Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. nóvember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
 • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
 • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Helga­fells­hverfi, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags IV. áfanga201410302

  Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp. Frestað á 376. fundi.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að í vinnu­hópn­um verði Bryndís Har­alds­dótt­ir, Sam­son B Harð­ar­son og Bjarki Bjarna­son.

  • 2. Ell­iða­kots­land/Brú, end­ur­bygg­ing sum­ar­bú­stað­ar201406295

   Lögð fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað á 376. fundi.

   Nefnd­in fellst á rétt­mæti þeirr­ar at­huga­semd­ar lög­manns land­eig­enda, að stærð þess hús sem sótt er um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir sé yfir þeim stærð­ar­mörk­um sem kveð­ið er á um í að­al­skipu­lagi, þar sem flat­ar­mál kjall­ara skv. teikn­ing­unni eigi að reikn­ast með í heild­ar-flat­ar­máli húss­ins. Nið­ur­staða nefnd­ar­inn­ar er því sú að hafna beri um­sókn­inni af þeirri ástæðu.
   Nefnd­in hafn­ar hins­veg­ar at­huga­semd­um um máls­með­ferð­ina og tel­ur að hún hafi ver­ið að öllu leyti í sam­ræmi við lög og regl­ur, sbr. minn­is­blað skipu­lags­full­trúa.
   Þá tek­ur nefnd­in fram að hún tek­ur ekki af­stöðu til ágrein­ings að­ila um túlk­un á lóð­ar­leigu­samn­ingi, enda tel­ur hún sig ekki til þess bæra að úr­skurða um hann.

   • 3. Í Ell­iða­kotslandi Brú, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411054

    Dacta ehf sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr forsteyptum einingum á lóðinni Brú í landi Elliðakots í samræmi við framlagðar teikningar. Stærð húss: 129,3 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar, þar sem fyrri byggingarleyfisumsókn er til meðferðar hjá nefndinni skv. 44. gr. skipulagslaga.

    Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið með vís­an til 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga.

    • 4. Íþróttamið­stöð að Varmá, bíla­stæða­mál201410304

     Samfara velgengni handboltaliðs Aftureldingar í Olís-deild karla hefur nokkuð borið á bílastæðavandamálum á Varmársvæðinu og brögð eru að því að bílum sé lagt þar ólöglega. Frestað á 376. fundi.

     Skipu­lags­nefnd legg­ur til að kort sem sýn­ir bíla­stæði í nærum­hverfi íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar verði kynnt fyr­ir bæj­ar­bú­um og þeir hvatt­ir til að nota þau.

     • 5. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201409350

      Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar í skipulagsnefnd m.t.t. þess hvort færsla hússins um 0,5 m m.v. byggingarreit geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Frestað á 376. fundi.

      Nefnd­in legg­ur til að bæj­ar­stjórn heim­ili frá­vik skv. fram­lögð­um gögn­um, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, þar sem frá­vik­ið er óveru­legt og skerð­ir í engu hags­muni ná­granna.

      • 6. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410308

       Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 36 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka sumarbústað sinn samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar með vísan til 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 376. fundi.

       Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna er­ind­ið.

       • 7. Strætó, minn­is­blað um kostn­að við inn­an­bæjar­leið201411049

        Lagt fram minnisblað Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. þar sem fram kemur að kostnaður við innanbæjarleið er áætlaður 15-42 millj. kr. á ári, allt eftir þjónustustigi.

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

        • 8. Uglugata 2-22, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201411038

         Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 29.10.2014 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi skv. meðf. uppdráttum, þ.e. að íbúðum fjölgi úr 11 í 18, þar af verði 12 íb. í tveggja hæða fjölbýlishúsum og 6 í tveggja hæða raðhúsum.

         Nefnd­in er nei­kvæð gagn­vart er­ind­inu þar sem hún tel­ur ekki unnt að fallast á svo mikla fjölg­un íbúða og með vís­an til þess að deili­skipu­lags­skil­mál­ar kveða á um að íbúð­ir á lóð­inni skuli hafa "ein­kenni sér­býl­is frem­ur en fjöl­býl­is".

         • 9. Selja­dals­náma, ósk um breyt­ingu á vinnslu­tíma­bili201411043

          Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015.

          Nefnd­in vís­ar er­ind­inu til bæj­ar­ráðs til af­greiðslu, þar sem það varð­ar ákvæði um vinnslu­tíma í upp­haf­leg­um samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar frá 1985. Nefnd­in tel­ur að breyt­ing­in sem óskað er eft­ir geti stuðlað að því að draga úr nei­kvæð­um um­hverf­isáhrif­um af vinnsl­unni, en legg­ur til að ná­grönn­um sem eiga hags­muna að gæta verði kynnt mál­ið áður en ákvörð­un verð­ur tekin.

          • 10. Göngu­þverun við Krika­skóla201411053

           Lagt fram minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu um umferðaraðstæður gangandi vegfarenda við Krikaskóla og mögulegar úrbætur til að auka öryggi þeirra.

           Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði úr­vinnslu máls­ins í sam­ræmi við minn­is­blað Eflu.

           • 11. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

            Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu, sem kynnt var íbúum í janúar 2014 en hefur verið í biðstöðu síðan.

            Frestað.

            • 12. Laxa­tunga 24, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201410339

             Róbert Axelsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við húsið samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar með vísan í 44 gr. skipulagslaga, en sólstofan fer út fyrir byggingareit.

             Nefnd­in legg­ur til að bæj­ar­stjórn heim­ili frá­vik skv. fram­lögð­um gögn­um, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, þar sem frá­vik­ið er óveru­legt og skerð­ir í engu hags­muni ná­granna.

             • 13. Leir­vogstunga 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201411047

              VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús með bílgeymslu samkvæmt framlögðum gögnum. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga, þar sem umsóknin felur í sér að húsið standi ekki frammi í bindandi byggingarlínu.

              Nefnd­in legg­ur til að bæj­ar­stjórn heim­ili frá­vik skv. fram­lögð­um gögn­um, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga, þar sem frá­vik­ið er óveru­legt og skerð­ir í engu hags­muni ná­granna.

              Fundargerðir til kynningar

              • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 254201410024F

               Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram. Frestað á 376. fundi.

               Fund­ar­gerð af­greiðslufund­ar lögð fram til kynn­ing­ar

               • 14.1. Hraðastaða­veg­ur 5 - um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410290

                Hlyn­ur Þór­is­son Hraðastaða­vegi 5 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta út­liti, fyr­ir­komu­lagi, burð­ar­virki og efn­is­vali áð­ur­sam­þykkts hest­húss og vélageymslu að Hraðastaða­vegi 5 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Hús­ið verði nú byggt úr stál­grind klætt með PUR stál­sam­loku­ein­ing­um.
                Stærð húss: 419,7 m2, 2109,4 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

               • 14.2. Kvísl­artunga 66, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201409350

                Sig­mund­ur Há­varðs­son Norð­ur­braut 22 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggð­um bíl­skúr á lóð­inni nr. 66 við Kvísl­artungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð húss: Bíla­geymsla 44,3 m2, íbúð 1. hæð 91,6 m2, íbúð 2. hæð 96,7 m2, alls 964,9 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

               • 14.3. Merkja­teig­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201405373

                Stefán Þór­is­son Merkja­teigi 8 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr stein­steypu hús­ið nr. 8 við Merkja­teig í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Mál­ið hef­ur ver­ið grennd­arkynnt en eng­in at­huga­semd barst.
                Stærð við­bygg­ing­ar: Neðri hæð 14,4 m2, efri hæð 11,5 m2, sam­tals 71,7 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

               • 14.4. Uglugata 48-50 um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410241

                AH verk­tak­ar ehf Vesturási 48 Reykja­vík sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um fjög­urra íbúða tveggja hæða fjöleigna­hús og sam­byggða bíl­geymslu á lóð­inni nr. 48 - 50 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð : Bíl­geymsla 57,4 m2, íbúð­ir og geymsl­ur 1. hæð 223,0 m2, íbúð­ir 2. hæð 223,6 m2, sam­tals 1553,3 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

               • 14.5. Í Úlfars­fellslandi 125505, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410308

                Guð­rún H Ragn­ars­dótt­ir Klaust­ur­hvammi 36 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri sum­ar­bú­stað sinn í landi Úlfars­fells sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                Stækk­un bú­staðs 16,4 m2, 97,7 m3, stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu 68,7 m2, 276,7 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Lagt fram til kynn­ing­ar á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

               • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 255201411010F

                Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                Fund­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar

                • 15.1. Engja­veg­ur 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411027

                 Ævar Örn Jóseps­son Engja­vegi 8 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja ver­önd og setja hurð á aust­ur gafl húss­ins nr. 8 við Engja­veg sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                 Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki eig­enda í vest­ur enda húss­ins.

                 Niðurstaða þessa fundar:

                 Lagt fram á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                • 15.2. Laxa­tunga 24, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201410339

                 Ró­bert Ax­els­son Laxa­tungu 24 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja sól­stofu úr timbri og gleri við hús­ið nr. 24 við Laxa­tungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                 Stærð sól­stofu 24,4 m2.

                 Niðurstaða þessa fundar:

                 Lagt fram á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                • 15.3. Leir­vogstunga 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411047

                 VK verk­fræði­stofa Braut­ar­holti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 14 við Leir­vogstungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                 Stærð: Íbúð 142,5 m2, bíl­geymsla 32,0 m2, sam­tals 677,7 m3.
                 Áð­ur­sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

                 Niðurstaða þessa fundar:

                 Lagt fram á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                • 15.4. Í Ell­iða­kotslandi Brú, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411054

                 Dacta ehf Fléttu­völl­um 35 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um frí­stunda­hús á lóð­inni Brú í landi Ell­iða­kots landnr. 125216 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                 Stærð húss 129,3 m2.

                 Niðurstaða þessa fundar:

                 Lagt fram á 377. fundi skipu­lags­nefnd­ar

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.