25. mars 2015 kl. 12:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Björn Bjarnarson aðalmaður
- Sigríður Ósk Sigurrósardóttir aðalmaður
- Emilía Assa Jónsdóttir varamaður
- Ísak Ólason aðalmaður
- Anton Hugi Kjartansson aðalmaður
- Anton Örn Davíðsson varamaður
- Úlfar Darri Lúthersson aðalmaður
- Hilmir Berg Halldórsson aðalmaður
- Guðmundur Árni Bang Hlynsson varamaður
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir fræðslusvið
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar
Niðurstaða þjónustukönnunar sveitarfélaga fyrir árið 2014 lögð fram til kynningar.
Rætt var sérstaklega um almenningssamgöngur innanbæjar í Mosfellsbæ.3. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn201002260
Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund ráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl 2015 skv. samþykkt ungmennaráðs. Kallað eftir hugmyndum að umræðuefnum frá nefndarmönnum.
Ungmennaráð lagði drög að mögulegum fundarefnum fyrir fund með bæjastjórn.
Málefnin verða send á bæjarstjórn til upplýsinga fyrir fundinn.4. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um ungmennaráð fyrir alla í Mosfellbæ201503166
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs.
Umræða um fyrirkomulag á ungmennaráði Mosfellsbæjar.
Málinu var vísað til ungmennaráðs á 1203. fundi bæjarráðs þann 13. mars 2015.
Ungmennaráð Mosfellsbæjar leggur til að fyrirkomulagi ungmennaráðs í Mosfellsbæ verði haldið óbreyttu, en bætt verði við opnum fundum ungmennaráðs tvisvar á ári til að auka sýnileika ráðsins og heyra raddir fleiri ungmenna í Mosfellsbæ. eins og ákveðið var á 27. fundi ungmennaráðs þann 11. febrúar 2015.