­ar sem eru kafl­ar um al­menn­ingsí­þrótt­ir, um­hverfi og úti­vist og flétta þeim sam­an.

 • 4. Frí­tím­inn er okk­ar fag.201509546

  Boð á ráðstefnuna "Frítíminn er okkar fag" sem að Félag íþrótta-, æskulýðs og tómstundafulltrúa stendur fyrir ásamt, Félagi fagfólks í frítímaþjónustu, Samfés og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

  lagt fram.

 • 5. Um­sókn um styrk frá Kraft­lyft­inga­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar201509445

  Umsókn um styrk frá Kraftlyftingafélagi Mosfellbæjar

  Íþrótta­full­trúa fal­ið að fara í við­ræð­ur við fé­lag­ið þó í sam­ræmi við aðra samn­inga.
  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að tek­ið verði til­lit til þessa í fjár­hags­áætlun sveita­fé­lags­ins.

 • 6. Er­indi frá Golf­klúbbi Mos­fells­bæj­ar varð­andi til­von­andi íþróttamið­stöð við Hlíða­völl201509370

  Bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að ræða við Golfklúbb Mosfellsbæjar um erindið og jafnframnt að senda erindið til skipulagsnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar til kynningar.

  Lagt fram til kynn­ing­ar.

 • 7. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-20172014081479

  Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar var samþykkt á 635. fundi bæjarstjórnar í október 2014. Framkvæmdaáætlun var lögð fram til fjögurra ára og fylgir hér með yfirlit þar sem farið er yfir stöðu einstakra verkefna miðað við júní 2015. Lagt er upp með að fulltrúar í nefndum og ráðum kynni sér vel efni og innihald jafnréttisáætlunarinnar og kanni hvaða efnishlutar eigi við um málaflokk viðkomandi nefndar og hafi þá til hliðsjónar í stefnumótandi ákvörðunum.

  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til að kann­að verði hvort að bæta ætti við í h. lið í lýð­ræði­s­tef­stefn­unni að fé­laga­sam­tök sem njóta styrkja setji sér jafn­rétt­isáætlun
  eins og kem­ur fram í stefnu íþrótta- og tóm­stundan­en­fd­ar.

 • 8. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

  Á 1219. fundi bæjarráðs 9. júlí sl. var samþykkt að vísa minnisblaði lögmanns bæjarins um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa til umfjöllunar í nefndum bæjarins og var lögmanni falið að því loknu að funda með þeim nefndum sem teldu þess þröf.

  lagt fram.

 • 9. Hreyfi­vika 2015201509044

  Hreyfivika í Mosfellsbæ 2015

  Lagt fram .

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.