11. nóvember 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Helgafellshverfi, endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga201410302
Með bréfi dags. 23.10.2014 óskar Hannes F Sigurðsson f.h. Hamla ehf eftir því að Mosfellsbær verði aðili að vinnuhópi um endurskoðun deiliskipulags IV. áfanga Helgafellshverfis og að nefndin tilnefni þrjá fulltrúa í slíkan hóp. Frestað á 376. fundi.
Skipulagsnefnd samþykkir að í vinnuhópnum verði Bryndís Haraldsdóttir, Samson B Harðarson og Bjarki Bjarnason.
2. Elliðakotsland/Brú, endurbygging sumarbústaðar201406295
Lögð fram umsögn bæjarritara, sem nefndin óskaði eftir í bókun á 372. fundi. Einnig lögð fram bréf sem borist hafa frá lögmönnum fyrir hönd annarsvegar landeigenda og hinsvegar leigutaka landsins, og minnisblað skipulagsfulltrúa. Frestað á 376. fundi.
Nefndin fellst á réttmæti þeirrar athugasemdar lögmanns landeigenda, að stærð þess hús sem sótt er um byggingarleyfi fyrir sé yfir þeim stærðarmörkum sem kveðið er á um í aðalskipulagi, þar sem flatarmál kjallara skv. teikningunni eigi að reiknast með í heildar-flatarmáli hússins. Niðurstaða nefndarinnar er því sú að hafna beri umsókninni af þeirri ástæðu.
Nefndin hafnar hinsvegar athugasemdum um málsmeðferðina og telur að hún hafi verið að öllu leyti í samræmi við lög og reglur, sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa.
Þá tekur nefndin fram að hún tekur ekki afstöðu til ágreinings aðila um túlkun á lóðarleigusamningi, enda telur hún sig ekki til þess bæra að úrskurða um hann.3. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi201411054
Dacta ehf sækir um leyfi til að byggja frístundahús úr forsteyptum einingum á lóðinni Brú í landi Elliðakots í samræmi við framlagðar teikningar. Stærð húss: 129,3 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar, þar sem fyrri byggingarleyfisumsókn er til meðferðar hjá nefndinni skv. 44. gr. skipulagslaga.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
4. Íþróttamiðstöð að Varmá, bílastæðamál201410304
Samfara velgengni handboltaliðs Aftureldingar í Olís-deild karla hefur nokkuð borið á bílastæðavandamálum á Varmársvæðinu og brögð eru að því að bílum sé lagt þar ólöglega. Frestað á 376. fundi.
Skipulagsnefnd leggur til að kort sem sýnir bílastæði í nærumhverfi íþróttamiðstöðvarinnar verði kynnt fyrir bæjarbúum og þeir hvattir til að nota þau.
5. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til meðferðar í skipulagsnefnd m.t.t. þess hvort færsla hússins um 0,5 m m.v. byggingarreit geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Frestað á 376. fundi.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn heimili frávik skv. framlögðum gögnum, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem frávikið er óverulegt og skerðir í engu hagsmuni nágranna.
6. Í Úlfarsfellslandi 125505, umsókn um byggingarleyfi201410308
Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 36 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka sumarbústað sinn samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar umsókninni til skipulagsnefndar með vísan til 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 376. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið.
7. Strætó, minnisblað um kostnað við innanbæjarleið201411049
Lagt fram minnisblað Einars Kristjánssonar hjá Strætó bs. þar sem fram kemur að kostnaður við innanbæjarleið er áætlaður 15-42 millj. kr. á ári, allt eftir þjónustustigi.
Lagt fram til kynningar.
8. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Stefán Hallsson f.h. lóðarhafa óskar 29.10.2014 eftir umfjöllun skipulagsnefndar um hugmyndir að breytingum á deiliskipulagi skv. meðf. uppdráttum, þ.e. að íbúðum fjölgi úr 11 í 18, þar af verði 12 íb. í tveggja hæða fjölbýlishúsum og 6 í tveggja hæða raðhúsum.
Nefndin er neikvæð gagnvart erindinu þar sem hún telur ekki unnt að fallast á svo mikla fjölgun íbúða og með vísan til þess að deiliskipulagsskilmálar kveða á um að íbúðir á lóðinni skuli hafa "einkenni sérbýlis fremur en fjölbýlis".
9. Seljadalsnáma, ósk um breytingu á vinnslutímabili201411043
Halldór Torfason f.h. Malbikunarstöðvarinnar Höfða óskar m. bréfi 5.11.2014 eftir því að heimiluð verði efnistaka úr námunni í vetur gegn því að efni verði ekki ekið úr henni yfir hásumarið 2015.
Nefndin vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu, þar sem það varðar ákvæði um vinnslutíma í upphaflegum samningi Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar frá 1985. Nefndin telur að breytingin sem óskað er eftir geti stuðlað að því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af vinnslunni, en leggur til að nágrönnum sem eiga hagsmuna að gæta verði kynnt málið áður en ákvörðun verður tekin.
