Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. mars 2015 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Björn Bjarnarson aðalmaður
  • Sigríður Ósk Sigurrósardóttir aðalmaður
  • Emilía Assa Jónsdóttir varamaður
  • Ísak Ólason aðalmaður
  • Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
  • Anton Örn Davíðsson varamaður
  • Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
  • Hilmir Berg Halldórsson aðalmaður
  • Guðmundur Árni Bang Hlynsson varamaður
  • Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stefna og áætlun Mos­fells­bæj­ar í barna­vernd­ar­mál­um 2014-2018201411221

    Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.

    Unnu V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs mætti á fund­inn og fór yfir stefnu og áætlun Mos­fells­bæj­ar í barna­vernd­ar­mál­um 2014-2018.
    Ung­mennaráð legg­ur til að vakin verði at­hygli á ör­yggri net­notk­un barna, s.s. í Mos­fell­ingi og skól­um bæj­ar­ins, og horft verði til áherslu SAFT í mála­flokkn­um.

    • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014201501643

      Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar

      Nið­ur­staða þjón­ustu­könn­un­ar sveit­ar­fé­laga fyr­ir árið 2014 lögð fram til kynn­ing­ar.
      Rætt var sér­stak­lega um al­menn­ings­sam­göng­ur inn­an­bæjar í Mos­fells­bæ.

      • 3. Fund­ur Ung­menna­ráðs Mos­fells­bæj­ar með bæj­ar­stjórn201002260

        Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund ráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl 2015 skv. samþykkt ungmennaráðs. Kallað eftir hugmyndum að umræðuefnum frá nefndarmönnum.

        Ung­mennaráð lagði drög að mögu­leg­um fund­ar­efn­um fyr­ir fund með bæja­stjórn.
        Mál­efn­in verða send á bæj­ar­stjórn til upp­lýs­inga fyr­ir fund­inn.

        • 4. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um ung­mennaráð fyr­ir alla í Mos­fell­bæ201503166

          Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs.

          Um­ræða um fyr­ir­komulag á ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar.
          Mál­inu var vísað til ung­menna­ráðs á 1203. fundi bæj­ar­ráðs þann 13. mars 2015.
          Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar legg­ur til að fyr­ir­komu­lagi ung­menna­ráðs í Mos­fells­bæ verði hald­ið óbreyttu, en bætt verði við opn­um fund­um ung­menna­ráðs tvisvar á ári til að auka sýni­leika ráðs­ins og heyra radd­ir fleiri ung­menna í Mos­fells­bæ. eins og ákveð­ið var á 27. fundi ung­menna­ráðs þann 11. fe­brú­ar 2015.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.