10. Gönguþverun við Krikaskóla201411053
Lagt fram minnisblað Verkfræðistofunnar Eflu um umferðaraðstæður gangandi vegfarenda við Krikaskóla og mögulegar úrbætur til að auka öryggi þeirra.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði úrvinnslu málsins í samræmi við minnisblað Eflu.
11. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi Leirvogstungu, sem kynnt var íbúum í janúar 2014 en hefur verið í biðstöðu síðan.
Frestað.
12. Laxatunga 24, umsókn um byggingarleyfi201410339
Róbert Axelsson sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við húsið samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til umfjöllunar skipulagsnefndar með vísan í 44 gr. skipulagslaga, en sólstofan fer út fyrir byggingareit.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn heimili frávik skv. framlögðum gögnum, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem frávikið er óverulegt og skerðir í engu hagsmuni nágranna.
13. Leirvogstunga 14, umsókn um byggingarleyfi201411047
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja einnar hæðar einbýlishús með bílgeymslu samkvæmt framlögðum gögnum. Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til meðferðar skipulagsnefndar með vísan í 44. gr. skipulagslaga, þar sem umsóknin felur í sér að húsið standi ekki frammi í bindandi byggingarlínu.
Nefndin leggur til að bæjarstjórn heimili frávik skv. framlögðum gögnum, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga, þar sem frávikið er óverulegt og skerðir í engu hagsmuni nágranna.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 254201410024F
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram. Frestað á 376. fundi.
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram til kynningar
14.1. Hraðastaðavegur 5 - umsókn um byggingarleyfi 201410290
Hlynur Þórisson Hraðastaðavegi 5 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta útliti, fyrirkomulagi, burðarvirki og efnisvali áðursamþykkts hesthúss og vélageymslu að Hraðastaðavegi 5 í samræmi við framlögð gögn.
Húsið verði nú byggt úr stálgrind klætt með PUR stálsamlokueiningum.
Stærð húss: 419,7 m2, 2109,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 377. fundi skipulagsnefndar.
14.2. Kvíslartunga 66, umsókn um byggingarleyfi 201409350
Sigmundur Hávarðsson Norðurbraut 22 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum tveggja hæða einbýlishús með innbyggðum bílskúr á lóðinni nr. 66 við Kvíslartungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss: Bílageymsla 44,3 m2, íbúð 1. hæð 91,6 m2, íbúð 2. hæð 96,7 m2, alls 964,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 377. fundi skipulagsnefndar.
14.3. Merkjateigur 8, umsókn um byggingarleyfi 201405373
Stefán Þórisson Merkjateigi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu húsið nr. 8 við Merkjateig í samræmi við framlögð gögn. Málið hefur verið grenndarkynnt en engin athugasemd barst.
Stærð viðbyggingar: Neðri hæð 14,4 m2, efri hæð 11,5 m2, samtals 71,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 377. fundi skipulagsnefndar.
14.4. Uglugata 48-50 umsókn um byggingarleyfi 201410241
AH verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum fjögurra íbúða tveggja hæða fjöleignahús og sambyggða bílgeymslu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð : Bílgeymsla 57,4 m2, íbúðir og geymslur 1. hæð 223,0 m2, íbúðir 2. hæð 223,6 m2, samtals 1553,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 377. fundi skipulagsnefndar.
14.5. Í Úlfarsfellslandi 125505, umsókn um byggingarleyfi 201410308
Guðrún H Ragnarsdóttir Klausturhvammi 36 Hafnarfirði sækir um leyfi til að stækka úr timbri sumarbústað sinn í landi Úlfarsfells samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun bústaðs 16,4 m2, 97,7 m3, stærð bústaðs eftir breytingu 68,7 m2, 276,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 377. fundi skipulagsnefndar.
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 255201411010F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar
15.1. Engjavegur 8, umsókn um byggingarleyfi 201411027
Ævar Örn Jósepsson Engjavegi 8 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja verönd og setja hurð á austur gafl hússins nr. 8 við Engjaveg samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda í vestur enda hússins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 377. fundi skipulagsnefndar
15.2. Laxatunga 24, umsókn um byggingarleyfi 201410339
Róbert Axelsson Laxatungu 24 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja sólstofu úr timbri og gleri við húsið nr. 24 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð sólstofu 24,4 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 377. fundi skipulagsnefndar
15.3. Leirvogstunga 14, umsókn um byggingarleyfi 201411047
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri einnar hæðar einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 14 við Leirvogstungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Íbúð 142,5 m2, bílgeymsla 32,0 m2, samtals 677,7 m3.
Áðursamþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 377. fundi skipulagsnefndar
15.4. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi 201411054
Dacta ehf Fléttuvöllum 35 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum frístundahús á lóðinni Brú í landi Elliðakots landnr. 125216 í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss 129,3 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram á 377. fundi skipulagsnefndar